„Við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 28. maí 2024 14:12 Mínusmenn fá ekki nóg af því að spila saman. Íris Dögg Einarsdóttir Mínusmenn blása til útgáfuveislu næstkomandi fimmtudag í plötuversluninni Smekkleysu í tilefni af endurútgáfu platnanna Halldór Laxness og Jesus Christ. Sveitin mun troða upp ásamt amerísku rokksveitinni The Messthetics ásamt tveimur meðlimum goðsagnakenndu sveitarinnar Fugazi. Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“ Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Krummi í Mínus lofar heljarinnar stemningu. Hann lætur þess getið að Mínusmenn hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að hita upp fyrir Fugazi í Útvarpshúsinu árið 1999. „Og nú 25 árum seinna sameinumst við hetjunum okkar á ný, tæknilega séð,“ segir Krummi. Mínusmenn ræddu við fréttamann Stöðvar 2 í aðdraganda herlegheitanna síðustu helgi: Líkt og alþjóð veit blésu Mínusmenn til heljarinnar tónleika tvö kvöld í röð í Gamla bíói síðustu helgi. Í viðtali í Einkalífinu á Vísi í apríl hét Frosti Logason einn hljómsveitarmeðlima því að þetta yrðu síðustu tónleikar sveitarinnar en ljóst er að þeir ætla að koma fram í eitt skipti í viðbót að minnsta kosti. Mínus verður á svæðinu klukkan 17:00 og mun árita plötur fyrir gesti og gangandi. Sveitin mun svo byrja að spila klukkan 18:00. Krummi getur ekki beðið. „Hlakka til að sjá sem flesta því við ætlum bókstaflega að rífa þakið af húsinu!“
Tónlist Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira