„Endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 17. júní 2024 08:01 Það er gaman að fara yfir sögu Sindra Más Finnbogasonar, stofnanda Tixly. Sem rifjar upp árin og andrúmsloftið fyrir hrun, hundamynd í Hollywood og margt annað á stundum spaugilegt og síðan stórglæsilegan feril Tixly sem nú starfar í níu löndum. En lífið er ekki bara vinna og því komst Sindri að þegar hann var 43 ára og fékk heilablóðfall. Vísir/RAX „Ég man að ég var að drepast úr hræðslu. Ég var svo viss um að ég væri að deyja og hugsaði með mér að ég hefði ekki náð að kveðja strákana mína almennilega. Að ég vildi ekki að þetta endaði svona,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi Tixly. „Konan mín mátti ekki vera hjá mér vegna Covid. En ég var að drepast úr sársauka þannig að þeir enduðu með að sprauta mig niður með morfíni,“ segir Sindri þegar hann rifar upp eina af fjölmörgum heimsóknum hans á bráðamóttökuna. Því Sindri fékk heilablóðfall aðeins 43 ára gamall. „Í þetta sinn kom reyndar í ljós að ég var með þvagfærasýkingu. Það sem kom hins vegar líka í ljós er að ég hafði greinilega fengið annan blóðtappa í ágúst, sem fór framhjá öllum.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag lærum við um það, hvernig lífið og lífsviðhorfið getur breyst, þegar ungt fólk á framabraut einfaldlega veikist alvarlega. Sem alltaf gerist óvænt. Ekkert aprílgabb Það er gaman að fara yfir starfsferil Sindra. Enda frekar óvenjuleg saga. Og þrælfyndin á köflum. Meira að segja lygileg á stundum. Sindri er fæddur þann 1.apríl 1978 í Reykjavík, en ólst upp að megninu til á Seltjarnarnesi. Sindri á tvo bræður, annan fjórum árum eldri, Ólafur og hinn níu árum yngri, Þórir Jökull, sem nú starfar sem fjármálastjóri hjá Tixly. Snemma beygðist krókurinn hjá Sindra, því aðeins fimm ára fór hann að þreifa fyrir sér með alls kyns hluti tengt tölvum og forritun. „Ég var rólegt barn, hafði gaman af því að leika mér með legókubba og öllu því sem hægt var að taka í sundur og setja saman aftur,“ segir Sindri og bætir við: „Pabbi var algjörlega tækjaóður og sex ára var ég því farin að spila tölvuleiki á Sinclair Spectrum tölvu sem hann hafði keypt. Með tölvunni fylgdi bók með tíu tölvuleikjum og þetta gekk þannig fyrir sig að maður þurfti að skrifa kóðana sjálfur.“ Sem tók afar langan tíma. „Ef þú gerðir villu, þurftir þú að fara í gegnum allt aftur til að finna villuna en almennt fékk maður fróðleikinn í gegnum bækur og tölvublöð. Um sjö ára var ég farinn að pikka inn mína sér kóða til að lengja í lífunum í tölvuleikjum og fleira. Næstu árin hlustaði Sindri líka mikið á tónlist. „Til viðbótar við það að nördast í tölvum, hlustaði ég mikið á sixties tónlist. Í raun sýndi ég áhuga á öllu því sem pabbi gerði.“ Faðir Sindra, Finnbogi Breiðfjörð Ólafsson, lést árið 2014 og móðir hans er Þórleif Drífa Jónsdóttir. Þegar ég var síðan tólf til þrettán ára hætti ég í tölvum. Því þá áttaði ég mig á því að maður væri ekkert svalur ef maður væri alltaf í tölvum, það þótti ekkert kúl þá. Til að verða svalur, ákvað ég að læra á gítar.“ Töffari með gítar Sindri lærði á gítar og við tóku nokkur ár þar sem hann var ýmist í því að stofna hljómsveit eða að taka þátt í að vera í hljómsveit. „Ég fór í MH en flestir vinir mínir voru í MR. Mig langaði hins vegar á tónlistarbrautina sem var í MH en ég verð að viðurkenna að ég lærði ekki neitt þar. Því ég mætti aldrei í tíma,“ segir Sindri einlægur. „Ég fór samt alltaf í skólann á morgnana og var þar allan daginn. En bara skrópaði í tímum og var með hinum sem skrópuðu að reykja og svona. Oft fundum við okkur líka einhvern æfingarstað til að spila tónlist.“ Sem á þessum tíma sá fyrir sér frægð og frama á fullorðinsárunum, í tónlistarbransanum. Sindri viðurkennir að hafa á þessum árum, breyst frá því að vera rólega barnið sem dundaði sér við legó eða í tölvum, yfir í að vera smá villingur með vesen. Hann fór þó í lýðháskóla til Danmerkur í hálft ár, kom heim og fór aftur í MH en flosnaði endanlega upp úr því námi og fór að vinna. „Reyndar fór ég ekki strax heim, því í einhverjar tvær vikur bjó ég í tjaldi og spilaði á gítar á götum til að safna mér pening til að fara á Hróaskelduhátíðina,“ segir Sindri spánskur. Og viðurkennir að þar hafi verið „rosa fjör.“ ,,Við skulum bara segja að ég hafi skemmt mér mjög vel þar já.“ Sindri segir að þótt mikið hafi verið um djamm og gaman á þessum árum, eigi hann enn stóran vinahóp frá þessum tíma. „Sumarið sem ég var 19 ára fórum við nokkrir vinirnir saman til Danmerkur og leigðum okkur þar íbúð. Ég kynntist danskri stelpu og við fórum að búa saman í Árósum. „Þar er ég atvinnulaus á bótum heillengi, en fór þá allt í einu að hugsa um það að eitt sinn hefði ég verið mjög góður í tölvum þannig að ég hlyti að vera það enn þá. Ég reddaði mér því nokkrum tölvubókum á bókasafninu í Árósum, fór að rifja eitthvað upp og endaði síðan með að taka nokkur stöðupróf til að komast inn í tölvunarfræði í Iðnskólanum.“ Sindri sjálflærði að kóða sem barn, en hætti í tölvum sem unglingur því að þá þóttu tölvur ekkert kúl. Til að verða svalur, lærði Sindri á gítar, skrópaði mikið í skóla og endaði síðan með að ljúga um getu sína og þekkingu í forritun, til að fá vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu INNN. Vísir/RAX Að meika það og feika það… Það var þó ekki fyrr en 1999 sem Sindri og danska kærastan fluttu til Íslands. Þar byrjaði Sindri í Iðnskólanum, þá 21 árs. „Ég var samt bara eina önn í skólanum, því um sumarið fékk ég vinnu hjá fyrirtæki sem hét INNN. Ég fór í atvinnuviðtal og laug alveg svakalega mikið til um hvað ég kunni. Þóttist kunna miklu meir en ég gerði í raun,“ segir Sindri og hlær. „Þann 1.júní 1999 mætti ég á slaginu klukkan níu til vinnu hjá INNN. En beið þar fyrir utan til klukkan ellefu þar til strákarnir sjálfir mættu!“ Sindri segir þetta þó hafa verið skemmtilegan og afar lærdómsríkan tíma. „Ég var ekki með internet heima hjá mér þannig að ég var mikið öll kvöld og um helgar í vinnunni. Á mjög stuttum tíma lærði ég í raun loks allt sem ég átti að geta gert í vinnunni. Við kærastan ákváðum samt að flytja aftur til Árósa, þar keyptum við okkur íbúð en um tíma vann ég í fjarvinnu fyrir INNN.“ Sem Sindri segir að mestu hafa falist í að gera alls kyns vefsíður og kerfi fyrir íslensk fyrirtæki sem mörg hver voru að stíga sín fyrstu skref inn í tæknilegan heim internetsins. „Við vorum að vinna vefsíður fyrir aðila eins og SPRON og Kaupþing og bókunakerfi fyrir ferðaskrifstofur eins og Samvinnuferðir Landsýn og fleiri,“ segir Sindri sem dæmi um verkefni INNN. Þar sem hann starfaði meðal annars með Kristjáni Ólafssyni, Jóni Dal, Birni Patrick Swift, Andrési Jónssyni og fleirum. „Andrés fékk síðan þá hugmynd að við myndum stofna fyrirtæki í Seattle í Bandaríkjunum, með Ameríkönum sem við höfðum kynnst. Þannig að á einu ári hoppa ég úr því að ljúga mig í starf sem forritari hjá INNN yfir í að flytja til Bandaríkjanna til að meika það,“ segir Sindri og skellir upp úr. Við vissum auðvitað ekkert hvað við vorum að gera og auðvitað var það ekkert að ganga að fá grænt kort og allt það sem þurfti. Það breytir því þó ekki að við vorum samt að vinna fyrir aðila eins og Microsoft og fleiri.“ Árin fyrir bankahrun Eftir ævintýrið í Bandaríkjunum, stofnaði Sindri fyrirtæki á Íslandi sem hét Curio og var staðsett í sama húsnæði og fyrirtækið Annað Veldi sem var stofnað af stofnendum Landsteina og Strengs sem síðar varð LS Retail. „Það krassaði auðvitað margt í netbólunni þegar hún sprakk uppúr aldamótum en Curio var að vinna mikið með Öðru Veldi og þeim Skúla Jóhannssyni og Guðbjarti Páli Guðbjartssyni. Á endanum rann Curio inn Annað Veldi, en helstu viðskiptavinirnir okkar voru Landsvirkjun og Íbúðalánasjóður.“ Með samrunanum varð Sindri að hluthafa í Öðru Veldi, en hélt þó áfram sem verktaki að starfa fyrir INNN. „Þeir þróuðu markaðstorg fyrir miðasölu, að mig minnir að erlendri fyrirmynd. Vefurinn hét midasala.is en þegar þetta fór á hausinn, endaði ég með að vinna áfram fyrir Salinn í Kópavogi og Sinfóníuhljómsveitina því þessir tveir aðilar höfðu verið að nota kerfið og þurftu eitthvað til að vinna áfram.“ Loks stakk Sindri upp á því við félaga sína í Öðru Veldi að þeir myndu sjálfir smíða miðasölukerfi. Sem var samþykkt og úr varð miðasölukerfi sem síðar varð Miði.is. „Þróunin á miðasölukerfinu hófst árið 2002, það kerfi fóru Salurinn og Sinfónían að nota en eins vorum við líka með svona staka stórviðburði eins og tónleika Snoop Dogg og fleiri. Borgarleikhúsið fór í loftið í janúar 2004 og nokkrum mánuðum síðar opnaði fyrsta útgáfan af midi.is vefnum en einungis voru teknar pantanir á netinu til að byrja með,“ segir Sindri sem dæmi um hvernig hið rafræna umhverfi íslenskra aðila var á þessum tíma. Eins og svo víðar, fór síðan allt á gott flug árin fyrir hrun. „Nýsir var stórt félag að byggja Hörpu á þessum tíma og Egilshöllina. Þeir komu inn í Miði.is sem hluthafar og á sama tíma var það tekið úr Öðru Veldi. Þeir Björn Hreiðar Björnsson og Einar Sævarsson sem voru þá starfsmenn Annars Veldis komu þá líka inn sem hluthafar í Miði.is og hættu hjá Öðru Veldi. Við ákváðum síðar að stofna sambærilegt fyrirtæki í Rúmeníu, eins fáranlega og það hljómar,“ segir Sindri og hlær. Sem þó var svo í anda útrásarinnar fyrir bankahrun: Að grípa öll tækifæri til að slá í gegn. Til Rúmeníu fór Sindri og bjó þar í nokkra mánuði. „Við gerðum þar samninga við tónleikahaldara, um fótboltaleiki, leikhús og fleira og Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, kom og var að aðstoða okkur. Svona eins og hann gerði mikið fyrir fólk í bissness. Okkur datt líka í hug að stofna midi.is á Mallorca, sem gekk nú svo illa að það fór aldrei í loftið en þetta var allt saman mjög fínt og gaman, því heima fyrir var Nýsir að styðja við bakið á okkur,“ segir Sindri. Því svona gerðust ævintýrin einmitt árin fyrir hrun. „Sumarið 2007 er ég síðan í sumarfríi að spóka mig í Kaupmannahöfn, þar sem ég heimsótti nokkur miðasölufyrirtæki. Svona til að heyra hvernig þeir væru að vinna og fleira. Á einum fundinum hugsaði ég með mér: Við gætum nú aldeilis hjálpað þeim þessum,“ segir Sindri og bætir við: „Þannig að ég stakk upp á því við hluthafana heima að við myndum kaupa þetta fyrirtæki.“ Sem félagarnir gerðu. Með fjármögnum frá Straum. „Þetta dróst aðeins og það var ekki fyrr en í febrúar árið 2008 sem kaupsamningurinn var undirritaður. Og ég verð nú að viðurkenna að verðmiðinn hafði þá þegar svolítið breyst því að íslenska krónan var farin að veikjast svo mikið á þessum tíma.“ Aftur flytur Sindri því til Danmerkur og stuttu síðar fylgdu þangað einnig Björn Hreiðar og Einar og eiginkonur þeirra. „Það fer síðan allt fjandans til stuttu síðar.“ Bankahrunið var skollið á. Tíðarandi áranna fyrir hrun endurspeglast vel í sögu Sindra, þegar öll tækifæri voru gripin (og fjármögnuð) til að slá í gegn í útlöndum. Miði.is fór á mikið flug en endaði í fangi banka eftir hrun en þá bjó og starfaði Sindri í Danmörku og ákvað að fara ekki heim að sinni. Enda allt farið hér fjandans til.Vísir/RAX Árin eftir bankahrun Vorið 2009 var staðan orðin þannig hjá fyrirtækinu að eigendurnir voru að missa fyrirtækið. Og eins og algengt var eftir bankahrun: Í fangið á lánveitendum. „Fyrirtækið var því í 90% eigu Straums en við félagarnir ákváðum að halda áfram að búa í Danmörku. Ég sá alla vega enga ástæðu til að fara heim því hér var allt farið til fjandans hvort eð er.“ Sindra leið samt alveg ágætlega. „Já ég var ekkert mjög leiður eða langt niðri. Auðvitað vann ég áfram eins og vitleysingur og við fórum að vinna í því að koma dönsku starfseminni til Noregs og Svíþjóðar og ég var bara á fullu í því.“ Árið 2010 kaupir 365 miðlar (nú Sýn) midi.is á Íslandi og við það slitnuðu öll tengsl Sindra við það fyrirtæki. Sindri hélt þó áfram að vinna fyrir danska útrásarfyrirtækið, en þó fór svo að honum og framkvæmdastjóranum linnti ekki vel saman og fór svo að Sindri sagði upp. „Það var hreint helvíti því að ég var neyddur til að vinna þar áfram í hálft ár og mátti hvorki segja starfsfólki né viðskiptavinum að ég væri að hætta.“ Um svipað leyti slitu Sindri og þáverandi kærastan samvistum, en eftir að Sindri fékk loksins að hætta, tók við ár þar sem hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Því í samningnum stóð að í eitt ár eftir starfslok mætti hann ekki vinna að neinu sambærilegu miðasöluverkefni né fyrir samkeppnisaðila. „Kristján Ólafsson bjó þá í Los Angeles og stakk upp á því að ég kæmi bara þangað. Sem ég og gerði. Enda var ég á launum við að vinna ekki neitt.“ Hundamynd í Hollywood Sindri viðurkennir að eftir erfiðan tíma í Kaupmannahöfn, tók við afar fjörugur tími í borg englanna. „Þetta var svolítið skrautlegur tími. Sigur Rós var að túra í Bandaríkjunum og oftar en ekki hoppuðum við félagarnir í rútuna hjá þeim og keyrðum eitthvað um Bandaríkin.“ Til að hafa eitthvað að gera, hjálpaði Sindri aðeins til við nokkur verkefni sem Kristján og faðir hans voru að vinna að fyrir Icelandic Glacial vatnsfyrirtækið en allt í einu fær Sindri þá hugmynd að fyrst hann ætti heima í Los Angeles, væri auðvitað tilvalið að búa til bíómynd. Bíómynd? „Já, við framleiddum hundamynd sem átti að vera svona jólahundamynd. Ég meira að segja sannfærði tvo meðlimi Sigur Rós og Andra Frey Viðarsson útvarpsmann með mér í þetta, Helgu Olafsson sem hafði þegar sett einhvern pening í nokkrar bíómyndir og fleiri,“ segir Sindri og heldur áfram. Þannig að úr varð að við framleiddum hundamynd sem ég verð að viðurkenna að var afar léleg. Þegar við horfðum á hana í fyrsta sinn, vorum við samt með popp og kók og smá stemningu í kringum þetta, en þegar myndin var búin spurði einhver: Hvað í fjandanum vorum við að gera?“ Það lygilega er þó er að það var peningurinn sem skilaði sér af þessari hundamynd, sem bjargaði fyrirtækinu Tixly nokkrum árum síðar. Eftir starfslok Sindra hjá dönsku miðasölukerfisfyrirtæki, mátti hann ekki vinna að neinu sambærilegu í eitt ár, flutti til Los Angeles, var á launum og ákvað að framleiða bíómynd. Sú bíómynd var afar léleg að sögn Sindra, en þó varð þessi bíómynd til þess að bjarga rekstri Tixly nokkrum árum síðar og vel það.Vísir/RAX Tixly stofnað Árið 2014 er Sindri fluttur aftur til Íslands og tekinn saman við barnsmóður sína, Írisi Hrönn Einarsdóttur. Með henni á hann þrjá syni: Ívan Elí (18), Ísak Orra (9) og Óliver Darra (8). „Þessi samkeppnisklausa um að ég mætti ekki vinna í miðasölubransanum gilti út mars árið 2014. Þann 1.apríl 2014, tilkynnti ég að ég ætlaði að opna tix.is í beinni samkeppni við midi.is.“ Kerfi tix.is fór í loftið í október 2014. „Við fórum í loftið með einn viðburð í sölu. Keppikeflið var að ná Hörpunni en þetta var svolítið erfiður tími, því pabbi lést úr krabbameini þetta ár og Íris var ófrísk af Ísak Orra. Pabbi lést þann 22.ágúst árið 2014 og tix.is fór í loftið 1.október það ár.“ Í febrúar árið 2015, náðust samningar við Hörpu. „Íris var sett þann 18.febrúar og það var ákveðið að skrifa undir samninginn við Hörpu þann 27.febrúar. Sem mér fannst nú ekkert mál því barnið yrði löngu komið í heiminn þá. Svo reyndist ekki vera því sonur okkar, Ísak Orri, fæðist 26.febrúar. Íris þurfti að fara í keisaraskurð og ég var upp á spítala alla nóttina, fór síðan niður í Hörpu til að kvitta á samninginn en síðan aftur upp á spítala,“ segir Sindri til útskýringar á því hversu margt var í gangi á sama tíma á þessu tímabili. „Vandinn var þó sá að ég var kominn í smá peningavandræði, þurfti að taka lán en staðan var þannig að til að þjónusta Hörpu þegar þeir færu í loftið 1.maí, var ljóst að ég þyrfti meiri pening og vissi því ekki hvort ég yrði einfaldlega að redda einhverjum fjárfestum inn í fyrirtækið,“ segir Sindri. En kemur þá að lygilega partinum í sögu Sindra. Nema að þá fæ ég allt í einu ávísun frá Bandaríkjunum og þeir peningar björguðu öllu, því þeir dugðu til fyrir reksturinn í nokkra mánuði.“ Eins og í bíómynd, gerðist það nefnilega að ávísunin góða var fyrir hundamyndina áðurnefndu. „Ætli ég sé ekki eini kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi sem hef fengið góðan pening fyrir bíómynd, því ég kom út í mjög góðum plús,“ segir Sindri og hlær. Það sem hafði þá gerst í millitíðinni var að Walmart í Bandaríkjunum hafði keypt nokkur tugi þúsunda eintaka af myndinni, sem einnig var talsett í löndum eins og Þýskalandi og Hollandi. „Kristján vinur minn sendi mér mynd af ávísuninni og þessi mynd er inn römmuð og hengd upp á vegg í Tixly.“ Covid: Hvers vegna ferðu ekki í útrás? Áður en varði, sölsaði Tixly undir sig íslenska markaðinum og fór svo að í lok árs 2019 buðu 365 miðlar Sindra að kaupa midi.is, sem hann gerði og lokaði því 1.janúar 2020. Útrásin var þá þegar farin á fullt flug, en til að byrja með, vildi Sindri ekki fara inn á markað í Danmörku, Svíþjóð og Noregi því það hefði rekist á við markaðssvæði gömlu samstarfsfélaga hans í Danmörku. Þegar danska fyrirtækið var hins vegar selt til Þýskalands, breyttist staðan og í dag er Tixly starfsrækt í níu löndum. Árið 2017 tók Hrefna Sif Jónsdóttir við framkvæmdastjórakeflinu á tix.is af Sindra, sem vildi einbeita sér að þróun starfseminnar á nýjum mörkuðum. Nánar má lesa um Tixly í viðtölum Atvinnulífsins við Hrefnu. Áfram hélt Sindri að vinna eins og brjálæðingur. Hreinlega myrkranna á milli ef þess þurfti. „Maður gerði bara allt sem þurfti: Var að forrita, selja, kynna, ferðast og svo framvegis.“ Sem þó tók sinn toll og auðvitað sat sitthvað á hakanum. Til dæmis fjölskyldan og sumarið 2019, ákvað Sindri líka að hætta að drekka. „Árið 2020 er staðan orðin þannig að við erum að ná ágætis hagnaði og vorum með áætlanir um að borga síðustu skuldirnar okkar í loks ársins,“ segir Sindri en bætir við: „En þá kom Covid.“ Sem svo neikvæð áhrif hafði á starfsemina að tekjurnar fóru ekki aðeins niður í núll, heldur urðu þær neikvæðar. „Við þurftum að endurgreiða fjármagn sem við höfðum verið að fá fyrir miðasölu nokkrum mánuðum áður.“ Staðan var ekki góð og í öllum löndum þar sem Tixly var starfrækt, var ráðist í aðgerðir til að reyna að forðast uppsagnir. Úrræði voru nýtt sem best þau voru í boði á hverjum stað. En allt kom fyrir ekki. „Það myndaðist ákveðin panikstaða eftir sumarið 2020, því allir héldu það sumar að Covid væri að klárast. En um haustið var ljóst að heimsfaraldurinn var alls ekkert á leiðinni að klárast og ég var ekki að sjá hvernig við ættum að komast yfir þennan hjalla.“ En hvað gerðist? Eitt kvöldið fer ég út að borða með konunni minni og Kristjáni Ólafssyni og konunni hans. Þar er ég að segja Kristjáni hver staðan er og hversu dimmt það væri yfir framundan. En þá segir Kristján: Af hverju ferðu ekki bara í meiri útrás?“ Sindri segir að þótt staðan hafi verið erfið, hafi hugmyndin um að nýta tímann til að fara í meiri útrás ekki farið frá honum. Hann ákvað því að setjast niður með hluta af starfsfólkinu, sem þegar hafði tekið á sig launaskerðingu til að mæta stöðunni. „Við Björn Steinar Árnason fórum yfir þessar hugmyndir með staffinu og tókum vel fram að þótt þetta væru hugmyndir um frekari vöxt, væri ekki hægt að lofa neinum greiðslum aukalega þótt laun allra hefðu þegar verið lækkuð. En málið er að þetta er bara svo frábært teymi í Tixly, að hópurinn ákvað að styðja okkur í þessa vegferð.“ Þegar lífið breyttist Ævintýrið hélt því áfram því nú var verið að skoða útrás í Bretlandi, Hollandi, Spáni og Ítalíu og afréð Sindri árið 2021 að flytja í nokkra mánuði til Rotterdam. „Ég ferðaðist mikið á þessum tíma og til að setja hlutina í samhengi, þá má nefna að á Íslandi eru seldir tæplega milljón miðar á ári fyrir alla viðburði. Með samningum við okkar stærstu erlendu viðskiptavini, erum við að selja 750 þúsund miða á ári frá einum þeirra,“ segir Sindri. Covid hélt þó áfram að hafa áhrif, enda var Sindri má segja alltaf í sóttkví. „Ég var samtals í 60 daga í sóttkví. Því stundum þurfti ég að fara til útlanda í fjóra daga, en koma síðan heim og vera í sóttkví í fimm daga. Almennt vann ég sextán klukkustundir á dag og svaf í átta.“ Á leiðinni heim úr einni slíkri ferð, breyttist lífið. „Ég var á leiðinni heim frá London þann 30.september árið 2021. Flýg heim með kvöldflugi og viðurkenni að þegar ég mætti á Heathrow flugvöllinn, fann ég að ég var algjörlega búinn á því. Konan mín hafði einmitt á orði við mig í símanum þetta kvöld, hvort mér væri ekki að færast of mikið í fang. Þetta væri orðið allt of mikið og ég væri nánast aldrei heima.“ Að fara frá því að vera með starfsemi í fjórum löndum í sjö eins og staðan var þá, var farið að taka á. Sindri ætlaði sér samt að vinna í flugvélinni á leiðinni heim, því morguninn eftir var þétt dagskrá og hádegisverður með starfsfólki, því Tixly var að fagna sjö ára afmælisárinu sínu. Hugmyndin var síðan að fara út að borða um kvöldið. „Ég endaði þó með að vinna ekkert í flugvélinni, því ég einfaldlega gat það ekki. Og þegar ég var að ganga ranann inn í flugstöð, fann ég allt í einu að ég var eins og sleginn niður.“ Sindri datt þó ekki, því hann náði að grípa í eitthvað sér til halds og trausts, en fann ískur í hægra eyranu og fannst hann ekki hafa neina stjórn á fótunum. Fólk hélt auðvitað að ég væri bara pissfullur en þegar ég var kominn niður að tollinum, hugsaði ég með mér að það væri eitthvað alvarlegt að því þarna átta ég mig á því að ég er búin að missa sjónina á hægra auga.“ Sem betur fer kom kona og aðstoðaði Sindra við að komast inn í sjúkraherbergi á flugvellinum. Þaðan er hann fluttur með sjúkrabíl til Keflavíkur en um klukkutíma síðar með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Í Reykjavík er Sindri strax settur í einhverjar myndatökur og sjálfur var hann nokkuð sannfærður um að allt þetta væri streitunni og álaginu að kenna. „Ég fékk síðan þetta fína einkaherbergi á spítalanum og sagði konunni minni bara að koma og kíkja á mig daginn eftir. Enda er Covid á þessum tíma. Það sem ég áttaði mig ekki á er að oft þegar fólk fær svona fín einkaherbergi á spítölum, þá er það merki um að það eru ekkert góðar fréttir framundan.“ Áður vann Sindri sextán tíma á dag, svaf þess á milli, sinnti fjölskyldunni lítið og í raun lifði hálf geðveiku lífi. Að fá heilablóðfall, missa allt jafnvægi, vera í viðvarandi kvíðakasti, hræddur við dauðann, étandi pillur, óvinnufær, í endurhæfingu og muna ekki neitt, breytti lífinu og viðhorfi Sindra algjörlega: Á endanum er það ekki vinnan sem skiptir öllu máli, heldur heilsan, fjölskyldan og vinir.Vísir/RAX „Ég vil ekki deyja“ Nóttin endaði þó sem erfið nótt, því rétt fyrir svefninn kemur læknir til Sindra og segir honum að blettir hafi fundist í heilanum á honum og að best væri að konan hans myndi koma um morguninn og vera viðstödd líka, þegar taugalæknir kæmi til að útskýra stöðuna. „Það er á þessu augnabliki sem ég átta mig á því að það er eitthvað verulega alvarlegt að,“ segir Sindri einlæglega og viðurkennir að þessa nótt endaði hann með að fá svefnlyf til þess einfaldlega að geta sofnað. Því hræðslan yfirtók. „Farðu bara að sofa, sagði læknirinn við mig eftir að hann segir mér að blettir hafi fundist. Sem auðvitað ég náði ekki að gera! Ég hringdi þó ekki í konuna mína fyrr en klukkan átta morguninn eftir, því hún var á afmæliskvöldverði Tixly með starfsfólki og ég vildi ekki eyðileggja þá stemningu. En læknirinn sagði mér samt þetta kvöld að tveir blóðtappar hafi fundist í heilanum og að ég sé ekkert að fara að vinna á næstunni.“ Hvað? hugsaði Sindri með sér. Ég skal alveg viðurkenna að ég vissi ekkert um blóðtappa eða heilablóðfall á þessum tíma. Ég var 43 ára og í mínum huga var heilablóðfall bara eitthvað sem gerðist hjá fólki yfir áttrætt.“ Fyrstu viðbrögðin sagði Sindri hafa verið sjokk. „Maður byrjar á því að fá bara sjokk. Ég brotnaði alveg niður, en vissi samt ekki alveg hvað verið var að tala um. Það var ekki fyrr en maður fór að gúggla sjálfur og lesa sig til, sem maður fór að fatta það betur.“ Tíminn sem tók við, var allt annar veruleiki en gilt hafði hjá manninum sem við höfum verið að lesa okkur til um. „Mér var afhentur poki af lyfjum og það átti að senda mig heim. Sem ég þvertók fyrir að gera, því þar vorum við með tvö lítil börn. Í tvær vikur var ég því á sjúkrahóteli, með parkótín forte, svefnlyf og kvíðalyf og engan til að fylgjast með mér. Ég mundi ekki neitt og vegna verkja át ég bara fullt af pillum.“ Í endurhæfingu á Grensás þurfti Sindri að læra að ná jafnvægi upp á nýtt, en það var alveg farið. Fyrst segir hann báðar hliðar líkamans, hafa verið óreglulegar en í kjölfar kvíðakasts sem Sindri fékk, versnaði vinstri hliðin. Ég myndi samt segja að líkaminn hafi náð bata fyrst, því sjálfur var ég í viðvarandi kvíðakasti. Ég man eftir að hafa eitt sinn verið að staulast inn á klósett og hugsað með mér: Er ég virkilega kominn á þennan stað í lífinu? Er þetta staðurinn sem ég verð á?“ Sindri segir að kvíðinn sem fylgi svona veikindum, geti verið mjög mikill og vondur. „Ég veit ekki hversu oft ég fór upp á bráðadeild næstu mánuði á eftir. Því ég var alltaf svo hræddur um að ég væri að fá heilablóðfall aftur. Sérstaklega eftir að þvagfærasýkingin greindist, því þá kom í ljós að án þess að nokkur vissi, hefði ég í raun fengið annan blóðtappa. Eitthvað sem búið var að segja mér að gæti ekki gerst.“ Sitthvað gangi líka á og mistök geti gerst. „Það fylgja svona veikindum alls konar mál. Mistök jafnvel eða röng lyf.“ Um áramótin 2021/2022 er Sindri komin heim og í febrúar byrjaði hann aðeins að vinna aftur. „En eftir tvo daga, bað Hrefna mig einfaldlega um að mæta ekki. Því ég myndi hreinlega ekki neitt. Eitthvað væri sagt við mig og ég mundi það ekki daginn eftir. Eða ég sagði eitthvað við starfsfólk og mundi það ekki sjálfur daginn eftir.“ Í apríl 2022 fór Sindri á heilsustofnunina í Hveragerði, sem gerði honum mjög gott líkamlega. „En kvíðinn fór ekki. Ég var áfram rosalega kvíðinn.“ Sindri segir tilfinningaflóru í svona veikindum, vera flókna. „Ég var mjög þakklátur fyrir margt. Enda veit ég að fólk getur hæglega endað í hjólastól eftir heilablóðfall, það gerðist ekki hjá mér. En inn í þetta spilar svo margt. Um tíma varð ég til dæmis ofboðslega hræddur við dauðann,“ segir Sindri og bætir við: Ég er nokkuð viss um að stór hluti skýringanna á því hvað ég fór oft upp á bráðadeild árið á eftir, var þessi hræðsla við dauðann. Ég man alveg eftir skiptum þar sem ég er að drepast úr verkjum og endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja.“ Þakklætið Í dag horfir Sindri öðrum augum á veikindin sín. „Í dag er ég fyrst og fremst þakklátur því að hafa fengið þetta heilablóðfall. Því í dag átta ég mig á því að ef ég hefði ekki veikst, hefði ég örugglega haldið áfram að vinna og lifa eins og ég gerði. Sem var ákveðin geðveiki út af fyrir sig, þótt ég hafi ekki áttað mig á því.“ Sindri upplifir lífið sitt því betra í dag. „Ég upplifi þetta sem mitt tækifæri í lífinu, til að lifa betra lífi og heilbrigðara en áður. Ég viðurkenni alveg að það tók mig langan tíma eftir heilablóðfallið að komast á þann stað sem ég er á í dag, en ég myndi aldrei vilja hverfa aftur til fortíðar í samanburði við lífið eins og það er í dag.“ Sindri er þó enn að vinna og segir vinnuna enn skipta sig máli. „Ekki misskilja mig, mér finnst rosalega gaman að vinna og það er gefandi að vera í svona hópi eins og í Tixly, þar sem maður upplifir fólk sem þekktist kannski ekki fyrir nokkrum árum síðan, knúsast af innileika í dag því vinskapurinn er orðinn svo mikill og góður,“ nefnir Sindri sem dæmi, enda nýkomin frá starfsmannagleði sem haldin var í Hollandi um liðna helgi. „En í stóru myndinni þá segi ég samt: Vinnan er ekki það sem skiptir öllu máli. Þú heyrir engan segja það við dánarbeðið í ellinni að vinnan standi uppúr. Það eru frekar fjölskyldan mín, vinir mínir og svo framvegis. Það er fólkið og heilsan sem skiptir mestu.“ Sindri segir lærdóm alvarlegra veikinda skila því að allt lífsviðhorf breytist. „Ég er að vinna í 50 manna fyrirtæki í dag sem vinnur með 200 menningarhúsum víða um heim. Ef að fótunum hefði ekki verið kippt svona undan mér, hefði ég pottþétt haldið áfram að vera með puttana í þessu öllu saman, það hefði ekki stoppað mig að vera ekki framkvæmdastjóri lengur, sem ég ætlaði mér svo sem aldrei að vera til lengdar. Í dag myndi ég samt alltaf segja við ungan mann sem vinnur eins og ég vann alltaf: Fyrir hvern ertu að gera þetta? Hvað er það í raun sem skiptir þig mestu máli í lífinu? Og samræma síðan lífið þitt við það sem þú gerir og starfar við.“ Vísir er í eigu Sýnar. Heilsa Geðheilbrigði Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
„Konan mín mátti ekki vera hjá mér vegna Covid. En ég var að drepast úr sársauka þannig að þeir enduðu með að sprauta mig niður með morfíni,“ segir Sindri þegar hann rifar upp eina af fjölmörgum heimsóknum hans á bráðamóttökuna. Því Sindri fékk heilablóðfall aðeins 43 ára gamall. „Í þetta sinn kom reyndar í ljós að ég var með þvagfærasýkingu. Það sem kom hins vegar líka í ljós er að ég hafði greinilega fengið annan blóðtappa í ágúst, sem fór framhjá öllum.“ Áskorun á Vísi fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag lærum við um það, hvernig lífið og lífsviðhorfið getur breyst, þegar ungt fólk á framabraut einfaldlega veikist alvarlega. Sem alltaf gerist óvænt. Ekkert aprílgabb Það er gaman að fara yfir starfsferil Sindra. Enda frekar óvenjuleg saga. Og þrælfyndin á köflum. Meira að segja lygileg á stundum. Sindri er fæddur þann 1.apríl 1978 í Reykjavík, en ólst upp að megninu til á Seltjarnarnesi. Sindri á tvo bræður, annan fjórum árum eldri, Ólafur og hinn níu árum yngri, Þórir Jökull, sem nú starfar sem fjármálastjóri hjá Tixly. Snemma beygðist krókurinn hjá Sindra, því aðeins fimm ára fór hann að þreifa fyrir sér með alls kyns hluti tengt tölvum og forritun. „Ég var rólegt barn, hafði gaman af því að leika mér með legókubba og öllu því sem hægt var að taka í sundur og setja saman aftur,“ segir Sindri og bætir við: „Pabbi var algjörlega tækjaóður og sex ára var ég því farin að spila tölvuleiki á Sinclair Spectrum tölvu sem hann hafði keypt. Með tölvunni fylgdi bók með tíu tölvuleikjum og þetta gekk þannig fyrir sig að maður þurfti að skrifa kóðana sjálfur.“ Sem tók afar langan tíma. „Ef þú gerðir villu, þurftir þú að fara í gegnum allt aftur til að finna villuna en almennt fékk maður fróðleikinn í gegnum bækur og tölvublöð. Um sjö ára var ég farinn að pikka inn mína sér kóða til að lengja í lífunum í tölvuleikjum og fleira. Næstu árin hlustaði Sindri líka mikið á tónlist. „Til viðbótar við það að nördast í tölvum, hlustaði ég mikið á sixties tónlist. Í raun sýndi ég áhuga á öllu því sem pabbi gerði.“ Faðir Sindra, Finnbogi Breiðfjörð Ólafsson, lést árið 2014 og móðir hans er Þórleif Drífa Jónsdóttir. Þegar ég var síðan tólf til þrettán ára hætti ég í tölvum. Því þá áttaði ég mig á því að maður væri ekkert svalur ef maður væri alltaf í tölvum, það þótti ekkert kúl þá. Til að verða svalur, ákvað ég að læra á gítar.“ Töffari með gítar Sindri lærði á gítar og við tóku nokkur ár þar sem hann var ýmist í því að stofna hljómsveit eða að taka þátt í að vera í hljómsveit. „Ég fór í MH en flestir vinir mínir voru í MR. Mig langaði hins vegar á tónlistarbrautina sem var í MH en ég verð að viðurkenna að ég lærði ekki neitt þar. Því ég mætti aldrei í tíma,“ segir Sindri einlægur. „Ég fór samt alltaf í skólann á morgnana og var þar allan daginn. En bara skrópaði í tímum og var með hinum sem skrópuðu að reykja og svona. Oft fundum við okkur líka einhvern æfingarstað til að spila tónlist.“ Sem á þessum tíma sá fyrir sér frægð og frama á fullorðinsárunum, í tónlistarbransanum. Sindri viðurkennir að hafa á þessum árum, breyst frá því að vera rólega barnið sem dundaði sér við legó eða í tölvum, yfir í að vera smá villingur með vesen. Hann fór þó í lýðháskóla til Danmerkur í hálft ár, kom heim og fór aftur í MH en flosnaði endanlega upp úr því námi og fór að vinna. „Reyndar fór ég ekki strax heim, því í einhverjar tvær vikur bjó ég í tjaldi og spilaði á gítar á götum til að safna mér pening til að fara á Hróaskelduhátíðina,“ segir Sindri spánskur. Og viðurkennir að þar hafi verið „rosa fjör.“ ,,Við skulum bara segja að ég hafi skemmt mér mjög vel þar já.“ Sindri segir að þótt mikið hafi verið um djamm og gaman á þessum árum, eigi hann enn stóran vinahóp frá þessum tíma. „Sumarið sem ég var 19 ára fórum við nokkrir vinirnir saman til Danmerkur og leigðum okkur þar íbúð. Ég kynntist danskri stelpu og við fórum að búa saman í Árósum. „Þar er ég atvinnulaus á bótum heillengi, en fór þá allt í einu að hugsa um það að eitt sinn hefði ég verið mjög góður í tölvum þannig að ég hlyti að vera það enn þá. Ég reddaði mér því nokkrum tölvubókum á bókasafninu í Árósum, fór að rifja eitthvað upp og endaði síðan með að taka nokkur stöðupróf til að komast inn í tölvunarfræði í Iðnskólanum.“ Sindri sjálflærði að kóða sem barn, en hætti í tölvum sem unglingur því að þá þóttu tölvur ekkert kúl. Til að verða svalur, lærði Sindri á gítar, skrópaði mikið í skóla og endaði síðan með að ljúga um getu sína og þekkingu í forritun, til að fá vinnu hjá hugbúnaðarfyrirtækinu INNN. Vísir/RAX Að meika það og feika það… Það var þó ekki fyrr en 1999 sem Sindri og danska kærastan fluttu til Íslands. Þar byrjaði Sindri í Iðnskólanum, þá 21 árs. „Ég var samt bara eina önn í skólanum, því um sumarið fékk ég vinnu hjá fyrirtæki sem hét INNN. Ég fór í atvinnuviðtal og laug alveg svakalega mikið til um hvað ég kunni. Þóttist kunna miklu meir en ég gerði í raun,“ segir Sindri og hlær. „Þann 1.júní 1999 mætti ég á slaginu klukkan níu til vinnu hjá INNN. En beið þar fyrir utan til klukkan ellefu þar til strákarnir sjálfir mættu!“ Sindri segir þetta þó hafa verið skemmtilegan og afar lærdómsríkan tíma. „Ég var ekki með internet heima hjá mér þannig að ég var mikið öll kvöld og um helgar í vinnunni. Á mjög stuttum tíma lærði ég í raun loks allt sem ég átti að geta gert í vinnunni. Við kærastan ákváðum samt að flytja aftur til Árósa, þar keyptum við okkur íbúð en um tíma vann ég í fjarvinnu fyrir INNN.“ Sem Sindri segir að mestu hafa falist í að gera alls kyns vefsíður og kerfi fyrir íslensk fyrirtæki sem mörg hver voru að stíga sín fyrstu skref inn í tæknilegan heim internetsins. „Við vorum að vinna vefsíður fyrir aðila eins og SPRON og Kaupþing og bókunakerfi fyrir ferðaskrifstofur eins og Samvinnuferðir Landsýn og fleiri,“ segir Sindri sem dæmi um verkefni INNN. Þar sem hann starfaði meðal annars með Kristjáni Ólafssyni, Jóni Dal, Birni Patrick Swift, Andrési Jónssyni og fleirum. „Andrés fékk síðan þá hugmynd að við myndum stofna fyrirtæki í Seattle í Bandaríkjunum, með Ameríkönum sem við höfðum kynnst. Þannig að á einu ári hoppa ég úr því að ljúga mig í starf sem forritari hjá INNN yfir í að flytja til Bandaríkjanna til að meika það,“ segir Sindri og skellir upp úr. Við vissum auðvitað ekkert hvað við vorum að gera og auðvitað var það ekkert að ganga að fá grænt kort og allt það sem þurfti. Það breytir því þó ekki að við vorum samt að vinna fyrir aðila eins og Microsoft og fleiri.“ Árin fyrir bankahrun Eftir ævintýrið í Bandaríkjunum, stofnaði Sindri fyrirtæki á Íslandi sem hét Curio og var staðsett í sama húsnæði og fyrirtækið Annað Veldi sem var stofnað af stofnendum Landsteina og Strengs sem síðar varð LS Retail. „Það krassaði auðvitað margt í netbólunni þegar hún sprakk uppúr aldamótum en Curio var að vinna mikið með Öðru Veldi og þeim Skúla Jóhannssyni og Guðbjarti Páli Guðbjartssyni. Á endanum rann Curio inn Annað Veldi, en helstu viðskiptavinirnir okkar voru Landsvirkjun og Íbúðalánasjóður.“ Með samrunanum varð Sindri að hluthafa í Öðru Veldi, en hélt þó áfram sem verktaki að starfa fyrir INNN. „Þeir þróuðu markaðstorg fyrir miðasölu, að mig minnir að erlendri fyrirmynd. Vefurinn hét midasala.is en þegar þetta fór á hausinn, endaði ég með að vinna áfram fyrir Salinn í Kópavogi og Sinfóníuhljómsveitina því þessir tveir aðilar höfðu verið að nota kerfið og þurftu eitthvað til að vinna áfram.“ Loks stakk Sindri upp á því við félaga sína í Öðru Veldi að þeir myndu sjálfir smíða miðasölukerfi. Sem var samþykkt og úr varð miðasölukerfi sem síðar varð Miði.is. „Þróunin á miðasölukerfinu hófst árið 2002, það kerfi fóru Salurinn og Sinfónían að nota en eins vorum við líka með svona staka stórviðburði eins og tónleika Snoop Dogg og fleiri. Borgarleikhúsið fór í loftið í janúar 2004 og nokkrum mánuðum síðar opnaði fyrsta útgáfan af midi.is vefnum en einungis voru teknar pantanir á netinu til að byrja með,“ segir Sindri sem dæmi um hvernig hið rafræna umhverfi íslenskra aðila var á þessum tíma. Eins og svo víðar, fór síðan allt á gott flug árin fyrir hrun. „Nýsir var stórt félag að byggja Hörpu á þessum tíma og Egilshöllina. Þeir komu inn í Miði.is sem hluthafar og á sama tíma var það tekið úr Öðru Veldi. Þeir Björn Hreiðar Björnsson og Einar Sævarsson sem voru þá starfsmenn Annars Veldis komu þá líka inn sem hluthafar í Miði.is og hættu hjá Öðru Veldi. Við ákváðum síðar að stofna sambærilegt fyrirtæki í Rúmeníu, eins fáranlega og það hljómar,“ segir Sindri og hlær. Sem þó var svo í anda útrásarinnar fyrir bankahrun: Að grípa öll tækifæri til að slá í gegn. Til Rúmeníu fór Sindri og bjó þar í nokkra mánuði. „Við gerðum þar samninga við tónleikahaldara, um fótboltaleiki, leikhús og fleira og Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, kom og var að aðstoða okkur. Svona eins og hann gerði mikið fyrir fólk í bissness. Okkur datt líka í hug að stofna midi.is á Mallorca, sem gekk nú svo illa að það fór aldrei í loftið en þetta var allt saman mjög fínt og gaman, því heima fyrir var Nýsir að styðja við bakið á okkur,“ segir Sindri. Því svona gerðust ævintýrin einmitt árin fyrir hrun. „Sumarið 2007 er ég síðan í sumarfríi að spóka mig í Kaupmannahöfn, þar sem ég heimsótti nokkur miðasölufyrirtæki. Svona til að heyra hvernig þeir væru að vinna og fleira. Á einum fundinum hugsaði ég með mér: Við gætum nú aldeilis hjálpað þeim þessum,“ segir Sindri og bætir við: „Þannig að ég stakk upp á því við hluthafana heima að við myndum kaupa þetta fyrirtæki.“ Sem félagarnir gerðu. Með fjármögnum frá Straum. „Þetta dróst aðeins og það var ekki fyrr en í febrúar árið 2008 sem kaupsamningurinn var undirritaður. Og ég verð nú að viðurkenna að verðmiðinn hafði þá þegar svolítið breyst því að íslenska krónan var farin að veikjast svo mikið á þessum tíma.“ Aftur flytur Sindri því til Danmerkur og stuttu síðar fylgdu þangað einnig Björn Hreiðar og Einar og eiginkonur þeirra. „Það fer síðan allt fjandans til stuttu síðar.“ Bankahrunið var skollið á. Tíðarandi áranna fyrir hrun endurspeglast vel í sögu Sindra, þegar öll tækifæri voru gripin (og fjármögnuð) til að slá í gegn í útlöndum. Miði.is fór á mikið flug en endaði í fangi banka eftir hrun en þá bjó og starfaði Sindri í Danmörku og ákvað að fara ekki heim að sinni. Enda allt farið hér fjandans til.Vísir/RAX Árin eftir bankahrun Vorið 2009 var staðan orðin þannig hjá fyrirtækinu að eigendurnir voru að missa fyrirtækið. Og eins og algengt var eftir bankahrun: Í fangið á lánveitendum. „Fyrirtækið var því í 90% eigu Straums en við félagarnir ákváðum að halda áfram að búa í Danmörku. Ég sá alla vega enga ástæðu til að fara heim því hér var allt farið til fjandans hvort eð er.“ Sindra leið samt alveg ágætlega. „Já ég var ekkert mjög leiður eða langt niðri. Auðvitað vann ég áfram eins og vitleysingur og við fórum að vinna í því að koma dönsku starfseminni til Noregs og Svíþjóðar og ég var bara á fullu í því.“ Árið 2010 kaupir 365 miðlar (nú Sýn) midi.is á Íslandi og við það slitnuðu öll tengsl Sindra við það fyrirtæki. Sindri hélt þó áfram að vinna fyrir danska útrásarfyrirtækið, en þó fór svo að honum og framkvæmdastjóranum linnti ekki vel saman og fór svo að Sindri sagði upp. „Það var hreint helvíti því að ég var neyddur til að vinna þar áfram í hálft ár og mátti hvorki segja starfsfólki né viðskiptavinum að ég væri að hætta.“ Um svipað leyti slitu Sindri og þáverandi kærastan samvistum, en eftir að Sindri fékk loksins að hætta, tók við ár þar sem hann vissi ekkert hvað hann ætti að gera. Því í samningnum stóð að í eitt ár eftir starfslok mætti hann ekki vinna að neinu sambærilegu miðasöluverkefni né fyrir samkeppnisaðila. „Kristján Ólafsson bjó þá í Los Angeles og stakk upp á því að ég kæmi bara þangað. Sem ég og gerði. Enda var ég á launum við að vinna ekki neitt.“ Hundamynd í Hollywood Sindri viðurkennir að eftir erfiðan tíma í Kaupmannahöfn, tók við afar fjörugur tími í borg englanna. „Þetta var svolítið skrautlegur tími. Sigur Rós var að túra í Bandaríkjunum og oftar en ekki hoppuðum við félagarnir í rútuna hjá þeim og keyrðum eitthvað um Bandaríkin.“ Til að hafa eitthvað að gera, hjálpaði Sindri aðeins til við nokkur verkefni sem Kristján og faðir hans voru að vinna að fyrir Icelandic Glacial vatnsfyrirtækið en allt í einu fær Sindri þá hugmynd að fyrst hann ætti heima í Los Angeles, væri auðvitað tilvalið að búa til bíómynd. Bíómynd? „Já, við framleiddum hundamynd sem átti að vera svona jólahundamynd. Ég meira að segja sannfærði tvo meðlimi Sigur Rós og Andra Frey Viðarsson útvarpsmann með mér í þetta, Helgu Olafsson sem hafði þegar sett einhvern pening í nokkrar bíómyndir og fleiri,“ segir Sindri og heldur áfram. Þannig að úr varð að við framleiddum hundamynd sem ég verð að viðurkenna að var afar léleg. Þegar við horfðum á hana í fyrsta sinn, vorum við samt með popp og kók og smá stemningu í kringum þetta, en þegar myndin var búin spurði einhver: Hvað í fjandanum vorum við að gera?“ Það lygilega er þó er að það var peningurinn sem skilaði sér af þessari hundamynd, sem bjargaði fyrirtækinu Tixly nokkrum árum síðar. Eftir starfslok Sindra hjá dönsku miðasölukerfisfyrirtæki, mátti hann ekki vinna að neinu sambærilegu í eitt ár, flutti til Los Angeles, var á launum og ákvað að framleiða bíómynd. Sú bíómynd var afar léleg að sögn Sindra, en þó varð þessi bíómynd til þess að bjarga rekstri Tixly nokkrum árum síðar og vel það.Vísir/RAX Tixly stofnað Árið 2014 er Sindri fluttur aftur til Íslands og tekinn saman við barnsmóður sína, Írisi Hrönn Einarsdóttur. Með henni á hann þrjá syni: Ívan Elí (18), Ísak Orra (9) og Óliver Darra (8). „Þessi samkeppnisklausa um að ég mætti ekki vinna í miðasölubransanum gilti út mars árið 2014. Þann 1.apríl 2014, tilkynnti ég að ég ætlaði að opna tix.is í beinni samkeppni við midi.is.“ Kerfi tix.is fór í loftið í október 2014. „Við fórum í loftið með einn viðburð í sölu. Keppikeflið var að ná Hörpunni en þetta var svolítið erfiður tími, því pabbi lést úr krabbameini þetta ár og Íris var ófrísk af Ísak Orra. Pabbi lést þann 22.ágúst árið 2014 og tix.is fór í loftið 1.október það ár.“ Í febrúar árið 2015, náðust samningar við Hörpu. „Íris var sett þann 18.febrúar og það var ákveðið að skrifa undir samninginn við Hörpu þann 27.febrúar. Sem mér fannst nú ekkert mál því barnið yrði löngu komið í heiminn þá. Svo reyndist ekki vera því sonur okkar, Ísak Orri, fæðist 26.febrúar. Íris þurfti að fara í keisaraskurð og ég var upp á spítala alla nóttina, fór síðan niður í Hörpu til að kvitta á samninginn en síðan aftur upp á spítala,“ segir Sindri til útskýringar á því hversu margt var í gangi á sama tíma á þessu tímabili. „Vandinn var þó sá að ég var kominn í smá peningavandræði, þurfti að taka lán en staðan var þannig að til að þjónusta Hörpu þegar þeir færu í loftið 1.maí, var ljóst að ég þyrfti meiri pening og vissi því ekki hvort ég yrði einfaldlega að redda einhverjum fjárfestum inn í fyrirtækið,“ segir Sindri. En kemur þá að lygilega partinum í sögu Sindra. Nema að þá fæ ég allt í einu ávísun frá Bandaríkjunum og þeir peningar björguðu öllu, því þeir dugðu til fyrir reksturinn í nokkra mánuði.“ Eins og í bíómynd, gerðist það nefnilega að ávísunin góða var fyrir hundamyndina áðurnefndu. „Ætli ég sé ekki eini kvikmyndaframleiðandinn á Íslandi sem hef fengið góðan pening fyrir bíómynd, því ég kom út í mjög góðum plús,“ segir Sindri og hlær. Það sem hafði þá gerst í millitíðinni var að Walmart í Bandaríkjunum hafði keypt nokkur tugi þúsunda eintaka af myndinni, sem einnig var talsett í löndum eins og Þýskalandi og Hollandi. „Kristján vinur minn sendi mér mynd af ávísuninni og þessi mynd er inn römmuð og hengd upp á vegg í Tixly.“ Covid: Hvers vegna ferðu ekki í útrás? Áður en varði, sölsaði Tixly undir sig íslenska markaðinum og fór svo að í lok árs 2019 buðu 365 miðlar Sindra að kaupa midi.is, sem hann gerði og lokaði því 1.janúar 2020. Útrásin var þá þegar farin á fullt flug, en til að byrja með, vildi Sindri ekki fara inn á markað í Danmörku, Svíþjóð og Noregi því það hefði rekist á við markaðssvæði gömlu samstarfsfélaga hans í Danmörku. Þegar danska fyrirtækið var hins vegar selt til Þýskalands, breyttist staðan og í dag er Tixly starfsrækt í níu löndum. Árið 2017 tók Hrefna Sif Jónsdóttir við framkvæmdastjórakeflinu á tix.is af Sindra, sem vildi einbeita sér að þróun starfseminnar á nýjum mörkuðum. Nánar má lesa um Tixly í viðtölum Atvinnulífsins við Hrefnu. Áfram hélt Sindri að vinna eins og brjálæðingur. Hreinlega myrkranna á milli ef þess þurfti. „Maður gerði bara allt sem þurfti: Var að forrita, selja, kynna, ferðast og svo framvegis.“ Sem þó tók sinn toll og auðvitað sat sitthvað á hakanum. Til dæmis fjölskyldan og sumarið 2019, ákvað Sindri líka að hætta að drekka. „Árið 2020 er staðan orðin þannig að við erum að ná ágætis hagnaði og vorum með áætlanir um að borga síðustu skuldirnar okkar í loks ársins,“ segir Sindri en bætir við: „En þá kom Covid.“ Sem svo neikvæð áhrif hafði á starfsemina að tekjurnar fóru ekki aðeins niður í núll, heldur urðu þær neikvæðar. „Við þurftum að endurgreiða fjármagn sem við höfðum verið að fá fyrir miðasölu nokkrum mánuðum áður.“ Staðan var ekki góð og í öllum löndum þar sem Tixly var starfrækt, var ráðist í aðgerðir til að reyna að forðast uppsagnir. Úrræði voru nýtt sem best þau voru í boði á hverjum stað. En allt kom fyrir ekki. „Það myndaðist ákveðin panikstaða eftir sumarið 2020, því allir héldu það sumar að Covid væri að klárast. En um haustið var ljóst að heimsfaraldurinn var alls ekkert á leiðinni að klárast og ég var ekki að sjá hvernig við ættum að komast yfir þennan hjalla.“ En hvað gerðist? Eitt kvöldið fer ég út að borða með konunni minni og Kristjáni Ólafssyni og konunni hans. Þar er ég að segja Kristjáni hver staðan er og hversu dimmt það væri yfir framundan. En þá segir Kristján: Af hverju ferðu ekki bara í meiri útrás?“ Sindri segir að þótt staðan hafi verið erfið, hafi hugmyndin um að nýta tímann til að fara í meiri útrás ekki farið frá honum. Hann ákvað því að setjast niður með hluta af starfsfólkinu, sem þegar hafði tekið á sig launaskerðingu til að mæta stöðunni. „Við Björn Steinar Árnason fórum yfir þessar hugmyndir með staffinu og tókum vel fram að þótt þetta væru hugmyndir um frekari vöxt, væri ekki hægt að lofa neinum greiðslum aukalega þótt laun allra hefðu þegar verið lækkuð. En málið er að þetta er bara svo frábært teymi í Tixly, að hópurinn ákvað að styðja okkur í þessa vegferð.“ Þegar lífið breyttist Ævintýrið hélt því áfram því nú var verið að skoða útrás í Bretlandi, Hollandi, Spáni og Ítalíu og afréð Sindri árið 2021 að flytja í nokkra mánuði til Rotterdam. „Ég ferðaðist mikið á þessum tíma og til að setja hlutina í samhengi, þá má nefna að á Íslandi eru seldir tæplega milljón miðar á ári fyrir alla viðburði. Með samningum við okkar stærstu erlendu viðskiptavini, erum við að selja 750 þúsund miða á ári frá einum þeirra,“ segir Sindri. Covid hélt þó áfram að hafa áhrif, enda var Sindri má segja alltaf í sóttkví. „Ég var samtals í 60 daga í sóttkví. Því stundum þurfti ég að fara til útlanda í fjóra daga, en koma síðan heim og vera í sóttkví í fimm daga. Almennt vann ég sextán klukkustundir á dag og svaf í átta.“ Á leiðinni heim úr einni slíkri ferð, breyttist lífið. „Ég var á leiðinni heim frá London þann 30.september árið 2021. Flýg heim með kvöldflugi og viðurkenni að þegar ég mætti á Heathrow flugvöllinn, fann ég að ég var algjörlega búinn á því. Konan mín hafði einmitt á orði við mig í símanum þetta kvöld, hvort mér væri ekki að færast of mikið í fang. Þetta væri orðið allt of mikið og ég væri nánast aldrei heima.“ Að fara frá því að vera með starfsemi í fjórum löndum í sjö eins og staðan var þá, var farið að taka á. Sindri ætlaði sér samt að vinna í flugvélinni á leiðinni heim, því morguninn eftir var þétt dagskrá og hádegisverður með starfsfólki, því Tixly var að fagna sjö ára afmælisárinu sínu. Hugmyndin var síðan að fara út að borða um kvöldið. „Ég endaði þó með að vinna ekkert í flugvélinni, því ég einfaldlega gat það ekki. Og þegar ég var að ganga ranann inn í flugstöð, fann ég allt í einu að ég var eins og sleginn niður.“ Sindri datt þó ekki, því hann náði að grípa í eitthvað sér til halds og trausts, en fann ískur í hægra eyranu og fannst hann ekki hafa neina stjórn á fótunum. Fólk hélt auðvitað að ég væri bara pissfullur en þegar ég var kominn niður að tollinum, hugsaði ég með mér að það væri eitthvað alvarlegt að því þarna átta ég mig á því að ég er búin að missa sjónina á hægra auga.“ Sem betur fer kom kona og aðstoðaði Sindra við að komast inn í sjúkraherbergi á flugvellinum. Þaðan er hann fluttur með sjúkrabíl til Keflavíkur en um klukkutíma síðar með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Í Reykjavík er Sindri strax settur í einhverjar myndatökur og sjálfur var hann nokkuð sannfærður um að allt þetta væri streitunni og álaginu að kenna. „Ég fékk síðan þetta fína einkaherbergi á spítalanum og sagði konunni minni bara að koma og kíkja á mig daginn eftir. Enda er Covid á þessum tíma. Það sem ég áttaði mig ekki á er að oft þegar fólk fær svona fín einkaherbergi á spítölum, þá er það merki um að það eru ekkert góðar fréttir framundan.“ Áður vann Sindri sextán tíma á dag, svaf þess á milli, sinnti fjölskyldunni lítið og í raun lifði hálf geðveiku lífi. Að fá heilablóðfall, missa allt jafnvægi, vera í viðvarandi kvíðakasti, hræddur við dauðann, étandi pillur, óvinnufær, í endurhæfingu og muna ekki neitt, breytti lífinu og viðhorfi Sindra algjörlega: Á endanum er það ekki vinnan sem skiptir öllu máli, heldur heilsan, fjölskyldan og vinir.Vísir/RAX „Ég vil ekki deyja“ Nóttin endaði þó sem erfið nótt, því rétt fyrir svefninn kemur læknir til Sindra og segir honum að blettir hafi fundist í heilanum á honum og að best væri að konan hans myndi koma um morguninn og vera viðstödd líka, þegar taugalæknir kæmi til að útskýra stöðuna. „Það er á þessu augnabliki sem ég átta mig á því að það er eitthvað verulega alvarlegt að,“ segir Sindri einlæglega og viðurkennir að þessa nótt endaði hann með að fá svefnlyf til þess einfaldlega að geta sofnað. Því hræðslan yfirtók. „Farðu bara að sofa, sagði læknirinn við mig eftir að hann segir mér að blettir hafi fundist. Sem auðvitað ég náði ekki að gera! Ég hringdi þó ekki í konuna mína fyrr en klukkan átta morguninn eftir, því hún var á afmæliskvöldverði Tixly með starfsfólki og ég vildi ekki eyðileggja þá stemningu. En læknirinn sagði mér samt þetta kvöld að tveir blóðtappar hafi fundist í heilanum og að ég sé ekkert að fara að vinna á næstunni.“ Hvað? hugsaði Sindri með sér. Ég skal alveg viðurkenna að ég vissi ekkert um blóðtappa eða heilablóðfall á þessum tíma. Ég var 43 ára og í mínum huga var heilablóðfall bara eitthvað sem gerðist hjá fólki yfir áttrætt.“ Fyrstu viðbrögðin sagði Sindri hafa verið sjokk. „Maður byrjar á því að fá bara sjokk. Ég brotnaði alveg niður, en vissi samt ekki alveg hvað verið var að tala um. Það var ekki fyrr en maður fór að gúggla sjálfur og lesa sig til, sem maður fór að fatta það betur.“ Tíminn sem tók við, var allt annar veruleiki en gilt hafði hjá manninum sem við höfum verið að lesa okkur til um. „Mér var afhentur poki af lyfjum og það átti að senda mig heim. Sem ég þvertók fyrir að gera, því þar vorum við með tvö lítil börn. Í tvær vikur var ég því á sjúkrahóteli, með parkótín forte, svefnlyf og kvíðalyf og engan til að fylgjast með mér. Ég mundi ekki neitt og vegna verkja át ég bara fullt af pillum.“ Í endurhæfingu á Grensás þurfti Sindri að læra að ná jafnvægi upp á nýtt, en það var alveg farið. Fyrst segir hann báðar hliðar líkamans, hafa verið óreglulegar en í kjölfar kvíðakasts sem Sindri fékk, versnaði vinstri hliðin. Ég myndi samt segja að líkaminn hafi náð bata fyrst, því sjálfur var ég í viðvarandi kvíðakasti. Ég man eftir að hafa eitt sinn verið að staulast inn á klósett og hugsað með mér: Er ég virkilega kominn á þennan stað í lífinu? Er þetta staðurinn sem ég verð á?“ Sindri segir að kvíðinn sem fylgi svona veikindum, geti verið mjög mikill og vondur. „Ég veit ekki hversu oft ég fór upp á bráðadeild næstu mánuði á eftir. Því ég var alltaf svo hræddur um að ég væri að fá heilablóðfall aftur. Sérstaklega eftir að þvagfærasýkingin greindist, því þá kom í ljós að án þess að nokkur vissi, hefði ég í raun fengið annan blóðtappa. Eitthvað sem búið var að segja mér að gæti ekki gerst.“ Sitthvað gangi líka á og mistök geti gerst. „Það fylgja svona veikindum alls konar mál. Mistök jafnvel eða röng lyf.“ Um áramótin 2021/2022 er Sindri komin heim og í febrúar byrjaði hann aðeins að vinna aftur. „En eftir tvo daga, bað Hrefna mig einfaldlega um að mæta ekki. Því ég myndi hreinlega ekki neitt. Eitthvað væri sagt við mig og ég mundi það ekki daginn eftir. Eða ég sagði eitthvað við starfsfólk og mundi það ekki sjálfur daginn eftir.“ Í apríl 2022 fór Sindri á heilsustofnunina í Hveragerði, sem gerði honum mjög gott líkamlega. „En kvíðinn fór ekki. Ég var áfram rosalega kvíðinn.“ Sindri segir tilfinningaflóru í svona veikindum, vera flókna. „Ég var mjög þakklátur fyrir margt. Enda veit ég að fólk getur hæglega endað í hjólastól eftir heilablóðfall, það gerðist ekki hjá mér. En inn í þetta spilar svo margt. Um tíma varð ég til dæmis ofboðslega hræddur við dauðann,“ segir Sindri og bætir við: Ég er nokkuð viss um að stór hluti skýringanna á því hvað ég fór oft upp á bráðadeild árið á eftir, var þessi hræðsla við dauðann. Ég man alveg eftir skiptum þar sem ég er að drepast úr verkjum og endurtek í sífellu: Ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja.“ Þakklætið Í dag horfir Sindri öðrum augum á veikindin sín. „Í dag er ég fyrst og fremst þakklátur því að hafa fengið þetta heilablóðfall. Því í dag átta ég mig á því að ef ég hefði ekki veikst, hefði ég örugglega haldið áfram að vinna og lifa eins og ég gerði. Sem var ákveðin geðveiki út af fyrir sig, þótt ég hafi ekki áttað mig á því.“ Sindri upplifir lífið sitt því betra í dag. „Ég upplifi þetta sem mitt tækifæri í lífinu, til að lifa betra lífi og heilbrigðara en áður. Ég viðurkenni alveg að það tók mig langan tíma eftir heilablóðfallið að komast á þann stað sem ég er á í dag, en ég myndi aldrei vilja hverfa aftur til fortíðar í samanburði við lífið eins og það er í dag.“ Sindri er þó enn að vinna og segir vinnuna enn skipta sig máli. „Ekki misskilja mig, mér finnst rosalega gaman að vinna og það er gefandi að vera í svona hópi eins og í Tixly, þar sem maður upplifir fólk sem þekktist kannski ekki fyrir nokkrum árum síðan, knúsast af innileika í dag því vinskapurinn er orðinn svo mikill og góður,“ nefnir Sindri sem dæmi, enda nýkomin frá starfsmannagleði sem haldin var í Hollandi um liðna helgi. „En í stóru myndinni þá segi ég samt: Vinnan er ekki það sem skiptir öllu máli. Þú heyrir engan segja það við dánarbeðið í ellinni að vinnan standi uppúr. Það eru frekar fjölskyldan mín, vinir mínir og svo framvegis. Það er fólkið og heilsan sem skiptir mestu.“ Sindri segir lærdóm alvarlegra veikinda skila því að allt lífsviðhorf breytist. „Ég er að vinna í 50 manna fyrirtæki í dag sem vinnur með 200 menningarhúsum víða um heim. Ef að fótunum hefði ekki verið kippt svona undan mér, hefði ég pottþétt haldið áfram að vera með puttana í þessu öllu saman, það hefði ekki stoppað mig að vera ekki framkvæmdastjóri lengur, sem ég ætlaði mér svo sem aldrei að vera til lengdar. Í dag myndi ég samt alltaf segja við ungan mann sem vinnur eins og ég vann alltaf: Fyrir hvern ertu að gera þetta? Hvað er það í raun sem skiptir þig mestu máli í lífinu? Og samræma síðan lífið þitt við það sem þú gerir og starfar við.“ Vísir er í eigu Sýnar.
Heilsa Geðheilbrigði Starfsframi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarvinna Tækni Nýsköpun Tengdar fréttir Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00 Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00 „Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Sjá meira
Neyslusaga móður: „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg“ „Það var rítalínið sem rústaði mér alveg,“ segir Ásta Kristmannsdóttir þegar hún rifjar upp neyslusöguna sína. 12. maí 2024 08:00
Fálkaorðuhafinn á Olís: „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn“ „Lengi afneitaði ég því að Ragnar væri dáinn. Ef fólk fór að tala um hann í þátíð, gekk ég í burtu. Því með því að tala ekki um að hann væri dáinn, náði ég að sannfæra mig um að kannski væri hann á lífi, segir Sesselja Vilborg Arnardóttir stöðvarstjóri Olís á Akureyri, fálkaorðuhafi og stofnandi Raggagarðs í Súðavík. 31. mars 2024 08:00
„Fólk situr uppi með bankalánin þótt það missi húsin sín“ „Ég er fædd og uppalin í þessari borg og áður en Rússarnir komu, hafði ég ekki í eitt augnablik velt því fyrir mér að flytja þaðan. Enda var ég gift, hamingjusöm, átti fjögurra ára strák, er vel menntuð og var í mjög góðu starfi hjá stóru fyrirtæki,“ segir Yulia Zhatkina flóttakona frá Úkraínu. 18. febrúar 2024 10:30
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01
„Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ „Jú mér finnst ég muna eftir pabba grátandi upp í rúmi. Ég reyndi að hugga hann og segja honum að þeir myndu koma aftur en auðvitað skildi ég þetta ekki,“ segir Hildur Guðmundsdóttir aðspurð um fyrstu æskuminningarnar. 25. desember 2023 08:01