Handbolti

Oddur og Teitur í liði um­ferðarinnar eftir kveðjuleiki sína

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Oddur Gretarsson er á heimleið eftir ellefu ár í atvinnumennsku.
Oddur Gretarsson er á heimleið eftir ellefu ár í atvinnumennsku. getty/Tom Weller

Tveir Íslendingar eru í úrvalsliði lokaumferðar þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Þetta eru þeir Oddur Gretarsson og Teitur Örn Einarsson.

Oddur lék sinn síðasta leik fyrir Balingen þegar liðið vann Hamburg, 37-30, á heimavelli. Hann er á heimleið en hann hefur samið við Þór.

Oddur kvaddi Balingen með sannkölluðum stórleik en hann skoraði tíu mörk úr tíu skotum í leiknum í gær. Fimm marka hans komu úr vítum.

Balingen var löngu fallið en kvaddi deildina með góðum sigri í gær.

Teitur skoraði níu mörk úr níu skotum þegar Flensburg sigraði Bergischer á útivelli, 30-40.

Þetta var síðasti leikur Teits fyrir Flensburg en hann gengur í raðir Gummersbach eftir tímabilið.

Flensburg endaði í 3. sæti deildarinnar með fimmtíu stig, tólf stigum á eftir meisturum Magdeburg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×