Gróðureldar villa um fyrir Veðurstofunni Tómas Arnar Þorláksson skrifar 10. júní 2024 09:48 Hraun úr eldgosinu sem hófst 29. maí hefur runnið að varnargörðunum sem umlykja Grindavík og yfir vegi. Vísir/Vilhelm „Það sést ekki mikið. Það er erfitt að sjá á þessum vefmyndavélum hvar hrauntungan er. Maður sér reyk hér og þar en síðan er auðvitað mikið um gróðureld sem felur hvað er að gerast.“ Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira
Þetta segir Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Erfitt hefur reynst fyrir Veðurstofuna að greina á milli hvar rjúki úr hrauni og hvar komi upp reykur vegna gróðurelda á svæðinu. „Það hefur ekki verið flogið þarna yfir eða gert þrívíddarlíkan þarna lengi svo það er erfitt að segja til um hvernig gosið er að hegða sér núna,“ segir Bjarki sem tekur þó fram að þetta geri Veðurstofunni ekki erfitt fyrir enda vinni þau í nánu samstarfi við lögreglu og viðbragðsaðila á svæðinu. „Við höfum bara þessar vefmyndavélar til að styðja okkur við en við sjáum ekkert stórt í gangi þar,“ bætir hann við. Óbreytt frá því í gær Spurður hvort að það sé eitthvað búið að breytast við gosstöðvarnar síðan í gær segir Bjarki að það sé ekki mikið að frétta og að gosið gangi sinn vanagang. Hann tekur fram að hrauntungan sem rann yfir Grindavíkurveg á laugardaginn hafi lítið hreyfst síðan í gær. „Það mallar enn áfram í gígnum og rennur úr honum í átt að Sýlingarfelli. Með tímanum mun þetta hreyfast eitthvað og það virðist bara vera góður gangur í gígnum og hann hefur verið stöðugur síðasta sólarhringinn.“ Engin ný tjörn við Sýlingarfell Spurður hvort að hraun sé búið að safnast saman í tjörn eða poll einhvers staðar á svæðinu síðan í gær svarar Bjarki því neitandi. „Þetta er ekki mikið að safnast upp í pollum eða einhverju álíka við Sýlingarfell því núna rennur þetta bara í svona hrauntaumum. Áður en þetta fór yfir Grindavíkurveg var þetta búið að safnast upp rétt austan við Sýlingarfell og síðan náði það einhverjum þolmörkum og þá rann þetta frekar hratt niður og yfir veginn. Nú rennur þetta bara í sömu átt en er ekki að safnast upp því þetta nær að renna áfram óhindrað,“ segir hann. Bjarki bætir við að erfitt sé að meta hve mikil virkni sé í gígnum þar sem lítið er um næturmyrkur þessa daganna. Hann tekur þó fram að virknin sé óbreytt í nótt og ómögulegt að segja til um hvenær gosinu ljúki.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Gróðureldar á Íslandi Gróðureldar Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Innlent Fleiri fréttir Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Sjá meira