Um er að ræða 386 fermetra einbýlishús á þremur pöllum með mikilli lofthæð. Húsið var byggt árið 2015 og hannað af Ívari Erni Guðmunssyni arkitekt.

„Utanhússklæðningar hússins setja mikinn svip á aðkomuna, en hvítir veggir, timburklæðning og glæsilegar náttúrulegar steinflísar eru nýttar til að skapa glæsilega heildarmynd. Timbur og steinflísar eru á veggjum við glæsilega yfirbyggða 65 fermetra suðurverönd til vinstri við inngang, þar sem er vönduð innbyggð grillaðstaða og glæslegur útiarin, en steinflísarnar flæða inn í forstofu hússins og eftir gangi þar sem veggir eru flísalagðir þvert í gegnum húsið, og tengja þannig saman innra og ytra rými,“ segir í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis.



Líkt og fyrr segir festu Hannes og Guðrún kaup 760 fermetra einbýlishúsi við Mávanes 17. Húsið er eitt dýrasta hús Íslands en en fasteignamatið er 430.250.000 króna.
Húsið var byggt árið 2012 og hannað af arkitektastofunni Gláma Kím. Húsið er á Arnarnesinu og snýr að sjónum í suðurátt. Þar er magnað útsýni yfir hafið en arkitektarstofan hefur birt myndir af húsinu á vef sínum.