Bara 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. júní 2024 10:31 Sindri velti öllum steinum með Áslaugu Örnu yfir morgunbollanum. Vísir Það þekkja flestir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra sem vakti fyrst athygli þegar hún nýskriðin út úr Versló gerði allt brjálað með ummælum sínum um hvítvín í búðum. Áslaug segist ekki ætla að verða í stjórnmálum til eilífðarnóns og segist alltaf hafa haldið einkalífi sínu út af fyrir sig. Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“ Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira
Sindri Sindrason fór í morgunkaffi til Áslaugar Örnu á dögunum og fékk að kynnast henni betur. Áslaug hefur komið víða við en segir margt ógert og margt sem hana langar til að betrumbæta. Hún vildi að það væru fleiri tímar í sólarhringnum og auðveldara að ráðast í verkin. Ætlar ekki að vera alltaf í stjórnmálum Sindri spyr Áslaugu meðal annars hvort hún haldi að hún verði alltaf í stjórnmálum. Það heldur hún ekki. „Ég held ég verði alltaf í starfi sem verði krefjandi og ég mun alltaf leita að áskorun en það þarf alls ekki að verða alltaf í pólitík.“ Áslaug segist njóta þess í botn sem hún sé að gera í dag. Hún sé alveg í núinu. Hún finni að hún geti breytt hlutunum til hins betra og því eiga stjórnmálin hug hennar og hjarta í dag. Sindri spyr Áslaugu líka hvort hún vilji verða formaður Sjálfstæðisflokksins? „Svarið við þessu er bara í alvörunni að ég er í núinu í dag,“ segir Áslaug en Sindri segist telja hæpið að hún hafi aldrei horft á stólinn. Því svarar Áslaug: „Að sjálfsögðu, ég hef alveg metnað og þú veist það vel.“ Heldur einkalífinu fyrir sig með misjöfnum árangri Þá spyr Sindri Áslaugu út í einkalíf hennar. Bendir á að hún sé 33 ára, glerhugguleg, frábær og vel menntuð. Áslaug segir að hana langi í mann og börn. „Ég hef reynt að halda einkalífi mínu aðeins út fyrir með misjöfnum árangri. Fólk hefur eðli málsins samkvæmt áhuga á okkar lífi og að sjá manneskjurnar á bakvið stjórnmálamanninn og ég skil það alveg,“ segir Áslaug Arna. Sú staðreynd að hún sé ung og einhleyp verði stundum aðalmálið þegar hún fari í viðtöl. Þá bendir Sindri á að þetta sé ekki ósanngjörn spurning, þetta sé gangur lífsins, eitthvað sem flest kjósi sér og Áslaug tekur undir það. „Nei nei en ég er bara eins og þú sagðir 33 ára og lífið á eftir að koma í ljós.“
Ísland í dag Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Sjá meira