„Það er hefð fyrir því á Íslandi að halda nafni barnsins leyndu þar til það er skírt. Það er leið til að prófa hvort nafnið passi við barnið. Ég er svo spennt að geta loksins notað nafnið hans en ekki „litli“ með öllum
Dagurinn var fullkominn þar sem vorum umkringd vinum og fjölskyldu. Ég fer að sofa með hjartað fullt af ást og þakklæti.
Atlas Týr kom í heiminn í byrjun maí. Fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem fæddist árið 2020.
Annie Mist hefur í tvígang staðið uppi sem heimsmeistari í CrossFit og var sú fyrsta til að hljóta titilinn hraustasta kona í heimi. Þá er hún eigandi líkamsræktarstöðvarinnar CrossFit Reykjavík þar sem hún æfir og þjálfar.