Fyrirliðar Vals enda ferilinn á toppnum Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. maí 2024 12:31 Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson lyftu Evrópubikarnum á loft eftir ótrúlegan vítakeppnissigur í gærkvöldi. facebook / valur handbolti Fyrirliðar Vals, Alexander Örn Júlíusson og Vignir Stefánsson, tóku við Evrópubikarnum í sameiningu í gær og hafa báðir ákveðið að enda ferilinn á hápunkti. Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti EHF-bikarinn Valur Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira
Valur varð Evrópubikarmeistari í gær, fyrst íslenskra félaga, eftir hádramatískan sigur í vítakeppni gegn Olympiacos. Fyrirliðarnir tveir lyftu bikarnum á loft við gríðarlegan fögnuð enda ótrúlegt afrek sem á sér enga hliðstæðu í íslenskum íþróttum. Vignir ætlaði varla að trúa þessu þegar leiknum laukfacebook / valur handbolti „Þetta er bara eins og Disney-ævintýri eða eitthvað. Endum þetta þannig“ sagði Vignir Stefánsson svo í samtali við RÚV. Hann er alinn upp í Vestmannaeyjum og steig sín fyrstu skref með ÍBV en hefur verið leikmaður Vals síðan 2012. „Ég verð í Valstreyjunni örugglega bara að eilífu, ÍBV búningnum undir en ég verð í Vals alltaf. En ég veit ekki hvort ég fari í annan leik, segjum þetta bara gott.“ Alexander Örn er uppalinn hjá Val og hefur leikið allan sinn feril hjá félaginu. Gangandi goðsögn sem hefur nú ákveðið að leggja skóna á hilluna, allavega í bili. „Ég ætla að segja þetta gott í bili og ég er ákaflega stoltur af því sem ég hef afrekað hingað til með liðinu og bara ferlinum heilt yfir og gæti ekki verið sáttari með að setja punktinn niður eftir þennan leik“ sagði Alexander, einnig í samtali við RÚV. Það lék enginn vafi á því að þetta væri hápunktur á hans ferli og Alexander gengur stoltur frá félaginu. „Já, það er ekki hægt að segja annað. Þetta verður aldrei toppað. Aldrei.“ Gríðarleg gleði ríkti meðal leikmanna og stuðningsmanna eftir leikfacebook / valur handbolti
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Sjá meira