Diskóstemming í Bíóhöllinni á Akranesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. maí 2024 20:16 Guðni Geir, sem leikur prófessorinn og Sandra Björk, sem leikur Rut. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það iðar allt af lífi og fjöri á Akranesi þessa dagana þegar diskó er annars vegar því nemendur Brekkubæjarskóla eru að sýna söngleikinn „Diskóeyjan“ í Bíóhöllinni. Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni. Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira
Æfingar á söngleiknum hafa staðið yfir síðustu vikur en nú er byrjað sýna í Bíóhöllinni og verða sýningar alla helgina og eitthvað í næstu viku. Hér er fyrst og fremst um söngleik að ræða þar sem diskó gleði með allskonar dönsum er í fyrirrúmi. Hljómsveitin er einnig skipuð nemendum. „Krakkarnir hafa sýnt ótrúlega hluti hér á síðustu vikum og við erum mjög spennt að sýna fólki hvað er að gerast hérna í Bíóhöllinni,“ segir Hjörvar Gunnarsson, handritshöfundur og leikstjóri. „Já, heldur betur, við sjáum bara mun á hverjum degi, krakkanir eru að koma okkur enn þá á óvart, þvílík hæfileikabúnt,“ segir Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem er einnig handritshöfundur og leikstjóri. „Það eru söguþráður því við erum stödd á Diskóeyju þar sem rekin er fágunarskóli fyrir þæg og óspennandi börn og þangað eru Daníel og Rut send því þau eru svo óspennandi og þau eru meira að segja að spá í að læra lögfræði,“ bætir Hjörvar við. Leikstjórarnir og handritshöfundarnir þau Hjörvar Gunnarsson og Gunnhildur Vilhjálmsdóttir, sem eru að rifna úr monti yfir krökkunum, sem taka þátt í sýningunni enda mega þau svo sannarlega vera það.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er mikil svona diskóstemming almennt hér á Akranesi? „Það verður það núna, já eftir þetta, hér er nóg af glimmeri og glansi. Ég held að það séu einhverjar 30 diskókúlur í sviðsmyndinni,“ segir Gunnhildur. Sýningarnar fara fram í Bíóhöllinni því sögufræga og fallega húsi á Akranesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og krakkarnir segja þetta með því allra skemmtilegast sem þau hafa gert í skólanum en við erum að tala um 110 nemendur í áttunda, níunda og 10. bekk Brekkubæjarskóla. „Þetta er mjög gaman og það er mjög skemmtilegt að vera í þessu og þetta er bara frábært,“ segir Guðni Geir Jóhannesson, sem leikur prófessorinn. „Þetta er æðisleg sýning. Þetta er aðallega svona krakkasýning því hún er gerð fyrir krakkana en svo eru alveg brandarar fyrir fullorðna, sem að krakkarnir fatta ekki og ekki einu sinni við föttum þá, en þeir eru fyndir. Það mega bara allir á öllum aldri koma og horfa á okkur, þetta er bara mjög gaman,“ segir Sandra Björk Freysdóttir, sem leikur Rut. Hér má sjá hvenær sýningarnar eru í Bíóhöllinni.
Akranes Grunnskólar Menning Leikhús Mest lesið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Sporðdreki (24.okt - 21.nóv) Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Finnur flottari flíkur í kvenmannsdeildunum Tíska og hönnun „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Fleiri fréttir „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Sjá meira