Eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki líklega í sumar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. maí 2024 12:55 Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur spáir í spilin varðandi framhaldið á Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Prófessor í eldfjallafræði telur líklegt að eldsumbrotum á Reykjanesskaga ljúki í sumar. Sennilegast muni gosið sem nú stendur yfir lognast út af á næstu dögum, en þó sé mögulegt að það malli áfram jafnvel í einhverjar vikur líkt og síðasta gos. Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira
Þorvaldur Þórðarsson eldfjallafræðingur ræddi eldgosið sem hófst í gær í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagðist hann frekar reikna með að gosið fjaraði út á morgun eða hinn. Hann segir gosið sömu uppskriftar og fyrri gos á svæðinu. Það væri einungis öðruvísi að því leiti að það sé talsvert aflmeira, sérstaklega í byrjun. „Það skýrist einfaldlega af því að það hafði safnast upp meiri kvika en gerði fyrir flest fyrri gos og þá byggist upp meiri yfirþrýstingur.“ Aðspurður hvort enn sé hætta á að nýjar sprungur opnist, til dæmis inni í Grindavík, segir Þorvaldur það virkilega ólíklegt. Flæðið sé nokkuð stöðugt en dragi úr því jafnt og þétt. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og Grímur Björnsson jarðeðlisfræðingur greindu frá því um daginn að þeir teldu líklegt að öll virkni undir Sundhnúksgígaröðinni muni stöðvast í lok júlí á þessu ári. „Fyrir jól hefur flæðið verið um 8,9 rúmmetrar á sekúndu en núna er það 3,4 rúmmetrar á sekúndu. Ef það heldur áfram með þessu sniði held ég að spá Haraldar rætist, að þessu ljúki yfir sumartímann,“ segir Þorvaldur. „Hvort það verður um mitt sumar eða í ágúst er möguleiki að þessir atburðir stöðvist í sumar. Það væri ágætt ef það gerðist.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Sjá meira