„Þurfum bara okkar besta leik í vetur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. maí 2024 07:01 Óskar Bjarni stýrir Valsliði í úrslitum Evrópubikarsins í kvöld. Hann hafði áður farið með liðið í undanúrslit árið 2017. Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, sagði liðið þurfa að sýna sitt allra besta þegar Olympiacos mætir á Hlíðarenda í kvöld og fyrri leikur liðanna í úrslitum Evrópubikarsins fer fram. „Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“ Valur EHF-bikarinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
„Ég er gríðarlega spenntur, einn stærsti leikur í langan tíma fyrir félagið og íslenskan handbolta, úrslit í Evrópukeppni er bara frábært, bara tilhlökkun.“ Valsmenn fengu lítinn tíma til að jafna sig eftir að hafa dottið úr leik í deildarkeppninni hér heima fyrir á miðvikudag með svekkjandi tapi gegn Aftureldingu í undanúrslitum. „Það var að sjálfsögðu bara vont og erfitt að detta út. Eina góða við það var að maður gat ekkert verið að lengi að svekkja sig. Það þurfti bara strax að fara að undirbúa og finna lausnir gegn mjög sterku liði Olympiacos. Við þurfum að sýna miklu betri frammistöðu heldur en við höfum verið að gera í þessu einvígi.“ „Ágætis hæð í því“ Hætturnar leynast víða hjá gríska stórliðinu, fjölmargir grískir landsliðsmenn skipa liðið en fremstir í flokki fara erlendis reynsluboltar. Olympiacos er hávaxið lið sem spilar þéttan varnarleik, Valur reiðir sig meira á hraða og sprengikraft. „Þeir eru með sex gríska landsliðsmenn, þekktasti leikmaðurinn þar er Savvas Savvas, mikil skytta sem skýtur langt utan af velli, grjótkastari mikill. Svo er miðjumaður frá Króatíu, Ivan Sliskovic, klókur og góður. Svo er Slóveni sem er línunni, sterkur. Gamalreyndur Spánverji hægra megin, 213cm, ágætis hæð í því. Með hörku hornamenn, stórir og góðir. Þetta er líklega það lið sem er sterkast á pappírum, með mesta fjárhaginn.“ Ef einhvern tímann, þá núna Það þýðir því ekkert hik eða hökt hjá leikmönnum liðsins í kvöld. Óskar sagði stuðningsmenn sömuleiðis geta lagt sitt af mörkum líkt og þeir hafa gert svo vel í vetur. „Við þurfum klárlega að ná okkar hraða og skora mikið úr því. Þurfum bara okkar besta leik í vetur. Mikinn stuðning, það gefur okkur mikla orku þegar húsið troðfyllist. Stuðningurinn er ómetanlegur og góður stuðningur eins og hefur verið í þessari Evrópukeppni er mjög mikilvægur og ef einhvern tímann, þá er hann ansi mikilvægur núna.“
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira