Hækka leigu á stúdentagörðum um tvö prósent í haust Lovísa Arnardóttir skrifar 24. maí 2024 10:26 Samliggjandi stofa og eldhús í þriggja herbergja íbúð á Skógargörðum. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Félagsstofnun stúdenta, FS, hækkar leigu á stúdentagörðunum um tvö prósent frá og með 1. september næstkomandi. Ástæða hækkunar er aukin rekstrarkostnaður og aukin viðhaldskostnaður sem ekki hefur tekist að rétta úr undanfarin ár. „Mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningu frá Félagsstofnun Stúdenta. Leiga á Stúdentagörðum er mishá eftir íbúðum. Sem dæmi er hægt að fá 16 fermetra einstaklingsherbergi á Gamla Garði við Hringbraut á 121 þúsund krónur á mánuði. Á Hótel Sögu er hægt að fá 20 fermetra stúdíó á 152 þúsund krónur. Við Eggertsgötu er hægt að fá paríbúð á 169 þúsund. Fyrir sama verð er hægt að fá tveggja herbergja fjölskylduíbúð við Eggertsgötu. Þá er einnig hægt að fá fjögurra herbergja fjölskylduíbúð á Eggertsgötu á um 237 þúsund. Með hækkuninni má gera ráð fyrir að slík íbúð hækki um fjögur þúsund krónur í leigu og einstaklingsíbúð á Gamla garði um þrjú þúsund krónur. Myndin er tekin af einstaklingsherbergi á Sögu, því sem áður var Hótel Saga. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Á vef FS kemur fram að alls séu 1.600 leigueiningar í útleigu hjá þeim á ellefu stöðum. Um Félagsstofnun stúdenta: Félagsstofnun stúdenta (FS) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð og Mánagarð). Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur. Leigumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Efnahagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Mikilvægt er að leiðrétta reksturinn og er þetta skref í átt til þess,“ segir í tilkynningu frá Félagsstofnun Stúdenta. Leiga á Stúdentagörðum er mishá eftir íbúðum. Sem dæmi er hægt að fá 16 fermetra einstaklingsherbergi á Gamla Garði við Hringbraut á 121 þúsund krónur á mánuði. Á Hótel Sögu er hægt að fá 20 fermetra stúdíó á 152 þúsund krónur. Við Eggertsgötu er hægt að fá paríbúð á 169 þúsund. Fyrir sama verð er hægt að fá tveggja herbergja fjölskylduíbúð við Eggertsgötu. Þá er einnig hægt að fá fjögurra herbergja fjölskylduíbúð á Eggertsgötu á um 237 þúsund. Með hækkuninni má gera ráð fyrir að slík íbúð hækki um fjögur þúsund krónur í leigu og einstaklingsíbúð á Gamla garði um þrjú þúsund krónur. Myndin er tekin af einstaklingsherbergi á Sögu, því sem áður var Hótel Saga. Mynd/Félagsstofnun stúdenta Á vef FS kemur fram að alls séu 1.600 leigueiningar í útleigu hjá þeim á ellefu stöðum. Um Félagsstofnun stúdenta: Félagsstofnun stúdenta (FS) er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun með sjálfstæða fjárhagsábyrgð. FS var stofnuð árið 1968 og tók formlega til starfa 1. júní sama ár. Aðild að stofnuninni eiga allir skrásettir stúdentar við Háskóla Íslands, Háskólinn og Menntamálaráðuneytið. FS er fyrst og fremst þjónustufyrirtæki fyrir stúdenta við Háskóla Íslands og er aðalmarkmið að bjóða stúdentum við HÍ góða þjónustu á góðum kjörum og auka lífsgæði þeirra. Félagsstofnun stúdenta rekur Stúdentagarða, Stúdentakjallarann, Bóksölu stúdenta, Hámu veitingasölu og Leikskóla stúdenta (Sólgarð og Mánagarð). Gildi FS eru virk samvinna, góð þjónusta, jákvæð upplifun og markviss árangur.
Leigumarkaður Hagsmunir stúdenta Háskólar Efnahagsmál Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira