Skoða að hefja gjaldtöku við Gróttu Tómas Arnar Þorláksson skrifar 12. júní 2024 06:45 Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, segist íhuga gjaldtöku við Gróttu. Vilhelm/Getty Bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar íhugar nú að hefja gjaldtöku á bílastæðinu við Gróttuvita á Seltjarnarnesi en ágangur ferðamanna á svæðinu hefur verið íbúum til mikillar mæðu undanfarin ár. Þetta staðfestir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, í samtali við Vísi en hann segir málið nú vera á borði sínu. Hann segir kvartanir íbúa undan fjölda ferðamanna á svæðinu ekki vera nýtt af nálinni en töluverður fjöldi sækir Gróttu heim á hverjum degi. Erlendir ferðamenn koma þangað gjarnan með stærðarinnar rútum eða bílaleigubílum. Dæmi um að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu Hann ítrekar að mikilvægast sé að standa vörð um þá einstöku náttúru sem er á svæðinu og biðlar til fólks að ganga vel um svæðið og bera virðingu fyrir náttúrunni. Þór segir það allt of algengt að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu. „Ég hef að sjálfsögðu orðið var við þetta. Þetta hefur verið svona undanfarin ár. Við erum að skoða alls konar möguleika í þessu sambandi. Eitt af því er möguleg gjaldtaka á svæðið þannig að þú getir verið með bifreið á svæðinu í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð fram yfir það,“ segir Þórður. Tekjurnar yrðu eyrnamerktar Hann segir að þetta gæti aflað tekna til sveitarfélagsins og bætir við að þær tekjur yrðu líklegast nýttar í að byggja upp svæðið. „Það væri gott að eyrnamerkja þetta þannig. Það hafa verið menn að gista þarna í tjaldbílum og öðru en þetta er auðvitað ekki ætlað til þess svo við viljum sporna við því,“ segir hann en ítrekar að þessi áform séu öll á hugmyndastigi en muni síðan rata fyrir bæjarráð. Hann segir að það sé hægt að líkja fyrirhugaðri gjaldtöku á svæðinu við þá sem er á Keflavíkurflugvelli þar sem þú getur komið inn á bílastæðið í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð yfir þann tíma. Býr sjálfur við Gróttu Þór býr sjálfur í grennd við Gróttu og segist fylgjast grannt með stöðu mála á svæðinu. Spurður hvort hann hafi sjálfur orðið var við ágang ferðamanna á svæðinu svarar hann því játandi. „Þetta er ekki bara svona á sumrin. Það eru líka norðurljósaferðir á veturna líka og stórar rútur að stoppa og hleypa út ferðamönnum. Þetta er náttúrulega frábært svæði og tíundi vinsælasti áningarstaður ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.“ Vernda svæðið með kjafti og klóm Hann segir það efst í huga hjá bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að standa vörð um svæðið. „Við viljum vernda svæðið. Þetta er friðað svæði og okkur ber skylda að verja þetta með kjafti og klóm.“ Þór tekur fram að það sé augljóst að það þurfi að bæta við sorptunnum og öðru til að tryggja að fólk gangi betur um svæðið. Spurður hvort að það standi til að setja upp skilti og eitthvað álíka til að sporna gegn því að fólk gangi óvarlega um svæðið segir hann: „Við myndum gera það í framhaldinu ef við förum í þessi innheimtumál. Það yrði þó gert með hóflegum hætti því þetta er viðkvæmt svæði. Við viljum ekki hafa einhvern skiltaskóg þarna, aðal málið er bara að áróðurinn nái í gegn.“ Seltjarnarnes Tengdar fréttir Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. 21. apríl 2024 20:28 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Þetta staðfestir Þór Sigurgeirsson, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar, í samtali við Vísi en hann segir málið nú vera á borði sínu. Hann segir kvartanir íbúa undan fjölda ferðamanna á svæðinu ekki vera nýtt af nálinni en töluverður fjöldi sækir Gróttu heim á hverjum degi. Erlendir ferðamenn koma þangað gjarnan með stærðarinnar rútum eða bílaleigubílum. Dæmi um að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu Hann ítrekar að mikilvægast sé að standa vörð um þá einstöku náttúru sem er á svæðinu og biðlar til fólks að ganga vel um svæðið og bera virðingu fyrir náttúrunni. Þór segir það allt of algengt að fólk skilji eftir matarumbúðir á svæðinu. „Ég hef að sjálfsögðu orðið var við þetta. Þetta hefur verið svona undanfarin ár. Við erum að skoða alls konar möguleika í þessu sambandi. Eitt af því er möguleg gjaldtaka á svæðið þannig að þú getir verið með bifreið á svæðinu í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð fram yfir það,“ segir Þórður. Tekjurnar yrðu eyrnamerktar Hann segir að þetta gæti aflað tekna til sveitarfélagsins og bætir við að þær tekjur yrðu líklegast nýttar í að byggja upp svæðið. „Það væri gott að eyrnamerkja þetta þannig. Það hafa verið menn að gista þarna í tjaldbílum og öðru en þetta er auðvitað ekki ætlað til þess svo við viljum sporna við því,“ segir hann en ítrekar að þessi áform séu öll á hugmyndastigi en muni síðan rata fyrir bæjarráð. Hann segir að það sé hægt að líkja fyrirhugaðri gjaldtöku á svæðinu við þá sem er á Keflavíkurflugvelli þar sem þú getur komið inn á bílastæðið í ákveðinn tíma en ert síðan rukkaður ef þú ferð yfir þann tíma. Býr sjálfur við Gróttu Þór býr sjálfur í grennd við Gróttu og segist fylgjast grannt með stöðu mála á svæðinu. Spurður hvort hann hafi sjálfur orðið var við ágang ferðamanna á svæðinu svarar hann því játandi. „Þetta er ekki bara svona á sumrin. Það eru líka norðurljósaferðir á veturna líka og stórar rútur að stoppa og hleypa út ferðamönnum. Þetta er náttúrulega frábært svæði og tíundi vinsælasti áningarstaður ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu.“ Vernda svæðið með kjafti og klóm Hann segir það efst í huga hjá bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar að standa vörð um svæðið. „Við viljum vernda svæðið. Þetta er friðað svæði og okkur ber skylda að verja þetta með kjafti og klóm.“ Þór tekur fram að það sé augljóst að það þurfi að bæta við sorptunnum og öðru til að tryggja að fólk gangi betur um svæðið. Spurður hvort að það standi til að setja upp skilti og eitthvað álíka til að sporna gegn því að fólk gangi óvarlega um svæðið segir hann: „Við myndum gera það í framhaldinu ef við förum í þessi innheimtumál. Það yrði þó gert með hóflegum hætti því þetta er viðkvæmt svæði. Við viljum ekki hafa einhvern skiltaskóg þarna, aðal málið er bara að áróðurinn nái í gegn.“
Seltjarnarnes Tengdar fréttir Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. 21. apríl 2024 20:28 Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Björguðu strönduðum ferðamönnum í Gróttu Rétt fyrir hálf sjö í kvöld óskuðu tveir ferðamenn sem farið höfðu út í Gróttu eftir aðstoð við að komast aftur í land. Þau höfðu ekki fylgst með flóðinu og þeir urðu strandaglópar á eyjunni sem hafði ekki verið eyja fyrr um daginn. 21. apríl 2024 20:28