Unnsteinn Manúel, sem er meðal þeirra sem taka þátt í verkinu, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Hann segir einstaklingana þrátíu og sex sem verða í sýningunni gefa góða mynd af Reykjavík, þverskurð. Þau verða spurð sex hundruð spurninga þessar tólf klukkustundir, og spyrlarnir verða þrír, Unnsteinn Manúel, Ilmur Kristjánsdóttir og Ólafur Ásgeirsson.
Unnsteinn segir að fólk geti komið inn og út af sýningunni eins og það vill, á meðan hún stendur yfir.
„Við spyrjum fólk hvað þau gera og alls konar spurngingar um lífið, það verður bakari, kattasnyrtir, björgunasveitahundur, kokkur, málari, þrír hjúkrunarfræðingar og við tökum viðtöl við allt þetta fólk,“ segir Unnsteinn.
„Stundum finnst mér eins og við séum að horfa á rosalega góða heimildamynd, og þá er tilfinningin sú að það er ekki hægt að gera þetta með leikurum. Við erum að fá alvöru fólk til að vera í sviðsverkinu, það er rosalega einstakt að hlusta á þau,“ segir Unnsteinn. Stífar æfingar hafi verið undanfarna daga með sjálfboðaliðum, og fólkið sem verður í sýningunni hafi því aldrei heyrt spurningarnar áður.