„Svo góð tilfinning að endurheimta sjálfa sig“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 1. júní 2024 07:02 Tónlistarkonan Salka Sól ræddi við blaðamann um lífið og listina. Vísir/Vilhelm „Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni,“ segir tónlistarkonan Salka Sól. Salka Sól skaust upp á stjörnuhimininn árið 2014 og fagnar nú áratugi í tónlistinni. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og ýmislegt gengið á í hennar lífi. Í dag er hún sterkari en nokkru sinni fyrr, var að senda frá sér lag og vinnur að nýrri plötu. Blaðamaður ræddi við Sölku Sól um lífið og tilveruna, listina og sköpunargleðina, ófrjósemi, fæðingarþunglyndi, ADHD greiningu og fleira. Það þarf vart að kynna Sölku Sól en hún hefur lengi vel verið með þekktari tónlistarkonum og skemmtikröftum landsins. Ásamt því að syngja sjálf og með hljómsveitinni Amabadama og koma fram víða hefur hún verið mikið í leikhúsinu og á aðdáendahóp á öllum aldri. Salka Sól fagnar tíu ára bransaafmæli í ár og hefur ýmislegt gengið á í hennar lífi frá því hún var að stíga sín fyrstu skref.Vísir/Vilhelm Aldrei með öll eggin í sömu körfu Eins og áður segir stendur Salka Sól á miklum tímamótum og segir hún margt hafa breyst frá því að hún steig sín fyrstu skref í bransanum. „Amabadama gefur út fyrstu plötuna haustið 2014 og það sumar var ég byrjuð að vinna á Rás 2. Þannig að ég á tíu ára bransaafmæli, það er rosalegt. Ég er búin að vera verktaki í tíu ár sem mér finnst mjög vel gert fyrir mig, sérstaklega þar sem að hausinn minn er alltaf út um allt, segir Salka og bætir við að hún hafi verið dugleg að taka að sér ýmis fjölbreytt verkefni. Ég hef aldrei verið með öll eggin mín í sömu körfunni sem að hefur reynst mér vel í þessum bransa. En það er ótrúlega magnað hvað það er mikill munur á bransanum almennt frá því þegar ég byrjaði.“ Hún segir margt spila þar inn í, til að mynda allt öðruvísi samfélagsmiðlahegðun. „Twitter var miklu grimmara á þessum tíma. Það var eins og fólk væri að setja hluti út í tómið eins og enginn myndi lesa þetta. Það voru ekki byrjaðar að koma fréttir inn á fréttamiðla um tíst og fólk var í meiri búbblu með þetta. Ég lenti ekkert illa í því en ég man þegar að ég var þjálfari í The Voice þá var fólk að horfa og setja hluti inn á Twitter sem ég gat ekki skilið hvernig fólk leyfði sér að skrifa. Þetta hefur breyst og kannski færst yfir á Facebook, umræðan er auðvitað oft hræðileg en þarna var þetta svona því grimmara því „fyndnara“.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá tíu ára gamalt tónlistarmyndband frá Amabadama: Oft einu konurnar á stórum hátíðum Sömuleiðis segist Salka upplifa gríðarlega breytingu á kynjahlutföllum í bransanum. „Í upphafi man ég eftir því að við Steinunn í Amabadama vorum oft einu konurnar á bæjarhátíðum um allt land og við vorum bara tvær í hljómsveit með öðrum körlum. Það var mikið hringt í okkur og sagt: Það er svo erfitt að fá konur en okkur vantar að fá konur með. Ég hef ekki fengið þannig símtal mjög lengi blessunarlega og þegar að maður telur upp listafólkið í dag er alveg ótrúlega stór hópur af flottum konum. En það var ekki þannig og maður á erfitt með að átta sig á því. Við vorum alltaf að benda á að heilu hátíðirnar bókuðu kannski enga konu og við fengum svo oft bara: Öllu má nú væla yfir. En eftir að fólk byrjaði að vera meðvitaðra um þetta þá eru konurnar sýnilegri og þá fáum við auðvitað fleiri inn í bransann. Svo var þetta líka ekkert mál þegar að fólk settist aðeins yfir þetta og þurfti bara aðeins að hugsa. Þannig að það er ótrúlega falleg breyting sem ég hef séð á þessu tímabili. Ég er ótrúlega ánægð með það og ég er alveg viss um að Reykjavíkurdætur og Amabadama hafa átt sinn part í því ásamt ótrúlega mörgum.“ Salka Sól segist upplifa gríðarlegan mun á kynjahlutföllum í bransanum í dag.Vísir/Vilhelm Réði ekki við hvernig fólk leyfði sér að tala Ásamt því að spila með Amabadama var Salka Sól einmitt einn af stofnmeðlimum Reykjavíkurdætra á sínum tíma sem hún segir fyrst og fremst hafa einkennst að gleði en hafi þó líka verið erfitt. „Að hafa upplifað storminn í kringum það batterí það tók oft mjög á, þar sem fólk leyfði sér að vera rosalega grimmt í garð hljómsveitarinnar. Ég sagði mig úr þessu, bæði af því að það var mikið að gera, ég fór á þessum tíma að vinna í leikhúsinu og önnur verkefni, en hluti af því var líka að ég réði ekki við hvernig fólk leyfði sér að tala. Mér þykir svo vænt um þetta í dag og ég fæ stundum senda mynd úr einhverri félagsfræðibók úr Reykjavíkurdætrum þar sem við vorum að performa Secret Solstice. Hópur af tíu gellum, allar grimmar í framan við erum að rappa svo hart. Ég er alveg viss um að Reykjavíkurdætur muni enda í fleiri félagsfræðibókum og að þetta hafi opnað á margt. Við sjáum svo oft söguna í baksýnisspeglinum, við áttum okkur ekki alltaf á því þegar hún er að eiga sér stað.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá fyrsta tónlistarmyndbandið sem Reykjavíkurdætur sendu frá sér: LA, Hong Kong og Þjóðleikhúsið Hún segir að fyrst og fremst hafi verið ótrúlega gaman hjá þeim og það hafi einkennt samstarf Reykjavíkurdætra. Í upphafi ferilsins segist Salka sömuleiðis hafa verið stútfull af sköpunargleði og notið sín vel. „Það var svo mikið af verkefnum og ég fór sem dæmi í Þjóðleikhúsið og samdi tónlistina fyrir Í hjarta Hróa Hattar. Það er sýning sem við höfum farið með til LA og Hong Kong og við sýndum næstum 100 sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá var biluð sköpun í mér og mér fannst það ótrúlega gaman. Ég spila á fullt af hljóðfærum og það fékk að njóta sín þarna. Svo man ég að ég fann bara hvernig ég tæmdi einhvern skáldahaus hjá mér.“ Salka Sól ræðir opinskátt um ófrjósemi sem tók mikið á hana og hafði mikil áhrif á sköpunina.Vísir/Vilhelm „Þráhyggja sem ég óska engum að ganga í gegnum“ Í kjölfarið fer Salka að gera meira með Amabadama sem var mikil vinna og hún fann að sköpunargleðin var ekki sú sama. „Ofan í það kemur auðvitað mín ófrjósemi. Það er þráhyggja sem ég óska engum að ganga í gegnum. Mér hefur þótt gott að tala opinskátt um ófrjósemi því ég man eftir því að það var ekkert mikið sem maður gat leitað í þegar að ég var að ganga í gegnum þetta. Það eru nokkur ár þar sem þú ert að finna og komast að því að þú sért ófrjó. Allt í einu fór það að verða aðal fókusinn minn. Mig langaði svo að eignast börn. Ég var alltaf að vinna á fullu en kannski ekki að vinna í því sem mig langaði að gera. Verktakar eiga það svolítið til að vinna eins og það sé að verða gjaldþrota þó að það sé ekki raunin, maður er svolítið alltaf að hugsa um næsta gigg. Þannig að það tímabil í mínu lífi tók alveg gífurlega mikið á. Við endum á að fara í tæknifrjóvgun og við fórum tvisvar.“ Salka og maðurinn hennar Arnar, rappari í dúóinu Úlf Úlf, höfðu ákveðið að þau vildu eignast tvö börn með stuttu millibili. „Þegar að ég verð ólétt af fyrra barninu mínu eftir tæknifrjóvgunarferlið sem tekur gífurlega mikið á þá erum við bara jæja, aftur byrjuð á klukkunni því við vildum hafa stutt á milli. Við vorum búin að heyra söguna milljón sinnum um fólk sem fór í tækni og eignaðist svo bara náttúrulega en það gerðist ekki þannig hjá okkur. Í millitíðinni fór ég að vinna í leikhúsinu og ég gerði sýningu með Selmu og Björk sem heitir Bíddu bara og ég held að við séum búnar að sýna um 100 sýningar. Það var ótrúlega gaman, við sömdum verkið sjálfar og gerum stólpagrín af okkur. Ég tala líka þar um ófrjósemina og það að vera ný móðir og ætla að gera allt ótrúlega flott og vera gellumamma en svo tekst það ekkert alltaf.“ Salka Sól, Selma og Björk stóðu að sýningunni Bíddu bara.Aðsend Fæðingarþunglyndið mikið áfall Salka verður svo ólétt af seinna barni sínu sem er núna tveggja ára „Svo eftir að ég eignast Frosta strákinn minn þá fyrst finn ég einhverja ró eftir allt þetta ófrjósemisferli, eftir tæknifrjóvgunina og eftir fæðingarnar. En ég upplifi líka mikið spennufall eftir fæðinguna og ég fékk í kjölfarið fæðingarþunglyndi, sem ég hélt að ég myndi aldrei fá af því að við vorum einmitt búin að hafa svo ógeðslega mikið fyrir þessu. Og það var bara sjokk. Ég er búin að vera að vinna markvisst að því síðustu tvö ár að díla við það og hef fengið góða aðstoð. Ég fann það svo bara núna í byrjun þessa árs að þessi pakki í lífi mínu er búinn, ég ætla ekki að eignast fleiri börn og ég fann hvernig sköpunin fór aftur að hellast yfir mig. Þetta er búið að vera skemmtilegur tími en samt mjög flókinn og erfiður. Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni. Það er mjög erfið blanda og jafnvel pínu flókið að skoða myndir frá fyrsta árinu hans, því að hann var mjög hamingjusamt og yndislegt barn en ég var í algjörri flækju með sjálfa mig. Ég var dugleg að leita mér aðstoðar og ég finn að það hefur borið árangur og þá kviknaði aftur þessi neisti sem er svo góður. Út frá því fór ég að vinna að minni eigin tónlist, fyrir mig.“ Salka fann fyrir miklum breytingum á sjálfri sér um áramótin. Eygló Gísla/Þórdís Zoega Stundum best að leyfa sér bara að fara undir sæng Hún segir tímabilið hafa verið flókið og þá sé sérstaklega erfið tilfinning að kljást við sjálfa sig og líða eins og hún ætti að vita betur. „Mér finnst ég klár og ég var alltaf að segja við sjálfa mig: Salka þú veist alveg betur, þú þarft ekki að vera svona óánægð með sjálfa þig eftir barnsburð og tvær mjög erfiðar fæðingar. En ég hætti við að fara í afmæli því mér fannst ég asnaleg í þessum kjól. Á sama tíma var ég bara Salka þú ert ekki svona vitlaus og hégómafull. Þá sekkur maður dýpra því maður er að skamma sjálfa sig fyrir að vera með tilfinningar í staðinn fyrir að leyfa þeim að koma. Þá er stundum best að leyfa sér að fara bara undir sæng. Svo var þetta bara rosalega mikið álag á líkamann minn eftir fæðingar, til dæmis sýkingar og veikindi.“ Fæðingin og ferlið tók mikið á hjá Sölku Sól.Vísir/Vilhelm Umbreytandi að opna á umræðuna Salka Sól segist sjá lífið nýjum augum í dag og ber ómælda virðingu fyrir barnsburði og mæðrum. „Alltaf þegar að ég er úti að ganga og horfi á fólk þá bara trúi ég því ekki að allt þetta fólk hafi fæðst,“ segir Salka hlæjandi og bætir við: „Ég trúi því ekki að á bak við hvern einasta einstakling sem labbar um sé kona sem fæddi þessa veru. Mér finnst það ótrúlegt. Mér finnst það stórmerkilegt og ég veit ekki afhverju maður hefur ekki pælt meira í því og talað meira um það. Sömuleiðis finnst mér komið meira af öflugum kvennasamfélögum, hlaðvörp og annað, þar sem konur tala opinskátt um meðgönguferlið og eftirmálin.“ Hún segir að opin umræða geti sannarlega verið umbreytandi. „Eftir að ég var búin að fara í tækni og var orðin ólétt ákvað ég að segja frá þessu ferli. Ég man eftir eldra fólki sem bara hrökk við þegar það heyrði þetta og fannst óþægilegt að það væri verið að ræða þetta bara opinskátt. Þegar að ég var lítil hvíslaði fólk á milli sín ef einhver var glasabarn. En það var svo mikið af fólki sem nálgaðist mig og hafði gengið í gegnum svipað. Það sem er bara svo erfitt er tímabilið þegar að þú ert að komast að ófrjóseminni. Það er það versta sem sálin mín hefur gengið í gegnum. Maður gerði allt rétt og það er ákveðin ástarsorg sem þú upplifir þegar að það kemur blóð í nærbuxurnar og þú byrjar á túr á hárréttum tíma. Það er ástarsorg og ég upplifði ástarsorg einu sinni í mánuði í nokkur ár. Það er alls konar sem þú prófar áður en þú labbar inn á klíníska stofu. Það er oft talað um að ferlið taki þrjú ár, sem það gerði hjá okkur. Stelpan mín er fjögurra og hálfs árs þannig að það eru í raun sjö eða átta ár síðan að ég fékk þetta á heilann.“ Fallegt að geta deilt erfiðri reynslu Síðastliðinn áratugur hefur sannarlega verið viðburðaríkur hjá Sölku og segir hún mikilvægt að staldra við og líta yfir farinn veg. „Oft þegar að það poppa upp minningar þá finnur maður fyrir stolti. Ég er búin að gera svo mikið, ferðast um allan heiminn og fara á örugglega allar bæjarhátíðir landsins. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um að fá að ferðast innanlands og heimsækja staði sem maður hefði kannski ekki gert ef það væri ekki fyrir tónlistina. Svo höfum við Vanda Sigurgeirs verið með eineltisfyrirlestra í grunnskólum um allt land að vekja athygli á einelti.“ Það byggir sömuleiðis á persónulegri reynslu Sölku úr æsku og hefur henni þótt mikilvægt að ræða það opinskátt síðastliðin ár og fundið jákvæðan farveg. „Mér fannst ekki fyrst valdeflandi að tala um berskjaldandi hluti. Ég man að ég fór í fyrsta stóra viðtalið mitt fyrir Nýtt líf. Blaðamaður fór að spyrja um grunnskólagönguna og ég sagði bara: „Það var fínt“ og gat ekki talað um þetta. Svo var það mjög meðvituð ákvörðun nokkrum árum eftir að ég var orðin opinber persóna að ég fór að tala um það. Þá fann ég bara hvað viðbrögðin voru mikil og ég fann svo skýrt hvað það er fallegt að geta deilt svona reynslu. Ég skammaðist mín fyrir það að hafa lent í einelti og ég var alltaf með svör á reiðum höndum afhverju ég hafði lent í einelti, bara ég var svona eða hinsegin. Svo fattaði ég að það var auðvitað ekki mér að kenna og mér hefur þótt vænt um það að ég fór opinberlega með þetta og ég hef fengið ótal mörg skilaboð þegar að ég opnaði á þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Salka Sól Eyfeld (@salkaeyfeld) „Allt of erfitt að vera í miðjum storminum“ Salka Sól segir sömuleiðis mikilvægt að gefa sér tíma til að meðtaka hlutina og ræða þá á sínum forsendum. „Þegar að ég er að komast að ófrjóseminni þá var ekki séns að ég gæti talað um það, nánast ekki við fólkið mitt heldur. Það var bara allt of erfitt að vera í miðjum storminum. En um leið og ég var orðin ólétt þá ákvað ég að tala um það og gerði það í samráði við manninn minn því auðvitað hefur þetta áhrif á fleiri en einn einstakling. Mig var sömuleiðis búið að gruna ófrjósemina löngu áður en ég kynnist manninum mínum. Þannig að þegar að ég segi átta ára ferli þá er ég í raun að meina tólf ár.“ Í dag þykir henni mjög vænt um það að hafa opnað á þessa umræðu hjá sér. „Því þetta hefur verið mikið tabú, að tala um ófrjósemi og hvers konar áhrif það hefur á fólk. Ég held að þráhyggja sé léttvægt orð. Ég sá börn alls staðar, bleiur og barnaauglýsingar og allt tengdist börnum. Allir voru að tilkynna óléttur og það voru babyshowers og þetta heltekur þig. Það er mjög erfitt að vera skapandi í þeirri hringiðu.“ ADHD greiningin skipti sköpum Aðspurð hvort hún muni eftir ákveðnu augnabliki þar sem hún allt í einu fann vonina og sköpunargleðina aftur svarar Salka: „Það var bara nákvæmlega þannig. Ég fékk líka ADHD greiningu sem breytti helling fyrir mig og það tók mig nokkur ár að komast í gegnum það ferli. Ég hefði getað fengið greiningu bara útaf hegðuninni í gegnum það allt,“ segir Salka hlæjandi og bætir við: „Það kom bara einhver ró yfir hausinn á mér og það var eins og ég næði tökum á tilverunni. Ég hef alltaf vitað að ég væri einhvers staðar á rófinu en ég hef lært að lifa með því. Svo allt í einu eru tvö börn á heimilinu og þá varð allt miklu flóknara. Ég fann hvernig ég náði að stíga upp úr þessu þunglyndi. Ég fór að verða sátt við líkamann minn, honum leið betur. Ég var líka ofboðslega verkjuð eftir fæðingarnar og það er sömuleiðis áhætta á þunglyndi, að vera alltaf verkjaður og samtímis með barn á brjósti þannig að þú ert hrædd við verkjalyf.“ Guðmundur Óskar og Salka Sól vinna nú að nýrri plötu og finnur Salka hvernig opnast hefur á sköpunargleðina. Vísir/Vilhelm Fann styrkinn í sjálfsvinnu og sköpun Eins og áður segir verður vendipunktur í lífi Sölku Sólar síðastliðin áramót og hún fer í mikla sjálfsvinnu. „Ég fer að hreyfa mig, ég fer að skapa, ég sest niður við píanóið og fer að skrifa og semja. Ég og Guðmundur Óskar höfum verið ótrúlega dugleg í stúdíóinu að skapa saman. Fyrsta sem kemur út úr því samstarfi er þetta lag, Sólin og ég, og textinn er svolítið um það að þó að maður villist af veginum þá finnst mér ég vera nógu sterk til að geta leyst úr því.“ Hér má heyra lagið. Hér má sjá texta lagsins.Eygló Gísla Náði að fylla á gleðibrunninn Salka Sól segist sömuleiðis hafa upplifað viðhorfsbreytingu. „Og þú ferð að hugsa hvaða viðhorf hefurðu gagnvart áföllunum sem að þú lendir í? Það er kannski einföldun, því þegar að þú ert í þunglyndi þá viltu ekki heyra: vertu bara glöð eða farðu bara út að labba. Núna þegar að ég lít til baka þá horfði ég upp og var að leita eftir skýjunum en núna horfi ég upp og leita eftir sólinni. Þú sérð bara skýin þegar að þú ert á þessum stað. Það var bara móment þar sem að ég sá sólina loksins koma. Það er svo góð tilfinning því að ég er glöð að eðlisfari og dugleg að sjá björtu hliðarnar og hlæja. Það er alltaf svo stutt í hláturinn hjá mér. Ég hef fengið að heyra það í gegnum þessa tíma að Sól er réttnefni, þannig að það er svo skrýtið hvað tunglið var nálægt mér í svona langan tíma. Ég man í Covid var ég oft í Heima með Helga þáttunum ótrúlega hress en svo kom ég heim og var oft bara leið, gleðibrunnurinn var svo lítill. Mér fannst geggjað gaman á meðan því stóð en ég bara tæmdi brunninn og kom heim og var leið. Núna finn ég bara hvernig gleðibrunnurinn er miklu fyllri og það er svo góð tilfinning að endurheimta sjálfa sig. Ég er bara spennt fyrir framhaldinu, ég ætla að halda áfram að gera allt þetta sem ég er að gera og mér finnst það svo skemmtilegt. Ég er ótrúlega stolt af því að hafa verið í nánast tíu ár að skapa mér verkefni.“ Salka Sól vinnur nú að plötu og er að semja tónlist fyrir sjálfa sig.Eygló Gísla/Þórdís Zoega Við taka svo spennandi tímar í lífi Sölku Sólar. „Nú ætla ég að vinna fyrir sjálfa mig og við erum að vinna að plötu. Ég hef verið skemmtikraftur og unnið í leikhúsunum að ýmsum verkefnum en ég finn að ég vil gera þetta fyrir sjálfa mig. Bíddu bara sýningin var auðvitað rosa mikið fyrir mig, við sömdum tíu lög fyrir okkar sýningu og kannski gerum við eitthvað meira með það, það kemur í ljós. En það er bara fulla ferð áfram, segir Salka Sól brosandi að lokum.“ Tónlist Geðheilbrigði Menning Frjósemi Barnalán Ástin og lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá og ýmislegt gengið á í hennar lífi. Í dag er hún sterkari en nokkru sinni fyrr, var að senda frá sér lag og vinnur að nýrri plötu. Blaðamaður ræddi við Sölku Sól um lífið og tilveruna, listina og sköpunargleðina, ófrjósemi, fæðingarþunglyndi, ADHD greiningu og fleira. Það þarf vart að kynna Sölku Sól en hún hefur lengi vel verið með þekktari tónlistarkonum og skemmtikröftum landsins. Ásamt því að syngja sjálf og með hljómsveitinni Amabadama og koma fram víða hefur hún verið mikið í leikhúsinu og á aðdáendahóp á öllum aldri. Salka Sól fagnar tíu ára bransaafmæli í ár og hefur ýmislegt gengið á í hennar lífi frá því hún var að stíga sín fyrstu skref.Vísir/Vilhelm Aldrei með öll eggin í sömu körfu Eins og áður segir stendur Salka Sól á miklum tímamótum og segir hún margt hafa breyst frá því að hún steig sín fyrstu skref í bransanum. „Amabadama gefur út fyrstu plötuna haustið 2014 og það sumar var ég byrjuð að vinna á Rás 2. Þannig að ég á tíu ára bransaafmæli, það er rosalegt. Ég er búin að vera verktaki í tíu ár sem mér finnst mjög vel gert fyrir mig, sérstaklega þar sem að hausinn minn er alltaf út um allt, segir Salka og bætir við að hún hafi verið dugleg að taka að sér ýmis fjölbreytt verkefni. Ég hef aldrei verið með öll eggin mín í sömu körfunni sem að hefur reynst mér vel í þessum bransa. En það er ótrúlega magnað hvað það er mikill munur á bransanum almennt frá því þegar ég byrjaði.“ Hún segir margt spila þar inn í, til að mynda allt öðruvísi samfélagsmiðlahegðun. „Twitter var miklu grimmara á þessum tíma. Það var eins og fólk væri að setja hluti út í tómið eins og enginn myndi lesa þetta. Það voru ekki byrjaðar að koma fréttir inn á fréttamiðla um tíst og fólk var í meiri búbblu með þetta. Ég lenti ekkert illa í því en ég man þegar að ég var þjálfari í The Voice þá var fólk að horfa og setja hluti inn á Twitter sem ég gat ekki skilið hvernig fólk leyfði sér að skrifa. Þetta hefur breyst og kannski færst yfir á Facebook, umræðan er auðvitað oft hræðileg en þarna var þetta svona því grimmara því „fyndnara“.“ Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá tíu ára gamalt tónlistarmyndband frá Amabadama: Oft einu konurnar á stórum hátíðum Sömuleiðis segist Salka upplifa gríðarlega breytingu á kynjahlutföllum í bransanum. „Í upphafi man ég eftir því að við Steinunn í Amabadama vorum oft einu konurnar á bæjarhátíðum um allt land og við vorum bara tvær í hljómsveit með öðrum körlum. Það var mikið hringt í okkur og sagt: Það er svo erfitt að fá konur en okkur vantar að fá konur með. Ég hef ekki fengið þannig símtal mjög lengi blessunarlega og þegar að maður telur upp listafólkið í dag er alveg ótrúlega stór hópur af flottum konum. En það var ekki þannig og maður á erfitt með að átta sig á því. Við vorum alltaf að benda á að heilu hátíðirnar bókuðu kannski enga konu og við fengum svo oft bara: Öllu má nú væla yfir. En eftir að fólk byrjaði að vera meðvitaðra um þetta þá eru konurnar sýnilegri og þá fáum við auðvitað fleiri inn í bransann. Svo var þetta líka ekkert mál þegar að fólk settist aðeins yfir þetta og þurfti bara aðeins að hugsa. Þannig að það er ótrúlega falleg breyting sem ég hef séð á þessu tímabili. Ég er ótrúlega ánægð með það og ég er alveg viss um að Reykjavíkurdætur og Amabadama hafa átt sinn part í því ásamt ótrúlega mörgum.“ Salka Sól segist upplifa gríðarlegan mun á kynjahlutföllum í bransanum í dag.Vísir/Vilhelm Réði ekki við hvernig fólk leyfði sér að tala Ásamt því að spila með Amabadama var Salka Sól einmitt einn af stofnmeðlimum Reykjavíkurdætra á sínum tíma sem hún segir fyrst og fremst hafa einkennst að gleði en hafi þó líka verið erfitt. „Að hafa upplifað storminn í kringum það batterí það tók oft mjög á, þar sem fólk leyfði sér að vera rosalega grimmt í garð hljómsveitarinnar. Ég sagði mig úr þessu, bæði af því að það var mikið að gera, ég fór á þessum tíma að vinna í leikhúsinu og önnur verkefni, en hluti af því var líka að ég réði ekki við hvernig fólk leyfði sér að tala. Mér þykir svo vænt um þetta í dag og ég fæ stundum senda mynd úr einhverri félagsfræðibók úr Reykjavíkurdætrum þar sem við vorum að performa Secret Solstice. Hópur af tíu gellum, allar grimmar í framan við erum að rappa svo hart. Ég er alveg viss um að Reykjavíkurdætur muni enda í fleiri félagsfræðibókum og að þetta hafi opnað á margt. Við sjáum svo oft söguna í baksýnisspeglinum, við áttum okkur ekki alltaf á því þegar hún er að eiga sér stað.“ Í spilaranum hér að neðan má sjá fyrsta tónlistarmyndbandið sem Reykjavíkurdætur sendu frá sér: LA, Hong Kong og Þjóðleikhúsið Hún segir að fyrst og fremst hafi verið ótrúlega gaman hjá þeim og það hafi einkennt samstarf Reykjavíkurdætra. Í upphafi ferilsins segist Salka sömuleiðis hafa verið stútfull af sköpunargleði og notið sín vel. „Það var svo mikið af verkefnum og ég fór sem dæmi í Þjóðleikhúsið og samdi tónlistina fyrir Í hjarta Hróa Hattar. Það er sýning sem við höfum farið með til LA og Hong Kong og við sýndum næstum 100 sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þá var biluð sköpun í mér og mér fannst það ótrúlega gaman. Ég spila á fullt af hljóðfærum og það fékk að njóta sín þarna. Svo man ég að ég fann bara hvernig ég tæmdi einhvern skáldahaus hjá mér.“ Salka Sól ræðir opinskátt um ófrjósemi sem tók mikið á hana og hafði mikil áhrif á sköpunina.Vísir/Vilhelm „Þráhyggja sem ég óska engum að ganga í gegnum“ Í kjölfarið fer Salka að gera meira með Amabadama sem var mikil vinna og hún fann að sköpunargleðin var ekki sú sama. „Ofan í það kemur auðvitað mín ófrjósemi. Það er þráhyggja sem ég óska engum að ganga í gegnum. Mér hefur þótt gott að tala opinskátt um ófrjósemi því ég man eftir því að það var ekkert mikið sem maður gat leitað í þegar að ég var að ganga í gegnum þetta. Það eru nokkur ár þar sem þú ert að finna og komast að því að þú sért ófrjó. Allt í einu fór það að verða aðal fókusinn minn. Mig langaði svo að eignast börn. Ég var alltaf að vinna á fullu en kannski ekki að vinna í því sem mig langaði að gera. Verktakar eiga það svolítið til að vinna eins og það sé að verða gjaldþrota þó að það sé ekki raunin, maður er svolítið alltaf að hugsa um næsta gigg. Þannig að það tímabil í mínu lífi tók alveg gífurlega mikið á. Við endum á að fara í tæknifrjóvgun og við fórum tvisvar.“ Salka og maðurinn hennar Arnar, rappari í dúóinu Úlf Úlf, höfðu ákveðið að þau vildu eignast tvö börn með stuttu millibili. „Þegar að ég verð ólétt af fyrra barninu mínu eftir tæknifrjóvgunarferlið sem tekur gífurlega mikið á þá erum við bara jæja, aftur byrjuð á klukkunni því við vildum hafa stutt á milli. Við vorum búin að heyra söguna milljón sinnum um fólk sem fór í tækni og eignaðist svo bara náttúrulega en það gerðist ekki þannig hjá okkur. Í millitíðinni fór ég að vinna í leikhúsinu og ég gerði sýningu með Selmu og Björk sem heitir Bíddu bara og ég held að við séum búnar að sýna um 100 sýningar. Það var ótrúlega gaman, við sömdum verkið sjálfar og gerum stólpagrín af okkur. Ég tala líka þar um ófrjósemina og það að vera ný móðir og ætla að gera allt ótrúlega flott og vera gellumamma en svo tekst það ekkert alltaf.“ Salka Sól, Selma og Björk stóðu að sýningunni Bíddu bara.Aðsend Fæðingarþunglyndið mikið áfall Salka verður svo ólétt af seinna barni sínu sem er núna tveggja ára „Svo eftir að ég eignast Frosta strákinn minn þá fyrst finn ég einhverja ró eftir allt þetta ófrjósemisferli, eftir tæknifrjóvgunina og eftir fæðingarnar. En ég upplifi líka mikið spennufall eftir fæðinguna og ég fékk í kjölfarið fæðingarþunglyndi, sem ég hélt að ég myndi aldrei fá af því að við vorum einmitt búin að hafa svo ógeðslega mikið fyrir þessu. Og það var bara sjokk. Ég er búin að vera að vinna markvisst að því síðustu tvö ár að díla við það og hef fengið góða aðstoð. Ég fann það svo bara núna í byrjun þessa árs að þessi pakki í lífi mínu er búinn, ég ætla ekki að eignast fleiri börn og ég fann hvernig sköpunin fór aftur að hellast yfir mig. Þetta er búið að vera skemmtilegur tími en samt mjög flókinn og erfiður. Það er svo skrýtin samblanda að vera glöð og hamingjusöm með börnin sín en á sama tíma vera ótrúlega þungur í sálinni. Það er mjög erfið blanda og jafnvel pínu flókið að skoða myndir frá fyrsta árinu hans, því að hann var mjög hamingjusamt og yndislegt barn en ég var í algjörri flækju með sjálfa mig. Ég var dugleg að leita mér aðstoðar og ég finn að það hefur borið árangur og þá kviknaði aftur þessi neisti sem er svo góður. Út frá því fór ég að vinna að minni eigin tónlist, fyrir mig.“ Salka fann fyrir miklum breytingum á sjálfri sér um áramótin. Eygló Gísla/Þórdís Zoega Stundum best að leyfa sér bara að fara undir sæng Hún segir tímabilið hafa verið flókið og þá sé sérstaklega erfið tilfinning að kljást við sjálfa sig og líða eins og hún ætti að vita betur. „Mér finnst ég klár og ég var alltaf að segja við sjálfa mig: Salka þú veist alveg betur, þú þarft ekki að vera svona óánægð með sjálfa þig eftir barnsburð og tvær mjög erfiðar fæðingar. En ég hætti við að fara í afmæli því mér fannst ég asnaleg í þessum kjól. Á sama tíma var ég bara Salka þú ert ekki svona vitlaus og hégómafull. Þá sekkur maður dýpra því maður er að skamma sjálfa sig fyrir að vera með tilfinningar í staðinn fyrir að leyfa þeim að koma. Þá er stundum best að leyfa sér að fara bara undir sæng. Svo var þetta bara rosalega mikið álag á líkamann minn eftir fæðingar, til dæmis sýkingar og veikindi.“ Fæðingin og ferlið tók mikið á hjá Sölku Sól.Vísir/Vilhelm Umbreytandi að opna á umræðuna Salka Sól segist sjá lífið nýjum augum í dag og ber ómælda virðingu fyrir barnsburði og mæðrum. „Alltaf þegar að ég er úti að ganga og horfi á fólk þá bara trúi ég því ekki að allt þetta fólk hafi fæðst,“ segir Salka hlæjandi og bætir við: „Ég trúi því ekki að á bak við hvern einasta einstakling sem labbar um sé kona sem fæddi þessa veru. Mér finnst það ótrúlegt. Mér finnst það stórmerkilegt og ég veit ekki afhverju maður hefur ekki pælt meira í því og talað meira um það. Sömuleiðis finnst mér komið meira af öflugum kvennasamfélögum, hlaðvörp og annað, þar sem konur tala opinskátt um meðgönguferlið og eftirmálin.“ Hún segir að opin umræða geti sannarlega verið umbreytandi. „Eftir að ég var búin að fara í tækni og var orðin ólétt ákvað ég að segja frá þessu ferli. Ég man eftir eldra fólki sem bara hrökk við þegar það heyrði þetta og fannst óþægilegt að það væri verið að ræða þetta bara opinskátt. Þegar að ég var lítil hvíslaði fólk á milli sín ef einhver var glasabarn. En það var svo mikið af fólki sem nálgaðist mig og hafði gengið í gegnum svipað. Það sem er bara svo erfitt er tímabilið þegar að þú ert að komast að ófrjóseminni. Það er það versta sem sálin mín hefur gengið í gegnum. Maður gerði allt rétt og það er ákveðin ástarsorg sem þú upplifir þegar að það kemur blóð í nærbuxurnar og þú byrjar á túr á hárréttum tíma. Það er ástarsorg og ég upplifði ástarsorg einu sinni í mánuði í nokkur ár. Það er alls konar sem þú prófar áður en þú labbar inn á klíníska stofu. Það er oft talað um að ferlið taki þrjú ár, sem það gerði hjá okkur. Stelpan mín er fjögurra og hálfs árs þannig að það eru í raun sjö eða átta ár síðan að ég fékk þetta á heilann.“ Fallegt að geta deilt erfiðri reynslu Síðastliðinn áratugur hefur sannarlega verið viðburðaríkur hjá Sölku og segir hún mikilvægt að staldra við og líta yfir farinn veg. „Oft þegar að það poppa upp minningar þá finnur maður fyrir stolti. Ég er búin að gera svo mikið, ferðast um allan heiminn og fara á örugglega allar bæjarhátíðir landsins. Mér hefur alltaf þótt svo vænt um að fá að ferðast innanlands og heimsækja staði sem maður hefði kannski ekki gert ef það væri ekki fyrir tónlistina. Svo höfum við Vanda Sigurgeirs verið með eineltisfyrirlestra í grunnskólum um allt land að vekja athygli á einelti.“ Það byggir sömuleiðis á persónulegri reynslu Sölku úr æsku og hefur henni þótt mikilvægt að ræða það opinskátt síðastliðin ár og fundið jákvæðan farveg. „Mér fannst ekki fyrst valdeflandi að tala um berskjaldandi hluti. Ég man að ég fór í fyrsta stóra viðtalið mitt fyrir Nýtt líf. Blaðamaður fór að spyrja um grunnskólagönguna og ég sagði bara: „Það var fínt“ og gat ekki talað um þetta. Svo var það mjög meðvituð ákvörðun nokkrum árum eftir að ég var orðin opinber persóna að ég fór að tala um það. Þá fann ég bara hvað viðbrögðin voru mikil og ég fann svo skýrt hvað það er fallegt að geta deilt svona reynslu. Ég skammaðist mín fyrir það að hafa lent í einelti og ég var alltaf með svör á reiðum höndum afhverju ég hafði lent í einelti, bara ég var svona eða hinsegin. Svo fattaði ég að það var auðvitað ekki mér að kenna og mér hefur þótt vænt um það að ég fór opinberlega með þetta og ég hef fengið ótal mörg skilaboð þegar að ég opnaði á þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Salka Sól Eyfeld (@salkaeyfeld) „Allt of erfitt að vera í miðjum storminum“ Salka Sól segir sömuleiðis mikilvægt að gefa sér tíma til að meðtaka hlutina og ræða þá á sínum forsendum. „Þegar að ég er að komast að ófrjóseminni þá var ekki séns að ég gæti talað um það, nánast ekki við fólkið mitt heldur. Það var bara allt of erfitt að vera í miðjum storminum. En um leið og ég var orðin ólétt þá ákvað ég að tala um það og gerði það í samráði við manninn minn því auðvitað hefur þetta áhrif á fleiri en einn einstakling. Mig var sömuleiðis búið að gruna ófrjósemina löngu áður en ég kynnist manninum mínum. Þannig að þegar að ég segi átta ára ferli þá er ég í raun að meina tólf ár.“ Í dag þykir henni mjög vænt um það að hafa opnað á þessa umræðu hjá sér. „Því þetta hefur verið mikið tabú, að tala um ófrjósemi og hvers konar áhrif það hefur á fólk. Ég held að þráhyggja sé léttvægt orð. Ég sá börn alls staðar, bleiur og barnaauglýsingar og allt tengdist börnum. Allir voru að tilkynna óléttur og það voru babyshowers og þetta heltekur þig. Það er mjög erfitt að vera skapandi í þeirri hringiðu.“ ADHD greiningin skipti sköpum Aðspurð hvort hún muni eftir ákveðnu augnabliki þar sem hún allt í einu fann vonina og sköpunargleðina aftur svarar Salka: „Það var bara nákvæmlega þannig. Ég fékk líka ADHD greiningu sem breytti helling fyrir mig og það tók mig nokkur ár að komast í gegnum það ferli. Ég hefði getað fengið greiningu bara útaf hegðuninni í gegnum það allt,“ segir Salka hlæjandi og bætir við: „Það kom bara einhver ró yfir hausinn á mér og það var eins og ég næði tökum á tilverunni. Ég hef alltaf vitað að ég væri einhvers staðar á rófinu en ég hef lært að lifa með því. Svo allt í einu eru tvö börn á heimilinu og þá varð allt miklu flóknara. Ég fann hvernig ég náði að stíga upp úr þessu þunglyndi. Ég fór að verða sátt við líkamann minn, honum leið betur. Ég var líka ofboðslega verkjuð eftir fæðingarnar og það er sömuleiðis áhætta á þunglyndi, að vera alltaf verkjaður og samtímis með barn á brjósti þannig að þú ert hrædd við verkjalyf.“ Guðmundur Óskar og Salka Sól vinna nú að nýrri plötu og finnur Salka hvernig opnast hefur á sköpunargleðina. Vísir/Vilhelm Fann styrkinn í sjálfsvinnu og sköpun Eins og áður segir verður vendipunktur í lífi Sölku Sólar síðastliðin áramót og hún fer í mikla sjálfsvinnu. „Ég fer að hreyfa mig, ég fer að skapa, ég sest niður við píanóið og fer að skrifa og semja. Ég og Guðmundur Óskar höfum verið ótrúlega dugleg í stúdíóinu að skapa saman. Fyrsta sem kemur út úr því samstarfi er þetta lag, Sólin og ég, og textinn er svolítið um það að þó að maður villist af veginum þá finnst mér ég vera nógu sterk til að geta leyst úr því.“ Hér má heyra lagið. Hér má sjá texta lagsins.Eygló Gísla Náði að fylla á gleðibrunninn Salka Sól segist sömuleiðis hafa upplifað viðhorfsbreytingu. „Og þú ferð að hugsa hvaða viðhorf hefurðu gagnvart áföllunum sem að þú lendir í? Það er kannski einföldun, því þegar að þú ert í þunglyndi þá viltu ekki heyra: vertu bara glöð eða farðu bara út að labba. Núna þegar að ég lít til baka þá horfði ég upp og var að leita eftir skýjunum en núna horfi ég upp og leita eftir sólinni. Þú sérð bara skýin þegar að þú ert á þessum stað. Það var bara móment þar sem að ég sá sólina loksins koma. Það er svo góð tilfinning því að ég er glöð að eðlisfari og dugleg að sjá björtu hliðarnar og hlæja. Það er alltaf svo stutt í hláturinn hjá mér. Ég hef fengið að heyra það í gegnum þessa tíma að Sól er réttnefni, þannig að það er svo skrýtið hvað tunglið var nálægt mér í svona langan tíma. Ég man í Covid var ég oft í Heima með Helga þáttunum ótrúlega hress en svo kom ég heim og var oft bara leið, gleðibrunnurinn var svo lítill. Mér fannst geggjað gaman á meðan því stóð en ég bara tæmdi brunninn og kom heim og var leið. Núna finn ég bara hvernig gleðibrunnurinn er miklu fyllri og það er svo góð tilfinning að endurheimta sjálfa sig. Ég er bara spennt fyrir framhaldinu, ég ætla að halda áfram að gera allt þetta sem ég er að gera og mér finnst það svo skemmtilegt. Ég er ótrúlega stolt af því að hafa verið í nánast tíu ár að skapa mér verkefni.“ Salka Sól vinnur nú að plötu og er að semja tónlist fyrir sjálfa sig.Eygló Gísla/Þórdís Zoega Við taka svo spennandi tímar í lífi Sölku Sólar. „Nú ætla ég að vinna fyrir sjálfa mig og við erum að vinna að plötu. Ég hef verið skemmtikraftur og unnið í leikhúsunum að ýmsum verkefnum en ég finn að ég vil gera þetta fyrir sjálfa mig. Bíddu bara sýningin var auðvitað rosa mikið fyrir mig, við sömdum tíu lög fyrir okkar sýningu og kannski gerum við eitthvað meira með það, það kemur í ljós. En það er bara fulla ferð áfram, segir Salka Sól brosandi að lokum.“
Tónlist Geðheilbrigði Menning Frjósemi Barnalán Ástin og lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira