Treystir sér ekki að skoða myndir sem teknar voru rétt eftir samstuðið Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júní 2024 08:00 Eiður Gauti virðist ekki hafa fengið heilahristing. vísir/bjarni Framherji HK missti tvær tennur og sauma þurfti þrjátíu spor þegar hann lenti í samstuði við samherja sinn í Bestu deildinni um helgina. Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Besta deild karla HK Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira
Eiður Gauti Sæbjörnsson og Magnús Arnar Pétursson lentu í samstuði í leik HK og Breiðabliks eftir aðeins níu sekúndna leik um helgina. Eiður slasaðist illa og segist hann ekki muna mikið eftir atvikinu. „Ég man í rauninni eftir öllu fram að högginu og man alveg eftir því að ég sé boltann, ætla flikka honum fyrir aftan mig en svo er í rauninni allt svart eftir það. Ég man bara pínulítið eftir því hvað gerist í bílnum á leiðinni upp á slysó og man að ég var bara að bulla eitthvað á leiðinni og ég vissi ekki einu sinni hvaða dagur var, eða á móti hverjum ég var að keppa. Ég vissi ekki einu sinni að ég væri í HK,“ segir Eiður. Eiður spurði kærustuna sína hvernig staðan á andlitinu væri rétt eftir slysið. Hún vissi ekki alveg hvernig ætti að svara þeirri spurningu, því útlitið var ekki gott. Heppinn að eiga kærustu „Það eru til myndir af mér þegar ég er þarna í stólnum og það er verið að gera við kjaftinn á mér. Ég hef ekki enn þá viljað sjá þær og mig langar ekkert sérstaklega að sjá þetta. Ég er kannski bara heppinn að eiga kærustu og þarf því kannski ekki að hafa of miklar áhyggjur af þessu.“ Tennurnar tvær fóru í gegnum efri vör Eiðs og brotnuðu í kjölfarið. „Ég ætla byrja á því að segja að ég er ógeðslega heppinn í þessari óheppni. Pabbi er tannlæknir og mamma hjúkrunarfræðingur. Þau komu bara strax niður og kíktu á þetta, tóku upp símann og hringdu í besta munn- og kjálkaskurðlækni landsins, Sævar Pétursson, og komu mér beint í hendur hans. Það fyrsta sem hann gerir er að sauma vörina að innan og utan bara til að fá vinnufrið til að troða tönnunum aftur upp í kjaftinn á mér og setja síðan teina á mig. Ég er bara ótrúlega þakklátur, þó það sé enginn heppni að lenda í þessu þá er ég allavega með þetta fólk í kringum mig sem gat tjaslað mér saman.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Eið frá því í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi.
Besta deild karla HK Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Sjá meira