Í fyrrinótt opnaðist sprunga við varnargarð sem Veðurstofa fylgist með. Það hefur ekki verið nein breyting á henni og ekkert komið upp úr henni að sögn Bryndísar.
Slæm veðurspá erum land allt og gul viðvörun. Í dag snýst svo í vestanátt. Þá á gasmengunin að berast til austurs og gæti orðið vart við hana um tíma í Hveragerði, á Selfossi og í Ölfusi.
Talsverð óvissa er með magn gastegunda frá gosstöðvunum. Hægt er að fylgjast með rauntímamælingum ýmissa gastegunda á vefnum loftgaedi.is.