Yrðu stórtíðindi í íslenskum stjórnmálum ef VG dytti út af þingi Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júní 2024 23:39 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur segir fjórflokkinn í hættu. Vísir/Vilhelm Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði segir miklu líklegra að Vinstri græn komist yfir fimm prósenta þröskuldinn í næstu kosningum en að þau geri það ekki. Í nýjustu könnunum mældist flokkurinn með sögulega lágt fylgi. Tilkynnt var fyrir helgi að flýta ætti landsfundi flokksins. Ólafur fór yfir stöðuna í stjórnmálum á Íslandi í Reykjavík síðdegis í dag. Ólafur segir þó alls ekki öruggt að Vinstri græn nái fimm prósenta markinu. „Ef að það gerðist þá væri það stórtíðindi í íslenskri pólitík.“ Hann segir að í áratugi hafi íslensk stjórnmál einkennst fjórflokkakerfinu sem hafi verið hryggjarstykkið í íslenskum stjórnmálum. Þrír af þessum flokkum, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem Samfylkingin tók við, hafi verið samfleytt á þingi frá um 1930. Kommúnistaflokkur Íslands, Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalagið og síðar Vinstri græn hafi svo verið fjórði flokkurinn og þessir flokkar hafi einnig samanlagt verið á þingi frá 1937. „Ef einn af þessum fjórum dytti út af þingi þá væru það meiriháttar tíðindi,“ segir Ólafur. Hann segir það aðeins hafa nærri gerst tvisvar. Í Alþingiskosningum 1974 hafi Alþýðuflokkurinn fengið slæma kosningu en rétt haldið sér inni með kjördæmakjörnum þingmanni. Svo hafi Samfylkingin 2016 fengið rétt yfir fimm prósenta fylgi. Flokkarnir hafi þannig náð að halda sér inni, en það naumlega. Ólafur segir að í sögulegu samhengi sé auðveldara fyrir flokka í stjórnarandstöðu en í stjórn að bæta við sig fylgi. Aðrir hafi tekið upp þeirra mál Í umræðu um Vinstri græn hefur verið sagt að flokkurinn hafi þurft að fórna of miklu af sínum grunngildum í stjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur það einnig verið nefnt að mörg af þeim grunngildum sem flokkurinn hafi lagt upp með og hafi verið einn með, hafi aðrir flokkar tekið upp í dag. Ólafur telur þetta alveg rétt og nefnir sem dæmi herskáan femínisma og umhverfismál. „Báðir þessir málaflokkar hafa fengið meiri almenna viðurkenningu í samfélaginu. Sérstaka Vinstri grænna í þessum málum er ekki eins mikil og áður,“ segir Ólafur og að því megi alveg segja að flokkurinn hafi komið þessum málum á dagskrá. Erfitt sé að segja til um það af hverju mál komist á dagskrá en þau hafi verið fyrst. En það sama hafi verið að gerast í nágrannalöndunum. Hann segir að í kosningarannsóknum hafi Vinstri græn alltaf átt umhverfismálin þegar spurt er um ákveðin stefnumál og hvaða stjórnmálaflokkar séu bestir í hvaða málaflokki. „Ég held að það sé augljóst að meginskýringin á þessu hruni í fylgi, frá því að vera með um 17 prósent í kosningunum 2017 í að vera um fimm prósent núna stafar aðeins af ríkisstjórnarsamstarfi þeirra við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Ólafur. Hann segir að eftir kosningarnar 2017 hafi hann sagt að samstarfið yrði ávísun á fylgistap þeirra. Vegna þess að kjósendur sem aðhyllast vinstri sósíalisma hafi tilhneigingu, hérlendis og erlendis, til að vilija halda árunni hreinni. „Þeim er illa við málamiðlanir,“ segir Ólafur og tók dæmi frá Noregi þar sem þessir flokkar fóru aldrei í ríkisstjórn. Þeir studdu minnihlutastjórn krata en vildu ekki vera í stjórn til að halda sinni sérstöðu. Eftir aldamót hafi þessir flokkar farið í ríkisstjórn með krötum og þá hafi komið fram flokkar sem hafi staðsett sig meira til vinstri og tekið af þeim fylgið. Allir hafi tapað Ólafur segir að eftir að ríkisstjórnarsamstarfinu var haldið áfram 2021 hafi hann áfram spáð því að Vinstri græn myndu tapa meira fylgi. Það sem þó hafi gerst á þessu kjörtímabili sem ekki gerðist á því fyrra hafi verið að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi líka tapað fylgi. Tap Vinstri grænna og Framsóknar hafi farið til Samfylkingar og tap Sjálfstæðisflokksins á fylgi hafi farið til Miðflokksins. Ólafur spáir því að stjórnarflokkarnir muni tapa í næstu kosningum. Spurður um mögulega leiðtoga flokksins segir Ólafur að ef Svandís Svavarsdóttir vilji taka það að sér þá sé líklegt að hún myndi hafa betur í kosningu um það. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, núverandi varaformaður og starfandi formaður, komi líka til greina en hvorugt hafi gefið upp hvort þau ætli fram. Þá hafi Orri Páll Jóhannsson einnig verið skeleggur í vörn fyrir samstarfið. „En mér fyndist líklegast að það yrði Svandís ef hún vildi fara.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vinstri græn flýta landsfundi Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum. 7. júní 2024 16:43 Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. 6. júní 2024 10:14 Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. 5. júní 2024 22:25 Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. 5. júní 2024 16:39 VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Ólafur segir þó alls ekki öruggt að Vinstri græn nái fimm prósenta markinu. „Ef að það gerðist þá væri það stórtíðindi í íslenskri pólitík.“ Hann segir að í áratugi hafi íslensk stjórnmál einkennst fjórflokkakerfinu sem hafi verið hryggjarstykkið í íslenskum stjórnmálum. Þrír af þessum flokkum, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn, sem Samfylkingin tók við, hafi verið samfleytt á þingi frá um 1930. Kommúnistaflokkur Íslands, Sósíalistaflokkurinn, Alþýðubandalagið og síðar Vinstri græn hafi svo verið fjórði flokkurinn og þessir flokkar hafi einnig samanlagt verið á þingi frá 1937. „Ef einn af þessum fjórum dytti út af þingi þá væru það meiriháttar tíðindi,“ segir Ólafur. Hann segir það aðeins hafa nærri gerst tvisvar. Í Alþingiskosningum 1974 hafi Alþýðuflokkurinn fengið slæma kosningu en rétt haldið sér inni með kjördæmakjörnum þingmanni. Svo hafi Samfylkingin 2016 fengið rétt yfir fimm prósenta fylgi. Flokkarnir hafi þannig náð að halda sér inni, en það naumlega. Ólafur segir að í sögulegu samhengi sé auðveldara fyrir flokka í stjórnarandstöðu en í stjórn að bæta við sig fylgi. Aðrir hafi tekið upp þeirra mál Í umræðu um Vinstri græn hefur verið sagt að flokkurinn hafi þurft að fórna of miklu af sínum grunngildum í stjórnarsamstarfi sínu við Sjálfstæðisflokkinn. Þá hefur það einnig verið nefnt að mörg af þeim grunngildum sem flokkurinn hafi lagt upp með og hafi verið einn með, hafi aðrir flokkar tekið upp í dag. Ólafur telur þetta alveg rétt og nefnir sem dæmi herskáan femínisma og umhverfismál. „Báðir þessir málaflokkar hafa fengið meiri almenna viðurkenningu í samfélaginu. Sérstaka Vinstri grænna í þessum málum er ekki eins mikil og áður,“ segir Ólafur og að því megi alveg segja að flokkurinn hafi komið þessum málum á dagskrá. Erfitt sé að segja til um það af hverju mál komist á dagskrá en þau hafi verið fyrst. En það sama hafi verið að gerast í nágrannalöndunum. Hann segir að í kosningarannsóknum hafi Vinstri græn alltaf átt umhverfismálin þegar spurt er um ákveðin stefnumál og hvaða stjórnmálaflokkar séu bestir í hvaða málaflokki. „Ég held að það sé augljóst að meginskýringin á þessu hruni í fylgi, frá því að vera með um 17 prósent í kosningunum 2017 í að vera um fimm prósent núna stafar aðeins af ríkisstjórnarsamstarfi þeirra við Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Ólafur. Hann segir að eftir kosningarnar 2017 hafi hann sagt að samstarfið yrði ávísun á fylgistap þeirra. Vegna þess að kjósendur sem aðhyllast vinstri sósíalisma hafi tilhneigingu, hérlendis og erlendis, til að vilija halda árunni hreinni. „Þeim er illa við málamiðlanir,“ segir Ólafur og tók dæmi frá Noregi þar sem þessir flokkar fóru aldrei í ríkisstjórn. Þeir studdu minnihlutastjórn krata en vildu ekki vera í stjórn til að halda sinni sérstöðu. Eftir aldamót hafi þessir flokkar farið í ríkisstjórn með krötum og þá hafi komið fram flokkar sem hafi staðsett sig meira til vinstri og tekið af þeim fylgið. Allir hafi tapað Ólafur segir að eftir að ríkisstjórnarsamstarfinu var haldið áfram 2021 hafi hann áfram spáð því að Vinstri græn myndu tapa meira fylgi. Það sem þó hafi gerst á þessu kjörtímabili sem ekki gerðist á því fyrra hafi verið að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn hafi líka tapað fylgi. Tap Vinstri grænna og Framsóknar hafi farið til Samfylkingar og tap Sjálfstæðisflokksins á fylgi hafi farið til Miðflokksins. Ólafur spáir því að stjórnarflokkarnir muni tapa í næstu kosningum. Spurður um mögulega leiðtoga flokksins segir Ólafur að ef Svandís Svavarsdóttir vilji taka það að sér þá sé líklegt að hún myndi hafa betur í kosningu um það. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, núverandi varaformaður og starfandi formaður, komi líka til greina en hvorugt hafi gefið upp hvort þau ætli fram. Þá hafi Orri Páll Jóhannsson einnig verið skeleggur í vörn fyrir samstarfið. „En mér fyndist líklegast að það yrði Svandís ef hún vildi fara.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Vinstri græn flýta landsfundi Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum. 7. júní 2024 16:43 Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. 6. júní 2024 10:14 Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. 5. júní 2024 22:25 Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. 5. júní 2024 16:39 VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13 Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Vinstri græn flýta landsfundi Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur sent út bréf til félaga í Vg þar sem hann tilkynnir að búið sé að flýta landsfundi hreyfingarinnar. Hann segir Vg nú standa á tímamótum. 7. júní 2024 16:43
Grímur segir tímabært að Vg biðji kjósendur sína afsökunar Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir að vera Vinstri grænna í ríkisstjórninni gangi í berhögg við stefnu flokksins og tilgang hans. Hann segir flokkinn í slæmum félagsskap. 6. júní 2024 10:14
Mikilvæg mál föst vegna „störukeppni“ ríkisstjórnarinnar Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir mikilvæg mál fyrir þjóðarheill föst í þinginu vegna þess að ríkisstjórnarflokkarnir ná ekki samkomulagi sín á milli. Hann segir að það megi láta þingviljann ráða ef meirihluti er fyrir slíkum málum til að „störukeppninni“ eins og hann kallar hana geti lokið. 5. júní 2024 22:25
Brynjar grætur ekki fylgistap Vg sem hann segir þeim sjálfum að kenna Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gefur minna en ekkert fyrir það tal að Vinstri grænir séu nú búnir að gefa meira en nóg eftir, með vísan til fylgishruns. 5. júní 2024 16:39
VG geti ekki gefið meiri afslátt VG-liðar hafa gengið of langt í málamiðlunum í ríkisstjórnarsamstarfinu að mati þingmanns flokksins og hreyfingin getur ekki gefið meiri afslátt. Hún setur fyrirvara við frumvarp um afbrotavarnir sem enn á eftir að afgreiða úr nefnd. 5. júní 2024 13:13
Segir samstarfið vera að þurrka flokkinn út Sunna Valgerðardóttir, fyrrverandi fréttakona og starfsmaður þingflokks Vinstri grænna, segir reiði og vonbrigði kjósenda vegna samstarfs flokksins við Sjálfstæðisflokkinn hafa orðið til þess að „hægrisinnaður fulltrúi kapítalismans,“ það er Halla Tómasdóttur, hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum. 3. júní 2024 21:56