Hvergi betra að búa en á Íslandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júní 2024 14:21 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti hátíðarávarp á Austurvelli í dag. Stjórnarráðið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flutti þjóðhátíðarávarp á Austurvelli í dag á áttatíu ára afmæli lýðveldisins. Hann sagði að það hefði þurft kjark og óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslensku þjóðarinnar til að berjast fyrir fullveldinu. Lýðveldissan hafi einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Nú sé hvergi betra að búa en hér. „Það er sannarlega tilefni til að gleðjast á þessum tímamótum þegar við fögnum 80 árum frá stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar,“ sagði Bjarni. Hann þakkaði svo sérstaklega Ingridu Simonyté, forsætisráðherra Litháens, fyrir að koma til Íslands og fagna deginum með okkur. Mikil vinátta sé milli þjóðanna. Stórtækar framfarir á öllum sviðum og hvergi betra að vera „Lýðveldissagan hefur einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Drifkraftar framfaranna hafa verið sjálfstæði okkar og fullveldi, lýðræðið, frelsi til orðs og æðis, menntun, sjálfbær nýting auðlinda okkar, alþjóðasamvinna og síðast en ekki síst friður í okkar heimshluta,“ sagði forsætisráðherra. Íslenska þjóðin hafi verið í stöðugri sókn til bættra lífskjara sem birtist m.a. í betri heilsu, meira jafnrétti, meira frelsi á öllum sviðum, fjölgun landsmanna, fjölbreyttari atvinnustarfsemi, sterkra félags- og efnahagslegra innviða og vaxandi kaupmáttar. Við hugsum því með þakklæti til horfinna kynslóða sem lögðu grunn að samfélagi samtímans. Ef við hefðum val um það hvenær í Íslandssögunni allri við mættum koma í heiminn, væri enginn vafi á því að við myndum velja daginn í dag. Þá minnti forsætisráðherra á að íslenska þjóðin sýni best úr hverju hún er gerð við erfiðar aðstæður. Á það hafi reynt þegar heimabæ á fjórða þúsund landsmanna er ógnað af jarðeldum. Þá standi þjóðin saman, öll sem eitt, með bæjarbúum. Áhyggjur af lýðræði og neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla „Í okkar heimshluta eru vaxandi áhyggjur af lýðræðinu, neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla, teikn eru um aukna skautun, netárásir og undirróðursöfl sem skeyta engu um framtíð landsmanna. Hraði í samskiptum hefur aukist með eindæmum og athyglin styst að sama marki,“ sagði forsætisráðherra. Falsfréttir flæði um netheima í harðri samkeppni við sannleikann, og oft skorti gagnrýna hugsun til að greina þar á milli. Upphrópanir og skilaboð í stuttum myndskeiðum séu allsráðandi og rúmi ekki dýpt flóknari mála. „Lýðræðið er sverð okkar og skjöldur gegn hvers konar ytri og innri ógn,. Fjöregg þjóðarinnar,“ sagði Bjarni, og ítrekaði að fátt sé verðmætara en að viðhalda getunni til málefnalegra, opinna skoðanaskipta og sameiginlegrar ákvarðanatöku. Óskaði Höllu velfarnaðar og þakkaði Guðna fyrir störf í þágu lands og þjóðar „Með okkur situr nú hæstvirtur sjötti forseti Íslands sem senn lætur af störfum og ég vil nota tækifærið og færa honum bestu þakkir fyrir störf í þágu lands og þjóðar. Í sumar tekur við sjöundi forseti lýðveldisins, Halla Tómasdóttir, og við óskum henni öll velfarnaðar,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að styrkur okkar væri víðar en í lýðræðinu. „Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga auðugan menningararf. Íslendingasögurnar og íslenskar bókmenntir eiga ríkan þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar. Íslenskan er lykill að þeim auðæfum,“ sagði Bjarni, og flutti svo fyrstu tvö erindi ljóðsins Hver á sér fegra föðurland. Ræðu Bjarna í heild sinni má finna hér, en aðeins var stiklað á stóru hér í þessari umfjöllun. Bjarni gerir ljóð skáldins Huldu, Hver á sé fegra föðurland, að umtalsefni ásamt því að vitna í Jóhannes heitinn Nordal um hættur sem stafa að samfélaginu. Þá var saga lýðveldisstofnunarinnar reifuð og vitnað var í vangaveltur Bjarna Benediktssonar eldri, um fullveldisbaráttuna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það er sannarlega tilefni til að gleðjast á þessum tímamótum þegar við fögnum 80 árum frá stofnun lýðveldisins þann 17. júní 1944, á fæðingardegi Jóns Sigurðssonar,“ sagði Bjarni. Hann þakkaði svo sérstaklega Ingridu Simonyté, forsætisráðherra Litháens, fyrir að koma til Íslands og fagna deginum með okkur. Mikil vinátta sé milli þjóðanna. Stórtækar framfarir á öllum sviðum og hvergi betra að vera „Lýðveldissagan hefur einkennst af stórtækum framförum á öllum sviðum. Drifkraftar framfaranna hafa verið sjálfstæði okkar og fullveldi, lýðræðið, frelsi til orðs og æðis, menntun, sjálfbær nýting auðlinda okkar, alþjóðasamvinna og síðast en ekki síst friður í okkar heimshluta,“ sagði forsætisráðherra. Íslenska þjóðin hafi verið í stöðugri sókn til bættra lífskjara sem birtist m.a. í betri heilsu, meira jafnrétti, meira frelsi á öllum sviðum, fjölgun landsmanna, fjölbreyttari atvinnustarfsemi, sterkra félags- og efnahagslegra innviða og vaxandi kaupmáttar. Við hugsum því með þakklæti til horfinna kynslóða sem lögðu grunn að samfélagi samtímans. Ef við hefðum val um það hvenær í Íslandssögunni allri við mættum koma í heiminn, væri enginn vafi á því að við myndum velja daginn í dag. Þá minnti forsætisráðherra á að íslenska þjóðin sýni best úr hverju hún er gerð við erfiðar aðstæður. Á það hafi reynt þegar heimabæ á fjórða þúsund landsmanna er ógnað af jarðeldum. Þá standi þjóðin saman, öll sem eitt, með bæjarbúum. Áhyggjur af lýðræði og neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla „Í okkar heimshluta eru vaxandi áhyggjur af lýðræðinu, neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla, teikn eru um aukna skautun, netárásir og undirróðursöfl sem skeyta engu um framtíð landsmanna. Hraði í samskiptum hefur aukist með eindæmum og athyglin styst að sama marki,“ sagði forsætisráðherra. Falsfréttir flæði um netheima í harðri samkeppni við sannleikann, og oft skorti gagnrýna hugsun til að greina þar á milli. Upphrópanir og skilaboð í stuttum myndskeiðum séu allsráðandi og rúmi ekki dýpt flóknari mála. „Lýðræðið er sverð okkar og skjöldur gegn hvers konar ytri og innri ógn,. Fjöregg þjóðarinnar,“ sagði Bjarni, og ítrekaði að fátt sé verðmætara en að viðhalda getunni til málefnalegra, opinna skoðanaskipta og sameiginlegrar ákvarðanatöku. Óskaði Höllu velfarnaðar og þakkaði Guðna fyrir störf í þágu lands og þjóðar „Með okkur situr nú hæstvirtur sjötti forseti Íslands sem senn lætur af störfum og ég vil nota tækifærið og færa honum bestu þakkir fyrir störf í þágu lands og þjóðar. Í sumar tekur við sjöundi forseti lýðveldisins, Halla Tómasdóttir, og við óskum henni öll velfarnaðar,“ sagði Bjarni. Þá sagði hann að styrkur okkar væri víðar en í lýðræðinu. „Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga auðugan menningararf. Íslendingasögurnar og íslenskar bókmenntir eiga ríkan þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar. Íslenskan er lykill að þeim auðæfum,“ sagði Bjarni, og flutti svo fyrstu tvö erindi ljóðsins Hver á sér fegra föðurland. Ræðu Bjarna í heild sinni má finna hér, en aðeins var stiklað á stóru hér í þessari umfjöllun. Bjarni gerir ljóð skáldins Huldu, Hver á sé fegra föðurland, að umtalsefni ásamt því að vitna í Jóhannes heitinn Nordal um hættur sem stafa að samfélaginu. Þá var saga lýðveldisstofnunarinnar reifuð og vitnað var í vangaveltur Bjarna Benediktssonar eldri, um fullveldisbaráttuna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira