Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þar kemur einnig fram að umferðartafir verði á veginum um Hvalfjörð við Laxárnes milli kl. 17:00-22:00 dagana 3.-10. júní vegna kvikmyndatöku.
Mbl greindi frá því um sexleytið að rúta hefði bilað í göngunum og þeim lokað af þeim sökum. Þá var haft eftir upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar að dráttarbíll væri á leið á svæðið, en það aðgerðin gæti reynst snúin þar sem rútan væri á erfiðum stað. Hann taldi að göngin yrðu opnuð að hálftíma liðnum.