Einstakur Fender Telecaster í Hljóðfærahúsinu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:11 Guðni Finnsson er harla ánægður með hljóðfærið en hver og einn gítar er þakinn frímerkjum frá ólíkum löndum. Draumur Mooney forstjóra Fender er að til verði 195 eintök þar sem hver gítar um sig er fulltrúi sinnar þjóðar en hann fórnaði frímerkjasafni sínu í verkefnið. aðsend Arnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins, hafði frétt af handsmíðuðum Fender Telecaster sem þakinn er íslenskum frímerkjum og var fljótur að festa sér gripinn. „Já, við hér í Hljóðfærahúsinu vorum að fá í hús glæsilegan „Custom shop Fender Telecaster“ sem er þakin íslenskum frímerkjum. Forstjóri Fender, Andy Mooney, er sem sagt mikill frímerkjasafnari og hann gerði nokkra gítara í þessum stíl, það er með frímerkjum nokkurra landa,“ segir Arnar Þór. Hér má sjá hvernig gítarinn hefur verið þakinn íslenskum frímerkjum.aðsend Arnar og Guðni Finnsson starfsmaður Hljóðfærahússins, eru að vonum spenntir að fá þetta einstaka hljóðfæri í hendur en að sögn Arnars er Guðni sérlegur sendiherra Fender á Íslandi. „Sá gullfallegi bassaleikari.“ Aðeins 50 gítarar af þessu tagi eru til og gaman að sá sem er með íslensku frímerkjunum hafi ratað hingað. Arnar Þór segir að auðvitað hafi þeir keypt hann inn. Guðni er sérlegur sendiherra Fender á Íslandi og hann er kátur með gítarinn.aðsend „Já, þetta er nýr gítar. Við vorum að trilla honum inn í búðina. Þetta er gæluverkefni forstjóra Fender, Mooney er merkilegur maður. Hann er frímerkjasafnari og gerði sem sagt þessa útgáfu. Já, hann er mikið nörd. Aldeilis. Ég hef því miður ekki hitt manninn en þetta virðist vera skemmtileg týpa.“ Arnar Þór er ekki frá því að þarna megi finna sjaldgæf frímerki. Hann segir þetta verkefni Mooney ekki fara hátt og hann hafi aðeins fundið einn gítar á netinu en sá er í Singapore. Arnar segir hljóðfærið dásamalegt og hann vonar að með tíð og tíma muni einhver íslenskur safnari eignast gripinn en hann er falur fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Forstjóri Fender safnar jafnframt frímerkjum og Mooney notaði hluta safns síns í 50 handsmíðaða Fendergítara. Hver og einn gítar er einstakur en forstjórinn vill helga safn þessara 50 gítara lagi Lennon´s Imagine. Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
„Já, við hér í Hljóðfærahúsinu vorum að fá í hús glæsilegan „Custom shop Fender Telecaster“ sem er þakin íslenskum frímerkjum. Forstjóri Fender, Andy Mooney, er sem sagt mikill frímerkjasafnari og hann gerði nokkra gítara í þessum stíl, það er með frímerkjum nokkurra landa,“ segir Arnar Þór. Hér má sjá hvernig gítarinn hefur verið þakinn íslenskum frímerkjum.aðsend Arnar og Guðni Finnsson starfsmaður Hljóðfærahússins, eru að vonum spenntir að fá þetta einstaka hljóðfæri í hendur en að sögn Arnars er Guðni sérlegur sendiherra Fender á Íslandi. „Sá gullfallegi bassaleikari.“ Aðeins 50 gítarar af þessu tagi eru til og gaman að sá sem er með íslensku frímerkjunum hafi ratað hingað. Arnar Þór segir að auðvitað hafi þeir keypt hann inn. Guðni er sérlegur sendiherra Fender á Íslandi og hann er kátur með gítarinn.aðsend „Já, þetta er nýr gítar. Við vorum að trilla honum inn í búðina. Þetta er gæluverkefni forstjóra Fender, Mooney er merkilegur maður. Hann er frímerkjasafnari og gerði sem sagt þessa útgáfu. Já, hann er mikið nörd. Aldeilis. Ég hef því miður ekki hitt manninn en þetta virðist vera skemmtileg týpa.“ Arnar Þór er ekki frá því að þarna megi finna sjaldgæf frímerki. Hann segir þetta verkefni Mooney ekki fara hátt og hann hafi aðeins fundið einn gítar á netinu en sá er í Singapore. Arnar segir hljóðfærið dásamalegt og hann vonar að með tíð og tíma muni einhver íslenskur safnari eignast gripinn en hann er falur fyrir rúmar 800 þúsund krónur. Forstjóri Fender safnar jafnframt frímerkjum og Mooney notaði hluta safns síns í 50 handsmíðaða Fendergítara. Hver og einn gítar er einstakur en forstjórinn vill helga safn þessara 50 gítara lagi Lennon´s Imagine.
Tónlist Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning