Augljóslega þurfi að aðstoða bændur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 12:01 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir tók við sem matvælaráðherra í apríl í ráðherrakapal vegna brotthvarfs Katrínar Jakobsdóttur úr stóli forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir augljóst að stjórnvöld þurfi að grípa inn í aðstæður bænda sem nú berjast margir í bökkum vegna kuldatíðar. Veita þurfi þeim stuðning með einhverjum hætti í gegnum bjargráðasjóð. Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“ Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Óvenjuleg kuldatíð hefur verið á Norðurlandi þar sem ýmist gular eða appelsínugular viðvaranir hafa verið í gildi og snjóþungi víða. Bændur þreyttir Veðurfarið hefur víðtæk áhrif á bændur að sögn formanns bændasamtakanna sem segir ræktarlönd í ákveðinni hættu auk þess sem búpeningur hefur það skítt í óveðrinu. „Það eru allir að gera allt sem þeir geta til að lágmarka tjón og skaða sem verður af þessu en þetta er bara svo fordæmalaust veður sem er að ganga yfir að aðstæður eru orðnar mjög erfiðar og krefjandi, langvinnar og bændur eru einfaldlega orðnir mjög þreyttir,“ segir Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtakanna. Trausti Hjálmarsson hefur áhyggjur af bændum, ræktarlandi og gripum í kuldanum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hann segir ómögulegt að segja til um umfang tjónsins og áhrif ótíðarinnar sem verði ekki ljós fyrr en síðar í sumar. Matvælaráðherra tók aðstæður bænda fyrir á ríkisstjórnarfundi í morgun. „Bæði vegna kaltjónsins sem orðið er og verið er að reyna að ná utan um þar sem augljóslega þarf að grípa inn í í gegnum bjargráðasjóð, það held ég að liggi alveg fyrir,“ segir Bjarkey Olsen. Matvælaráðuneytið, Bændasamtökin, Almannavarnir og Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins settu í gær á fót starfshóp sem ætlað er að meta tjón bænda og taka utan um aðstæður þeirra. „Þannig að við reynum að grípa utan um fólkið sem á mjög erfiðan tíma núna ekki síst vegna vetrarhörkunnar. Nýkomið úr sauðburði og annað slíkt þannig fólk er dálítið uppgefið og mér finnst tilhlýðilegt að við reynum að grípa utan um þau. Vinnuhópurinn er að funda akkúrat núna á meðan við erum að tala saman.“ Trausti hvetur bændur til að leita sér aðstoðar þurfi þeir á henni að halda eða viti um einhvern í vanda. „Það er 112 og viðbragð fer í gang hjá Almannavörnum.“
Landbúnaður Matvælaframleiðsla Veður Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25 Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Fleiri fréttir Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Gripinn á 130 á 80-götu Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Sjá meira
Vonda veðrið kemur á versta tíma fyrir hryssur Matvælastofnun segir að hrossabændur verði að fylgjast vel með hestunum sínum í vetrarverðinu sem skollið er á í sumarmánuðinum júní. Veðrið komi á versta tíma þar sem hryssur séu að fara að fæða. 5. júní 2024 14:25
Hvetur bændur til að forða fé frá aftakaveðri Karólína Elísabetardóttir, bóndi í Hvammshlíð í Skagabyggð, hvetur bændur í Skagabyggð til að sækja fé til fjalla, áður en væntanlegt aftakaveður brestur á. 3. júní 2024 22:33