Lowry hástökkvari dagsins og blandar sér í baráttuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. maí 2024 23:16 Shane Lowry lyfti sér upp um 27 sæti með spilamennsku sinni í dag. Michael Reaves/Getty Images Írinn Shane Lowry átti algjörlega ótrúlegan hring á þriðja degi PGA-meistaramótsins í golfi er hann lék á níu höggum undir pari í dag. Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4. PGA-meistaramótið Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Með spilamennsku sinni er Lowry svo sannarlega búinn að blanda sér í toppbaráttuna á mótinu og þegar þetta er ritað situr hann jafn Xander Schauffele og Sahith Theegala í öðru sæti mótsins. Lowry fékk sex fugla á fyrri níu holum dagsins og þrjá á seinni níu og stökk samtals upp um 27 sæti. Þegar þetta er ritað er hann einu höggi á eftir forystusauðnum Colin Morikawa sem hefur leikið fyrstu 15 holur dagsins á þremur höggum undir pari. Á eftir fjórmenningunum sem verma efstu tvö sætin sitja þeir Justin Rose, Robert MacIntyre og Viktor Hovland saman í fimmta sæti á tólf höggum undir pari, en Rose lék hring dagsins á sjö höggum undir pari og stökk upp um 18 sæti. Það er því ljóst að spennan verður mikil fyrir lokadeginum sem spilaður verður á morgun. Bein útsending frá lokadegi mótsins hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Sport 4.
PGA-meistaramótið Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira