„Það er það mesta sem við höfum séð í þessum gosum hingað til,“ segir Magnús Tumi.
Haldi gosið áfram í lengri tíma séu innviðir í Grindavík í hættu. Þó sé viðbúið að krafturinn detti niður fljótlega. Reikna megi með því að nú þegar sé helmingur kvikunnar sem var í kvikuhólfinu kominn út.
„Það er bara óvissa núna, við verðum að bíða og sjá.“
Berghildur Erla Bernharðsdóttir fréttakona ræddi við Magnús Tuma eftir rannsóknarflug hans með Landhelgisgæslunni.