Nýir prestar og nýir djáknar mættir til starfa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. maí 2024 20:15 Prestarnir og djáknarnir, ásamt vígslubiskupnum í Skálholti, sem komu að prests- og djáknavígslunni í Skálholtsdómkirkju sunnudaginn 20. maí klukkan 17:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Tveir nýir prestar og tveir nýir djáknar hafa verið vígðir til embættis í fjórum mismunandi kirkjum. Athöfnin fór fram í Skálholtsdómkirkju þar sem vígslubiskupinn á staðnum brá sér í hlutverk biskups Íslands til að sjá um vígsluna að viðstöddum tíu prestum, sem voru vígsluvottar, auk þriggja djákna. Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bekkurinn var þéttsetinn í Skálholti síðdegis í gær þegar prests- og djáknavígslan fór fram að viðstöddum vígsluvottum. Skálholtskórinn söng, Jón Bjarnason var organisti og þeir Jóhann Ingi Stefánsson og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson spiluðu á trompet. Vígslubiskupinn í Skálholti brá sér í hlutverk Biskups Íslands í athöfninni enda hafði biskup falið Kristjáni Björnssyni að sjá um vígsluna í hennar stað. Hann þurfi meðal annars að tala á latínu. „Já, ég tónaði hana bara til að heilagur andi heyrði betur,” segir Kristján. Og nýju djáknarnir eru ánægðir með að vera orðnir formlega vígðir inn í kirkjustarf þjóðkirkjunnar. „Við erum vígð til kærleiksþjónustu í kirkjunni en hún felst í öllu mögulegu eins og barnastarf, eldri borgara starf, fræðsla og allt mögulegt,”segir Bergþóra Ragnarsdóttir, nýr djákni í Skálholtskirkju. Þannig að þið eruð alsæl með þetta? „Já, já, við erum mjög auðmjúk og þakklát. Þetta var falleg athöfn segir Ívar Valbergsson, nýr djákni í Keflavíkurkirkju. Nýju djáknarnir, Bergþóra Ragnarsdóttir og Ívar Valbergsson.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og nýju prestarnir hlakka líka til að taka formlega til starfa innan kirkjunnar. „Við fáum að fylgja fólki í blíðu og stríði og í sorg og gleði. Ég held að það sé það skemmtilegasta við starfið”, segir Steinunn Anna Baldvinsdóttir, nýr prestur í Seljakirkju. „Og fólkið, sem maður fær að þjóna og kynnast,” bætir Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir við en hún er nýr prestur í Lágafellskirkju Hver verða fyrstu embættisverkin? „Ég á að skíra eftir nokkrar vikur, það er bókuð skírn, ætli það verði ekki mitt fyrsta verk,” segir Steinunn Anna. „Ég er að fara að taka upp útvarpsmessu, þannig að það er nóg að gera,” segir Guðlaug Helga. Nýju prestarnir, Steinunn Anna Baldvinsdóttir (t.h.) og Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýju djákarnir og nýju prestarnir með vígslubiskupnum í Skálholti, Kristjáni Björnssyni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira