Sá sem át ekkert nema McDonalds í mánuð er fallinn frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. maí 2024 15:05 Morgan Spurlock við kynningu á myndinni á sínum tíma. Getty/Richard Hartog Morgan Spurlock sem vakti heimsathygli með heimildarmynd sinni Super Size Me árið 2004 er látinn 53 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein. Spurlock borðaði aðeins McDonald's hamborgaramáltíðir í einn mánuð og lýsti viðbrögðum líkamans við því. Bandaríkjamaðurinn fæddist 7. nóvember 1970 í Vestur-Virginíu og beindi sjónum sínum að leikritaskrifum áður en hann skapaði vefseríuna I Bet You Will árið 2002 þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í áskorunum gegn peningagreiðslum. Meðal áskorana í seríunni var til dæmis að borða fulla krukku af majónesi fyrir þrjátíu þúsund krónur. Svo fór að MTV keypti af honum seríuna að því er fram kemur í umfjöllun Sky. Frægðarsól hans skein skærast árið 2004 þegar heimildarmyndin Super Size Me fór á flug. Þar var áskorun hans að borða aðeins McDonald's hamborgara í þrjátíu daga til að vekja athygli á offituvandanum í Bandaríkjunum. Myndin í heild má sjá að neðan. Hann borðaði að meðaltali fimm þúsund kaloríur á dag, valdi alltaf stærstu mögulegu máltíð í boði og hreyfði sig minna en venjulega, í samræmi við meðalhreyfingu meðal Bandaríkjamanns. Niðurstaðan var sú að hann bætti á sig rúmlega ellefu kílóum og sagðist auk þess finna fyrir einkennum þunglyndis og óþægindum í lifur. Myndin sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda. Hún varð einnig til þess að McDonald's hætti að bjóða upp á möguleikann á að kaupa „super size“ máltíðina, þá stærstu í boði. Spurlock var þó ekki laus við gagnrýni vegna myndarinnar. Sett var spurningarmerki við niðurstöðurnar þar sem Spurlock neitaði að deila skrásetningu máltíða sinna. Þá opnaði hann sig um mikla áfengisneyslu sína árið 2017 sem heimildarmyndagerðarfólk sagði að gæti útskýrt andlega vanheilsu hans og vandræði með lifur. Spurlock kom til Íslands árið 2011 til að kynna heimildarmynd sína The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði. Myndina í heild má sjá að neðan. Andlát Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn fæddist 7. nóvember 1970 í Vestur-Virginíu og beindi sjónum sínum að leikritaskrifum áður en hann skapaði vefseríuna I Bet You Will árið 2002 þar sem fólk var hvatt til að taka þátt í áskorunum gegn peningagreiðslum. Meðal áskorana í seríunni var til dæmis að borða fulla krukku af majónesi fyrir þrjátíu þúsund krónur. Svo fór að MTV keypti af honum seríuna að því er fram kemur í umfjöllun Sky. Frægðarsól hans skein skærast árið 2004 þegar heimildarmyndin Super Size Me fór á flug. Þar var áskorun hans að borða aðeins McDonald's hamborgara í þrjátíu daga til að vekja athygli á offituvandanum í Bandaríkjunum. Myndin í heild má sjá að neðan. Hann borðaði að meðaltali fimm þúsund kaloríur á dag, valdi alltaf stærstu mögulegu máltíð í boði og hreyfði sig minna en venjulega, í samræmi við meðalhreyfingu meðal Bandaríkjamanns. Niðurstaðan var sú að hann bætti á sig rúmlega ellefu kílóum og sagðist auk þess finna fyrir einkennum þunglyndis og óþægindum í lifur. Myndin sló í gegn og var tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokki heimildarmynda. Hún varð einnig til þess að McDonald's hætti að bjóða upp á möguleikann á að kaupa „super size“ máltíðina, þá stærstu í boði. Spurlock var þó ekki laus við gagnrýni vegna myndarinnar. Sett var spurningarmerki við niðurstöðurnar þar sem Spurlock neitaði að deila skrásetningu máltíða sinna. Þá opnaði hann sig um mikla áfengisneyslu sína árið 2017 sem heimildarmyndagerðarfólk sagði að gæti útskýrt andlega vanheilsu hans og vandræði með lifur. Spurlock kom til Íslands árið 2011 til að kynna heimildarmynd sína The Greatest Movie Ever Sold sem fjallaði um vöruinnsetningar í bandarískum afþreyingariðnaði. Myndina í heild má sjá að neðan.
Andlát Bandaríkin Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira