Áhyggjurnar enn til staðar og engin trygging Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. júní 2024 12:05 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Vísir/vilhelm Vestmannaeyjabær gerir alvarlegar athugasemdir við áform þýsks fyrirtækis um efnisvinnslu úti fyrir Landeyjahöfn. Bæjarstjóri segir alla innviði bæjarfélagsins undir; neysluvatn, rafmagn og samgöngur. Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði. Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fyrirhuguð efnisvinnsla fyrirtækisins Heidelberg í Ölfusi hefur reynst afar umdeild - og hefur meðal annars valdið deilum innan bæjarstjórnarinnar í Ölfusi. Vestmannaeyjabær skilaði nýverið umsögn um áformin og gerir þar alvarlegar athugasemdir við þau, eins og Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum útlistar nú. „Vegna þess að allir okkar innviðir eru undir, vatn rafmagn ljósleiðari, þetta eru hrygningarsvæði mjög verðmætra stofna, svo sem loðnu og þorsks, og svo er þetta auðvitað okkar samgönguæð, Landeyjahöfn er lífæð Vestmannaeyja.“ Íris segir svæðið sem fyrirtækið vilji vinna jarðveg úr á hafsbotni gríðarstórt. Ekkert í gögnum fyrirtækisins tryggi það að áformin ógni ekki innviðum og hrygningarsvæðum. Innt eftir því hvaða áhrif bæjaryfirvöld óttist nákvæmlega bendir Íris á að við vinnslu sem þessa séu gerðar breytingar á hafsbotninum. Hún hræðist til dæmis mögulegar skemmdir á rafstrengjum sem þar liggja og vísar til þess að ekki sé lengra síðan en í janúar í fyrra að einn slíkur skemmdist. „Hann er úti í næstum sjö mánuði og að hluta til var keyrt hér á olíu, þannig að það er náttúrulega gríðarmikið undir og gríðarlega kostnaðarsamt. Svo er líka ekki vitað hvaða áhrif þetta hefur á ströndina, hvaða áhrif þetta hefur á höfnina, siglingaleiðina, því þetta er svo ofboðslega mikið magn sem er verið að taka.“ Vestmannaeyjabær hefur áður veitt umsögn í málinu, sem var svarað, og umsögnin nú er svar við því svari. „Þeir voru með greinargóð svör að mörgu leyti en þeir róuðu okkur ekki, áhyggjurnar eru enn til staðar, og þeir segja það sjálfir að þeir geti ekki tryggt að þetta hafi engar afleiðingar og undir þetta taka Landsnet, HS veitur, Hafró, risastórir aðilar sem hafa líka áhyggjur af innviðunum og því sem er þarna undir.“ Íris segir að talsvert betri ramma þurfi utan um verkefnið, fái það fram að ganga. Bæjaryfirvöld í Vestmannaeyjum hafa jafnframt óskað eftir fundi með Skipulagsstofnun til að fara betur yfir mögulegar afleiðingar fyrir innviði.
Deilur um iðnað í Ölfusi Ölfus Vestmannaeyjar Stjórnsýsla Landeyjahöfn Tengdar fréttir Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16 „Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59 Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Margt óljóst í áætlunum Heidelberg Materials í Ölfusi - Opið bréf til Þorsteins Víglundssonar, talsmanns Heidelberg Materials á Íslandi, og Eiríks Ingvarssonar, framkvæmdastjóra Eden Mining. 6. júní 2024 14:16
„Ömurleg staða að vera settur í“ Degi áður en til stóð að halda íbúakosningu í Ölfusi heldur bæjarstjórnin neyðarfund og ákveður að fresta kosningunni. Hvað gerðist? Elliði Vignisson bæjarstjóri er ekki alveg viss. 21. maí 2024 15:59
Nauðsynlegt að fresta atkvæðagreiðslu um umdeilda verksmiðju Íbúakosningu um hvort reisa eigi umdeilda mölunarverksmiðju í Ölfusi var frestað á síðustu stundu í gær, sem bæjarstjóri segir hafa verið nauðsynlegt. Minnihlutinn segir ákvörðunina hins vegar óskiljanlega og hyggst leita álits á því hvort hún sé yfir höfuð lögleg. 18. maí 2024 14:00