Fjölskylda frá Marokkó fær ekki að heimsækja ættingja á Íslandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 15:39 Fjölskyldan ætlaði að heimsækja Ísland í sumar en aðeins móðirin og dóttirin fengu vegabréfsáritun. Aðsend Marokkóskri fjölskyldu íslenskrar konu hefur gengið illa að verða sér úti um vegabréfsáritun til að heimsækja Ísland, eftir að utanríkisþjónusta Íslands hóf samstarf við sænska sendiráðið í Marokkó. Fjölskyldan hefur áður heimsótt Ísland, en minna mál var að fá VISA þegar umsóknir fóru í gegnum danska sendiráðið. Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru. Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Konan, sem vildi ekki koma fram undir nafni, hefur verið gift manni frá Marokkó síðan 2007. Saman eiga þau tvö börn og þau hafa búið bæði hér á Íslandi og í Danmörku. Fjölskylda mannsins hefur oft komið í heimsókn bæði til Danmerkur og til Íslands án vandræða. Nú í janúar fengu þau hins vegar ekki öll vegabréfsáritun. Ekki treyst til að fara aftur heim Systir mannsins, eiginmaður hennar og börnin þeirra þrjú ætluðu að heimsækja Ísland í sumar. Þau sóttu um vegabréfsáritun í desember. Þau segja að umsóknin fari í gegnum einhverja alþjóðaskrifstofu sem vísar umsókninni til sænska sendiráðsins, sem afgreiðir umsóknir fyrir Ísland. Þannig fór að systirin og þrettán ára dóttirin fengu áritun, en ekki eiginmaðurinn og synirnir tveir, fimm og eins árs. Þær útskýringar voru gefnar að þar sem fjölskyldan væri öll að ferðast saman, teldist ólíklegt að þau ætluðu sér að fara aftur heim til Marokkó. Ekki væri næg innistæða á banareikningi fjölskyldunnar til að hægt væri að treysta því að þau hyggðust aðeins fara í ferðalag og snúa aftur heim. Hafa áður komið og farið Íslenska konan segir þessar útskýringar ekki standast skoðun. Fjölskyldan hafi áður heimsótt Ísland og Danmörku og þau eigi nóg af peningum. Einnig hafi komið fram að þau hyggðust gista hjá fjölskyldu sinni. Hjónin vilja meina að vandræðin stafi af pólitískum núningi milli Svíþjóðar og Marokkó, og segja leiðinlegt að það bitni á Marokkómönnum á Íslandi. Þau vísa t.d. í afstöðu Svíþjóðar til Vestur-Sahöru.
Marokkó Sendiráð Íslands Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira