Lofar svakalegri veislu Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 16. júní 2024 09:29 Friðrik Dór heldur tvenna tónleika í Háskólabíói á sunnudagskvöld. Hulda Margrét „Ég lofa aldrei upp í ermina á mér en í þetta skipti ætla ég að gera það; þetta verður svakaleg veisla,“ segir Friðrik Dór tónlistarmaður sem heldur tvenna tónleika í Háskólabíói í kvöld. Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér. Tónleikar á Íslandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Friðrik Dór þarf vart að kynna fyrir landsmönnum enda verið einn ástsælasti söngvari landsins síðustu 15 ár og hefur hann sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar með slögurum sem telja í tugum. Hann ætlar að tjalda öllu til í kvöld og bjóða aðdáendum í veislu, eins og hann orðar það sjálfur. „Ég hef haldið nokkra tónleika í gegnum tíðina og mér finnst alveg „extra“ gaman að halda tónleika á sumrin. Það er svo mikil gleði í aðdáendum, allir í sumar-fíling, sólin á lofti allan sólarhringinn og allir til í að eiga gott kvöld,“ segir hann. „Ég verð með hljómsveit með mér og lofa miklu stuði. Ég er búinn að vera í svo miklu sumarstuði síðustu vikur, ég veit ekki afhverju - kannski er ég bara svona mikill sumarstrákur. Við verðum í geggjuðum gír. Það verður ekkert candyfloss né stórir snuddusleikjóar eins og á 17. júní, heldur fallegt kvöld í bland við gleði og stuð,“ segir Friðrik Dór. Í vikunni voru sagðar fréttir af því að heimsmet yrði slegið þegar lagið Til í allt III kæmi út, en lagið kom út í vikunni. Samkvæmt Friðriki Dór hefur aldrei verið gefið út lag í þremur hlutum í heiminum áður. En ætlar hann að taka öll þrjú lögin í þríleiknum fyrir aðdáendur á sunnudagskvöld? „Það er aldrei að vita, ég hef alltaf verið þekktur fyrir að vera til í allt - við sjáum hvað setur,“ segir hann hlægjandi að lokum. Uppselt er á fyrri tónleikana en örfáir miðar eru eftir á þá seinni. Nálgast má miða á þá hér.
Tónleikar á Íslandi Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Vill kynlíf en ekki samband Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Fleiri fréttir Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira