Ræddu við 26 einstaklinga varðandi vændi og mansal Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 15:00 Lögreglan fór á sautján staði á höfuðborgarsvæðinu og ræddi þar samtals við 26 einstaklinga. Vilhelm/Getty „Við förum annað slagið og höfum samband við þá einstaklinga, sem eru langmest konur, sem auglýsa vændi. Það er í þeim tilgangi að kanna hvort að þær séu í einhvers konar þvingun eða hvort það sé einhver grunur um mansal.“ Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali. Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi inntur eftir frekari upplýsingar um umfangsmikla vændisrannsókn sem fór fram víðs vegar um höfuðborgarsvæðið í síðustu viku. 17 staðir og 26 einstaklingar Hann tekur fram að lögreglan hafi farið á sautján staði og rætt þar samtals við 26 einstaklinga. Lögreglan handtók hins vegar engan vegna málsins. „Það var reyndar í þessu tilviki engin sem gaf það upp að vera fórnarlamb mansals eða þáði neina aðstoð hvað það varðar.“ Gerðu ekki mál úr auglýsingunum Grímur bendir á að það sé ekki ólöglegt að selja vændi af fúsum og frjálsum vilja þó að það sé ekki í sjálfu sér löglegt heldur. Samkvæmt íslenskum lögum er ólöglegt að kaupa vændi, hafa milligöngu um vændi og auglýsa vændi. Grímur tekur fram að lögreglan hafi rætt við einstaklinga sem höfðu verið að auglýsa vændi. Spurður hvort að lögreglan hafi yfirheyrt einhvern vegna þessa svarar Grímur því neitandi. „Nei við höfum aldrei verið á þeirri hlið að skoða ólögmæti í tengslum við sölu á vændi. Okkar sýn á þetta er sú að það er ólíklegt að einhver sé af fúsum og frjálsum vilja í vændissölu. Það að beina sjónum okkar að ólögmæti einhvers hluta vændissölunar hefur ekki verið í okkar framkvæmd,“ segir Grímur og ítrekar að mikilvægast sé að koma þeim sem stunda vændi til hjálpar og sporna gegn mansali.
Lögreglumál Vændi Mansal Tengdar fréttir Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Lögregluaðgerðir á nokkrum stöðum í tengslum við vændisrannsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðist í aðgerðir á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku í tengslum við vændisrannsókn. Höfð voru afskipti af og rætt við nokkurn fjölda einstaklinga sem tengjast auglýsingum fyrir vændi. 9. júní 2024 19:04