Sala á Landsvirkjun líkleg þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki áhuga Jón Þór Stefánsson skrifar 30. maí 2024 20:00 Ummæli Höllu Hrundar Logadóttur um mögulega sölu á Landsvirkjun hafa vakið athygli. Vísir/Vilhelm Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi telur líklegt að möguleg sala ríkisins á Landsvirkjun muni koma á borð næsta forseta jafnvel þó núverandi ríkisstjórn kannist ekki við að það standi til. Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þetta kom fram í forsetakappræðum Stöðvar 2 rétt í þessu, en þar var Halla Hrund spurð út í ummæli sem hún lét falla í viðtali hjá Vísi á dögunum. „Það er mikil krafa á sölu á Landsvirkjun sem ég tel að muni koma inn á borð næsta forseta,“ sagði Halla í umræddu viðtali, en síðan hefur komið fram að ríkisstjórnin hafi þetta ekki í hyggju. Aðspurð út í það í kappræðunum sagði Halla að þó þetta mál sé ekki á borði núverandi ríkisstjórnar þá telji hún líklegt að það muni koma á næstu árum. Hún sagði að sér þætti mjög líklegt að einhver þeirra sem væru í kappræðunum yrði á Bessastöðum næstu tíu árin og að hennar mati myndi sala á Landsvirkjun koma á borð forseta á þeim tíma. „Málið er það að þetta mál hefur komið ítrekað upp í umræðunni,“ sagði Halla og minntist á þetta hafi meðal annars verið lagt til í kjölfar efnahagshrunsins. „Þetta er akkúrat dæmi um mál þar sem regluverkið okkar er að setja meiri pressu á sölu á Landsvirkjun. Ég skal segja þér af hverju: Þetta er stórt fyrirtæki á markaði, og vegna samkeppnishæfni er verið að setja pressu á að minnka slík fyrirtæki. Þannig það er alveg ljóst að þó að þessi ríkisstjórn sé ekki að fjalla um málið þá hefur það ítrekað komið upp síðasta áratug, og það er líklegt til að koma upp í samhengi við Evrópulöggjöf næsta áratug,“ sagði Halla Hrund. „Við skulum alveg hafa það á hreinu að við sem erum hér við munum líklega, eitthvert okkar, sitja sem forseti á næstu tíu árum. Það er þess vegna sem að þetta mál er líklegt til að koma upp á þeim tíma.“ Halla Hrund segir að um sé að ræða mál sem skipti „framtíðarkynslóðir öllu máli.“ Kappræðurnar má sjá hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2024 Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira