Eitt mesta átvagl sögunnar hætt að keppa: „Ekki lengur svangur“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. maí 2024 11:01 Takeru Kobayashi er heimsmethafi í kappáti. EPA/ANDY RAIN Einn frægasti keppandi heims í kappáti, Japaninn Takeru Kobayashi, hefur tilkynnt að hann hyggist leggja skóna á hilluna og hætta keppni. Ástæðan eru heilsufarsvandræði hjá þessum sexfalda meistara í einni frægustu pylsuátskeppni í heimi. Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan. Matur Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Hinn 46 ára gamli Kobayashi opnar sig um þetta í nýrri heimildarmynd. Hann segist telja að á tuttugu ára ferli sínum hafi hann borðað um tíu þúsund pylsur. Kobayashi setti heimsmetið í pylsuátskeppninni í New York árið 2002 og sneiddi fimmtíu pulsur og hálfa til viðbótar. „Ég hef hlustað á fólk segjast vera svangt og séð að það er hamingjusamt eftir að það borðar,“ segir Kobayashi í heimildarmyndinni sem gefin er út af Netflix og ber heitið Hack Your Health: The Secrets of Your Gut. „Ég er öfundsjúkur út í þetta fólk því að ég er ekki lengur svangur.“ Í myndinni er fjórum einstaklingum fylgt eftir en allir eru þeir með mismunandi meltingarvandræði. Kobayashi talar hispurslaust um það að hann finni alls ekki fyrir svengd og segir eiginkona hans í myndinni að stundum líði margir dagar áður en hann borði eitthvað. Hann segist hafa velt vöngum yfir því hvernig hann hafi skaðað sjálfan sig með kappátinu. Hann hefur undirgengist víðtækar rannsóknir lækna. Meltingarstarfsemi hans er eðlileg en hinsvegar hafa skannanir á heila hans vakið áhyggjur lækna og orðið til þess að hann er hættur keppni. „Ég er hættur i kappáti. Þetta er það eina sem ég hef gert í tuttugu ár. Ég hef áhyggjur af því hvernig þetta verður en ég er líka spenntur fyrir framtíðinni. Þetta eru blendnar tilfinningar,“ segir Kobayashi. Hann segist þó ekki vera alfarið hættur að borða pylsur og ætlar að þróa hollari pylsur fyrir japanskan markað. Kobayashi borðaði tvær pizzur á tveimur mínútum fyrir rúmum tíu árum síðan.
Matur Heilsa Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira