Frikki Dór er til í allt í þriðja skiptið Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. júní 2024 10:20 Frikki er kominn aftur í partýgírinn. HLYNUR HÓLM/INSTAGRAM @FRIDRIKDOR Frikki Dór gaf út á miðnætti þriðja hluta Til í allt, sem er nú orðið lengsta framhaldslagið í sögu íslenskrar popptónlistar. Með Frikka í för í þetta skiptið eru þeir Herra Hnetusmjör og Steindi jr. Frikki segir lagið eiga sérstakan stað í hjarta sér. „Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“ Tónlist Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
„Ég dýrka þetta konsept sem Til í allt er. Fyrsta lagið kom út fyrir fjórtán árum síðan, þannig þetta spannar nánast allan minn feril og hefur fylgt mér frá upphafi,“ segir Friðrik í samtali við Vísi. Hann hefur verið duglegur að hita upp fyrir útgáfu lagsins á Tik-Tok og birti meðal annars myndband þar sem sjá mátti Steinda jr. beran að ofan í stúdíóinu. „Steindi hefur alltaf verið með mér og geggjað að fá hann aftur með mér inn í stúdíóið, geggjuð orka frá honum og geggjaður rappari sem gleymist. Svo er alltaf jafnmikil veisla að vinna með Herra Hnetusmjör sem er að mínu mati einn hæfileikaríkasti tónlistarmaður á Íslandi og ekkert eðlilega góður í sínu fagi.“ Gamla gengið með í för Líkt og alþjóð veit hefur Friðrik verið einn afkastamesti tónlistarmaður landsins um árabil. Fyrsti hluti lagsins Til í allt kom út árið 2010, söng Friðrik það með Steinda og Ásgeiri Pálma. Síðari hlutinn kom svo út fjórum árum síðar 2014 og voru þeir Bent og Steindi þá í rappinu. „Svo má alls ekki gleyma því að það eru risastórar fréttir að StopWaitGo þríeykið kemur í framleiðslu á laginu, bræðurnir Ásgeir og Pálmi gerðu fyrstu tvö Til í allt lagið. Þannig að það er gaman að hóa gengið saman aftur og gera þetta bara eins og hefðin segir til um, fylgja og virða verkferla, það er mikilvægt í öllu sem á að ganga vel,“ segir Friðrik. „Ég er ótrúlega sáttur með niðurstöðuna, ég er búinn að vera gera rólega tónlist undanfarið en mjög gaman að vera kominn aftur í smá partýstuð, hrikalega gaman.“
Tónlist Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira