Afmælisbarnið klárt í slaginn eftir alls konar bras Valur Páll Eiríksson skrifar 25. maí 2024 08:30 Björgvin Páll átti 39 ára afmæli í gær og vonast til að fagna Evróputitli í dag. Vísir/Hulda Margrét Valur er 60 mínútum frá fyrsta Evróputitli í sögu íslensks handbolta. Afmælisbarn gærdagsins, Björgvin Páll Gústavsson, er eðlilega spenntur fyrir leik Vals við Olympiakos í Aþenu í dag. Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi. EHF-bikarinn Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Valur vann fjögurra marka sigur á Olympiakos í fyrri leiknum á Hlíðarenda síðustu helgi og leiðir því komandi í seinni úrslitaleikinn sem er klukkan 17:00 í dag. Björgvin Páll fagnaði afmæli sínu í gær og dagurinn bærilegur. „Hann er búinn að vera góður en heitur líka. Vorum á æfingu og búnir að sitja svolítið í rútu. Það er alvöru veður hérna. Annars rólegt bara og þetta hefur verið þægilegur dagur,“ segir Björgvin Páll. Allir eru þá klárir í slaginn í kvöld. „Þetta leggst vel í okkur. Við erum með þessa fjögurra marka forystu en getum ekki verið að pæla mikið í því þegar flautað er til leiks. Eins og alla liðna leikina í keppninni einbeitum við okkur að því að vinna. Við erum búnir að vinna 13 leiki hingað til af þeim 13 sem við höfum spilað,“ „Við förum bara í þennan leik til að vinna hann og reyna spá sem minnst í þessum fjórum mörkum. Þau eru fljót að fara í handbolta. Við erum allavega bara vel peppaðir, allir heilir og allir klárir í bátana. Við óttumst ekkert,“ segir Björgvin Páll í samtali við Vísi. Allskyns skipulagsvesen hefur verið á Grikkjunum sem hafa fært leikinn fram og til baka á milli keppnishalla. Valsmenn þurftu af þeim sökum að færa sig um hótel í gær. „Við æfðum í höll númer tvö. Ekki höllinni sem leikurinn verður í. Þeir eru búnir að skipta tvisvar um höll svo við erum búnir að vera á smá flakki um Aþenu. Við vorum að skipta um hótel líka núna vegna þess að við bókuðum okkur á hótel sem var nær hinni höllinni. Þetta er búið að vera mjög áhugavert en mjög skemmtilegt fyrir okkur og fyrir leikinn sjálfan að færa þetta í þessa stóru höll sem tekur tíu til tólf þúsund manns,“ segir Björgvin Páll. Valur og Olympiakos mætast klukkan 17:00 í dag. Leiknum verður lýst beint á Vísi.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða