Ofurkarlmennska geti reynst ávísun á hómófóbíu og kvenfyrirlitningu Jakob Bjarnar skrifar 14. júní 2024 14:35 Þórdís Elva Þorvaldsdóttir veltir upp þeirri spurningu hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis. vísir/vilhelm Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Nordref Foundation, veltir því upp í pistli hvort verið geti að tengsl séu milli atvinnumennsku í íþróttum og kynferðisofbeldis? Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar. Kynferðisofbeldi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira
Þórdís Elva segir hugleiðingar sínar að gefnu tilefni en rannsóknir bendi til að slík tengsl séu fyrir hendi. Hún nefnir úttekt frá Brock University á tíu ára tímabili sem sýni að 23 prósent þeirra nemenda við skólann sem kærðir voru fyrir kynferðisofbeldi voru atvinnumenn á íþróttastyrk – þrátt fyrirað þeir væru einungis tvö prósent nemenda við skólann. Þórdís Elva vitnar í samtökin Teach Us Consent sem hafi sett fram kenningar eins og um tilkall. „Ein ástæðan gæti verið tilkall (e: entitlement), þ.e.a.s. að finnast maður eiga rétt eða heimtingu á einhverju. Atvinnuíþróttamennsku fylgir oft frægð og frami, með tilheyrandi forréttindastöðu í samfélaginu og aðdáun samferðafólks sins. Þetta getur leitt af sér hugmyndir um tilkall, þar á meðal tilkall til líkama kvenna, sér í lagi í ljósi þeirrar karlmennsku sem samfélagið býst við af atvinnuíþróttamönnum.“ Þá nefnir Þórdís menningu sem skapist meðal atvinnuíþróttamanna, að vera sífellt í hópi annarra karla við æfingar, keppnir og ferðalög. Um sé að ræða einsleitan og lokaðan hóp þar sem hópsálin litar dómgreind og þurrkar út einstaklingseðli við ákvarðanatöku. „Að vera atvinnuíþróttamaður gerir þig að fyrirmynd fyrir aðra karlmenn, sökum líkamlegs atgervis og styrks. Hópíþróttir eru sér í lagi álitnar uppspretta karlmennskuímynda (Messerschmidt & Connell, 2005) sem í sinni ýktustu mynd þróast út í ofurkarlmennsku, sem er álitin æðsta takmarkið. Þar sem ofurkarlmennska vex fram verður oft til menning þar sem önnur kyn og kynhneigðir eru álitin annars flokks, með tilheyrandi hómófóbíu og kvenfyrirlitningu,“ segir Þórdís meðal annars en lesa má pistil hennar í heild í meðfylgjandi hlekk hér ofar.
Kynferðisofbeldi Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Innlent Fleiri fréttir Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Sjá meira