Efast um viðbrögð frá ráðherrum í ljósi „sjálfsmorðsmissjóns“ VG Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2024 13:41 Katrín Oddsdóttir lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður landeiganda í Ísafjarðardjúpi, sem barist hefur gegn sjókvíaeldi á svæðinu, skorar á ríkisstjórn að grípa til aðgerða vegna leyfisveitingar Matvælastofnunar til Arnarlax. Það sé til marks um slæma stjórnsýslu að stofnunin veiti fyrirtækinu rekstrarleyfi til fiskeldis í Djúpinu þrátt fyrir mótmæli Samgöngustofu, Vegagerðarinnar og Landhelgisgæslunnar „Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
„Þarna er stofnun, sem á að sjá um að veita svona rekstrarleyfi, að kalla eftir umsögnum frá öryggisstofnunum á borð við Landhelgisgæsluna og Samgöngustofu. Fær til baka afdráttarlausar og fullkomlega neikvæðar umsagnir: Það má ekki veita leyfi, til dæmis í Óshlíð vegna þess að það stefnir öryggi siglinga í Ísafjarðardjúpi í verulega hættu. Hvað gerir MAST? Jú, veitir leyfið,“ segir Katrín Oddsdóttir, lögmaður landeiganda á Sandeyri á Snæfellsströnd í ÍSafjarðardjúpi. Tilkynnt var um það á föstudag að MaST hafi veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi - Drangsvík, Eyjahlíð og Óshlíð. Í umsögn Samgöngustofu um rekstrarleyfið segir að áhættumat Landhelgisgæslu Íslands, Samgöngustofu og Vegagerðarinnar hafi metið svo að ekki væri ásættanlegt að leyfa fiskeldi við Eyjahlíð og Óshlíði með tilliti til siglingaöryggis. „Þetta er svo gott dæmi um það hvað við erum með hræðilega stjórnsýslu í þessum málaflokki og hvernig það er þjónkað endalaust við þessi moldríku fyrirtæki á kostnað hagsmuna, sem þessar stofnanir eiga að gæta. Þær eiga að gæta almannaöryggis, þær eiga að gæta náttúruverndar og svo framvegis. Þessum hagsmunum er alltaf fórnað til að koma til móts við fyrirtækin.“ Baki ríkinu bótaskyldu Hún veltir fyrir sér hvers vegna MAST gefi út leyfin þrátt fyrir að aldrei verði heimilt að setja mannvirki á þessa staði. „Hvað munu fyrirtækin gera þá? Jú, krefjast einhvers konar bóta eða fá einhver önnur leyfi í staðin. Þetta er galin stjórnsýsla og mjög ámælisverð.“ Hún hafi sent Svandísi Svavarsdóttur innviðaráðherra og Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur matvælaráðherra bréf vegna málsins. „En miðað við það sjálfsmorðsmissjón sem Vinstri græn eru í á þessum tímapunkti efast ég stórlega að það komi eitthvað út úr því. Það er löngum búið að vekja athygli þeirra beggja á því hvers konar stjórnsýsla er viðhöfð í þessum málaflokki án þess að nokkuð sé gert,“ segir Katrín. „Ef það kemur snjóflóð á Ísafirði eða einhvers staðar fyrir vestan og varðskipin okkar komast ekki til að bjarga af því að það er búið að fylla sjóinn af einhverjum eldisstöðvum þá er það hreinlega á ábyrgð innviðaráðherra og matvælaráðherra.“ Hún skorar á ráðherrana auk dómsmálaráðherra að setjast niður og grípa í taumana. „Ég skora á matvælaráðherra, innviðaráðherra og dómsmálaráðherra að hætta að rífast um eitthvað bull, setjast niður og stoppa þá endæmis vitleysu sem er í gangi varðandi leyfisveitingar í sjókvíaeldi á Íslandi. Og gera það bara núna, í tilefni 17. júní.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Samgöngur Sjávarútvegur Tengdar fréttir Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Leyfið gefið út í trássi við öryggi sjófarenda Matvælastofnun hefur veitt Arnarlaxi ehf. rekstrarleyfi til fiskeldis á þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi. Samgöngustofa mat það svo að óheimilt væri að veita leyfi á tveimur staðanna, með tilliti til siglingaöryggis. 14. júní 2024 15:24