„Country tónlist er ekki lengur bara sakbitin sæla“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. júní 2024 14:01 Þórdís Valsdóttir forstöðumaður útvarps hjá Sýn er spennt fyrir Country Bylgjunni. Gottskálk D. Bernhöft Reynisson „Við erum ótrúlega spennt að færa íslenskum hlustendum þessa nýju útvarpsstöð. Aukning á vinsældum country tónlistar bæði hér á landi um allan heim hefur verið eftirtektarverð og við teljum að Country Bylgjan muni mæta síaukinni eftirspurn hlustenda,“ segir Þórdís Valsdóttir, forstöðumaður útvarps hjá Sýn um splunkunýja útvarpsstöð sem fer í loftið á morgun og spilar eingöngu country tónlist. Mæta síauknum vinsældum country tónlistar með nýrri útvarpsstöð Þann 13. júní hefjast útsendingar á nýjustu bylgjunni, Country Bylgjunni. Þórdís hefur alla tíð verið country aðdáandi eins og sjá má!Aðsend „Country Bylgjan mun eingöngu spila allra bestu country tónlistina, allt frá þekktum country slögurum áttunda áratugsins til nýjustu og vinsælustu country laganna. Tónlistarfólk á borð við Luke Combs, Chris Stapleton, Dan + Shay, Dolly Parton og miklu fleiri munu óma á nýju Bylgjunni,“ segir Þórdís og bætir við: „Hingað til hef ég farið huldu höfði með áhuga minn á country tónlist enda hefur viðhorfið verið frekar á þá leið að country tónlist sé lummuleg. Nú get ég komið hreint fram og viðurkennt þetta. Country tónlist er ekki lengur bara sakbitin sæla.“ Hlustendur geta stillt sig inn á FM 103.9 á höfuðborgarsvæðinu, hlustað í gegnum Bylgju appið eða hlustað í beinni á netinu. „Hvort sem þú ert að leita að nostalgíu eða nýjustu slögurum, þá finnurðu það á Country Bylgjunni,“ segir Þórdís að lokum. Vísir er í eigu Sýnar. Sýn Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Mæta síauknum vinsældum country tónlistar með nýrri útvarpsstöð Þann 13. júní hefjast útsendingar á nýjustu bylgjunni, Country Bylgjunni. Þórdís hefur alla tíð verið country aðdáandi eins og sjá má!Aðsend „Country Bylgjan mun eingöngu spila allra bestu country tónlistina, allt frá þekktum country slögurum áttunda áratugsins til nýjustu og vinsælustu country laganna. Tónlistarfólk á borð við Luke Combs, Chris Stapleton, Dan + Shay, Dolly Parton og miklu fleiri munu óma á nýju Bylgjunni,“ segir Þórdís og bætir við: „Hingað til hef ég farið huldu höfði með áhuga minn á country tónlist enda hefur viðhorfið verið frekar á þá leið að country tónlist sé lummuleg. Nú get ég komið hreint fram og viðurkennt þetta. Country tónlist er ekki lengur bara sakbitin sæla.“ Hlustendur geta stillt sig inn á FM 103.9 á höfuðborgarsvæðinu, hlustað í gegnum Bylgju appið eða hlustað í beinni á netinu. „Hvort sem þú ert að leita að nostalgíu eða nýjustu slögurum, þá finnurðu það á Country Bylgjunni,“ segir Þórdís að lokum. Vísir er í eigu Sýnar.
Sýn Tónlist Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira