Skili embættinu þannig að nýr forseti og þjóðin geti vel við unað Atli Ísleifsson skrifar 1. júní 2024 17:37 Þakklæti er Guðna og Elízu efst í huga á þessum tímamótum. Stöð 2 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir það hafa verið ágæta tilfinningu að mæta á kjörstað til að greiða atkvæði í forsetakosningunum, þeim fyrstu í nokkurn tíma þar sem hann er ekki sjálfur á kjörseðlinum. Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan. Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Forsetahjónin Guðni og Eliza Reid kusu í Álftanesskóla á Álftanesi fyrr í dag. Í samtali við fréttastofu segist hann vera þakklátur fyrir að búa í lýðræðisríki þar sem borgararnir geti tekið þátt í að velja fólk í áhrifa- og ábyrgðarstöður. Hann segist fagna því að við höfum þetta fína fólk sem sé í framboði. „Ég er alveg handviss um að hver einasti kjósandi mun finna forsetaefni við hæfi,“ segir Guðni. Er eitthvað sem stendur upp úr á þessum tímamótum? „Það hafa verið einstök forréttindi að gegna þessu embætti. Ég hef kynnst svo mörgum. Ég hef verið með fólki á gleðistundum og líka dögum hinna dýpstu sorgar. Ég hef fengið að kynna Ísland, mannlífið hér og allt sem við getum haft fram að færa úti í hinum stóra heimi. Ég hef fengið að taka á móti tignum gestum hérna heima og sagt þeim frá landi og þjóð. Þannig að það er margt sem kemur upp í hugann, vissulega, á svona stundu, en fyrst og fremst þakklæti. Og ef ég má segja það sjálfur, mér finnst ég skila þessu embætti þannig að næsti forseti geti vel við unað og vonandi líka þjóðin öll,“ segir Guðni. Ertu með einhver ráð til nýs forseta þegar liggur fyrir hver tekur við á Bessastöðum? „Fylgja eigin sannfæringu. Virða venjur, hefðir og stjórnskipun. Njóta, hlusta á ráð vina, embættismanna og annarra en muna alltaf að þegar allt kemur til alls eru ákvarðanirnar þínar einar og forsetinn einn verður að svara fyrir allar gjörðir. Það er ekki hægt að varpa ábyrgð yfir á einhvern annan.“ Elíza, þú ert líka búin að gegna stóru hlutveri síðast liðin ár. Hvernig hefur þetta verið fyrir þig? „Þetta er búið að vera ógleymanlegt ævintýri, að sjálfsögðu. Mikill heiður, mikil forréttindi. Ég er mjög stolt af manninum mínum að sjálfsögðu. Þetta er svolítið skrýtnar tilfinningar núna þar sem þetta er að enda. Maður vissi auðvitað alltaf að þetta myndi vera þannig en allt í einu er þetta að breytast. Ég tek alveg undir það sem Guðni sagði. Maður er fullur þakklætis fyrir hversu vel fólk hefur tekið á móti okkur,“ segir Elíza. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Forsetakosningar 2024 Guðni Th. Jóhannesson Forseti Íslands Tengdar fréttir Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fleiri fréttir „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Sjá meira
Forsetavaktin: Sjöundi forseti lýðveldisins verður kjörinn Kjördagur er runninn upp og innan við sólarhringur þar til kemur í ljós hver verður sjöundi forseti lýðveldisins. Fylgst verður með gangi mála í forsetavaktinni í allan dag. 1. júní 2024 07:06