Landris hafið að nýju og má gera ráð fyrir öðru gosi Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. júní 2024 10:41 Landris er hafið undir Svartsengi enn eina ferðina. Vísir/Rax Landris er hafið á nýjan leik undir Svartsengi en það þýðir að það muni líklegast gjósa aftur á Reykjanesi. Áttunda eldgosið sem stendur yfir um þessar mundir mun því líklegast ekki verða það síðasta á svæðinu. Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þetta staðfestir Benedikt Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Hann segir það skýrt að landris sé hafið undir Svartsengi en tekur fram að enn sé óljóst hver hraðinn á landrisinu sé en að það muni koma í ljós á næstu dögum. Hann segir að það megi gera ráð fyrir öðru gosi á svæðinu í bráð. Atburðarásin heldur áfram „Það er það stutt síðan landrisið hófst að við sjáum ekki hraðan á þessu en það mun taka einhverja daga að átta sig á því,“ segir Benedikt. Hann bætir við að þetta hafi þá þýðingu að sú atburðarás sem hefur átt sér stað síðustu misseri á Reykjanesinu með endurteknum eldsumbrotum muni halda áfram. „Landrisið er í Svartsengi og það segir okkur að það sé kvikuflæði inn í Svartsengi og það er greinilega að halda áfram. Það er þá ekki öll kvikan að koma upp í eldgosinu heldur er hluti hennar að safnast fyrir. Þetta er bara eins og í síðasta gosi.“ Engin merki um að eldsumbrotunum ljúki Eins og áður hefur verið greint frá hafa Þorvaldur Þórðarson og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingar spáð mögulegum goslokum í Sundhnúkagígaröð fyrir haustið. Spurður hvaða þýðingu nýtt landris hafi fyrir þessa spá eldfjallafræðinganna segir Benedikt að það grafi vissulega undan þessari spá. „Ég myndi segja að það sé bjartsýnisspá. Auðvitað getur þetta stoppað, þetta stoppar einhvern tímann en það eru engin merki um það enn. Ég myndi ekki þora að spá því að þessu sé lokið í ágúst.“ Gæti tekið tíma að fylla geyminn Spurður hvort að það gæti hafist nýtt eldgos á svæðinu á meðan að enn mallar í gígnum við Sundhnúkagíga segir hann það ekki útilokað. „Það er ekki útilokað en samt frekar ólíklegt að við fáum gos á meðan annað gos er í gangi í sama kerfinu.“ Hann segir að eftir því sem að flæði meiri kvika inn í kvikugeyminn undir Svartsengi því líklegra verður að nýtt eldgos hefjist. Hann setur þó þann varnagla á að það gæti liðið töluverður tími áður en það gýs aftur. „Þetta er alveg tómt núna og núna hefst að fyllast í tóman geymi og það tók tvo mánuði núna síðast en það virðist alltaf þurfa meira og meira svo það gæti tekið lengri tíma en síðast,“ segir hann en ítrekar að hann sé ekki enn með nánar mælingar á hraða landrisins.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Þorvaldur tekur undir goslokaspá Haraldar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að ef fram heldur sem horfir virðist spámennska Haraldar Sigurðssonar eldfjallafræðings og félaga vera á réttu róli. Þeir spá goslokum í Sundhnúkagígaröðinni í júlí og þá gæti verið komið 800 ára hlé á umbrotum að sögn Þorvaldar. 31. maí 2024 13:43
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent