Segir enga hættu á ferðum og yfirvöld komin í lið með íbúum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. maí 2024 12:34 „Já til Grindavíkur. Okkar ástkæra Grindavík,“ svarar Stefán spurður að því hvort hann sé á leiðinni í bæinn. Einhamar/Vísir Starfsmenn Einhamar Seafood unnu að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík en Stefán Kristjánsson, eigandi og forstjóri fyrirtækisins, segir yfirvöld mun samvinnufúsari núna varðandi aðgang að bænum en í fyrri gosum. „Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
„Nei, nei, það var ekkert þannig,“ svarar hann spurður að því hvort hann hefði verið einn af þeim sem neituðu að yfirgefa bæinn í gær eins og blaðamanni hafði borist til eyrna. „Ég var bara að koma fénu mínu í skjól og hnýta lausa enda. Enda fer ég ekkert frá landinu og rollum sem eiga eftir að bera. Það var ekkert ýtt á mig að fara og það tókst að koma fénu út,“ segir Stefán. Hann er nú á leið aftur til Grindavíkur en eins og fyrr segir er unnið að því að koma óunnum fisk út úr bænum en fullunninn fiskur, tilbúinn til útflutnings, var fluttur í burt í gær. Menn hefðu ekki þorað öðru, miðað við fyrri reynslu. „Sporin hræða en sem betur fer er lögregla og aðgerðastjórn með okkur í liði núna,“ segir Stefán um aðgengi að bænum. „Við erum fullorðið fólk og erum ekki að tefla í einhverja tvísýnu,“ bætir hann við. Unnið var að því í morgun að koma óunnum fiski frá Grindavík.Vísir/Vilhelm Engar tilkynningar hafa borist frá yfirvöldum um aðgengi fyrirtækja eða íbúa að Grindavík en að sögn Stefáns hefur starfsmönnum verið hleypt inn til að bjarga verðmætum. „Við erum búin að ganga í gegnum þó nokkur gos og látum okkur ekkert segjast í þessum efnum. Það eru allir að læra og aðgerðastjórn er líka að læra og þeir opna fyrir okkur þegar þess þarf, þegar við eigum virkilega erindi,“ segir Stefán. „Þetta getur haldið áfram næstu árin og þá er ekki hægt að standa í neinu ef við fáum ekki að gera það sem við þurfum að gera í Grindavík, á meðan engin hætta er á ferðum.“ Stefán vill meina að nú liggi ljóst fyrir að íbúum sé óhætt að snúa aftur til að tæma kæliskápa og huga að því sem þarf. „Ég var þarna til klukkan 17 í gær og það var engin hætta á ferðum. Auðvitað er hætta í byrjun, á meðan við erum að sjá hvar þetta kemur upp, en eftir að þetta kemur upp er alltaf hægt að hlaupa frá þessu.“ Þannig sé ekkert því til fyrirstöðu að búfénaður sem enn er á svæðinu sé sóttur. „Það verður sótt í dag og eflaust verið að vinna í því núna. Þetta eru örfáar skjátur.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira