Biggi Maus breiðir yfir Frikka Dór Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. maí 2024 14:31 Biggi Maus langaði að breiða yfir lag eftir íslenskan listamann og fyrir varðinu var tólf ára lag eftir Frikka Dór. Á miðnætti gefur Birgir Örn Steinarsson, sem starfar undir listamannanafninu Biggi Maus, út ábreiðu á lagi Friðriks Dórs 'I don't remember your name'. Lagið er nú kannski ekki á meðal þekktustu slagara Frikka en það kom upphaflega út á annarri breiðskífu hans Vélrænn árið 2012. Friðrik samdi lagið ásamt þeim Ólafi Arnalds og Janusi Rasmussen sem saman mynda raf-dúettinn Kiasmos. „Mér hefur alltaf fundist Friðrik Dór vera afbragðs laga- og textahöfundur,“ segir Biggi. „Ég var mjög hrifinn af þessari plötu hans þegar hún kom út og var hissa að hún hafi ekki fengið meiri athygli. Oft rata góðir hlutir ekki alla leið upp á yfirborðið.“ Lagið er þriðji og síðasti stökullinn af breiðskífunni 'Litli dauði/Stóri hvellur' sem kemur út á streymisveitum og á vínyl þann 5. júní. Toggi Nolem (Skytturnar, Kött Grá Pjé og Leður) pródúzerar öll lögin. I don't remember your name by Biggi Maus „Það er sumar og ég í stuði til að poppa. Mig langaði til þess að prófa taka lag eftir einhvern annan íslenskan tónlistarmann og mundi eftir þessu frábæra 'týnda' lagi. Datt í hug að það væri gaman að prófa að útsetja það eins og ef Duran Duran eða Blondie væru að spila undir. Toggi Nolem dreifði svo sínu galdra-dufti yfir og nú er bara að hækka í botn og dansa.“ Platan er öll unnin á Akureyri þar sem Biggi býr nú og starfar sem listamaður og sálfræðingur. Þar af leiðandi verður Akureyringum boðið að heyra plötuna fyrstir í sérstöku for-hlustunarpartý á LYST þann 30. maí næstkomandi. Biggi Maus & Memm munu svo standa fyrir útgáfutónleikaröð fyrir plötuna víða um land í haust. Æfingar eru hafnar en undirleikssveitina Memm skipa vel valdir tónlistarmenn frá Akureyri. Þeir verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur. Birgir fagnar rúmlega 30 ára farsælum ferli í tónlistarbransanum um þessar mundir en hann hefur m.a. náð gullplötu sölu ásamt hljómsveit sinni Maus og unnið íslensku tónlistarverðlaunin ásamt Maus fyrir textagerð og sem hljómsveit ársins. Birgir vann svo Eddu verðaunin árið 2014 fyrir handrit ársins (Vonarstræti) ásamt Baldvin Z. Fjórum árum síðar skrifaði hann handritið af Lof mér að falla í samstarfi við leikstjórann. Birgir gaf út sex breiðskífur ásamt Maus en hans fyrsta sólóskífa (Id) kom út árið 2006. Siðan þá hefur hann gefið út lög og plötur á streymisveitum með hljómsveitunum Króna (2008-2010) og Bigital (2015). Tónlist Tengdar fréttir Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. 17. maí 2023 15:01 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
„Mér hefur alltaf fundist Friðrik Dór vera afbragðs laga- og textahöfundur,“ segir Biggi. „Ég var mjög hrifinn af þessari plötu hans þegar hún kom út og var hissa að hún hafi ekki fengið meiri athygli. Oft rata góðir hlutir ekki alla leið upp á yfirborðið.“ Lagið er þriðji og síðasti stökullinn af breiðskífunni 'Litli dauði/Stóri hvellur' sem kemur út á streymisveitum og á vínyl þann 5. júní. Toggi Nolem (Skytturnar, Kött Grá Pjé og Leður) pródúzerar öll lögin. I don't remember your name by Biggi Maus „Það er sumar og ég í stuði til að poppa. Mig langaði til þess að prófa taka lag eftir einhvern annan íslenskan tónlistarmann og mundi eftir þessu frábæra 'týnda' lagi. Datt í hug að það væri gaman að prófa að útsetja það eins og ef Duran Duran eða Blondie væru að spila undir. Toggi Nolem dreifði svo sínu galdra-dufti yfir og nú er bara að hækka í botn og dansa.“ Platan er öll unnin á Akureyri þar sem Biggi býr nú og starfar sem listamaður og sálfræðingur. Þar af leiðandi verður Akureyringum boðið að heyra plötuna fyrstir í sérstöku for-hlustunarpartý á LYST þann 30. maí næstkomandi. Biggi Maus & Memm munu svo standa fyrir útgáfutónleikaröð fyrir plötuna víða um land í haust. Æfingar eru hafnar en undirleikssveitina Memm skipa vel valdir tónlistarmenn frá Akureyri. Þeir verða kynntir til sögunnar þegar nær dregur. Birgir fagnar rúmlega 30 ára farsælum ferli í tónlistarbransanum um þessar mundir en hann hefur m.a. náð gullplötu sölu ásamt hljómsveit sinni Maus og unnið íslensku tónlistarverðlaunin ásamt Maus fyrir textagerð og sem hljómsveit ársins. Birgir vann svo Eddu verðaunin árið 2014 fyrir handrit ársins (Vonarstræti) ásamt Baldvin Z. Fjórum árum síðar skrifaði hann handritið af Lof mér að falla í samstarfi við leikstjórann. Birgir gaf út sex breiðskífur ásamt Maus en hans fyrsta sólóskífa (Id) kom út árið 2006. Siðan þá hefur hann gefið út lög og plötur á streymisveitum með hljómsveitunum Króna (2008-2010) og Bigital (2015).
Tónlist Tengdar fréttir Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. 17. maí 2023 15:01 Mest lesið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Julian McMahon látinn Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Lífið Galdrasaga um fimm 50+ konur: „Við vorum fimm konur að fæða sama barnið“ Áskorun Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Fleiri fréttir Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Sjá meira
Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. 17. maí 2023 15:01