Ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. júní 2024 11:10 Húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna áætla að þörf sé fyrir um 4.700 íbúðir á ári næstu fimm árin. Talið er að fullbúnar íbúðir verði um 3.020 í lok árs. Myndin er loftmynd af Reykjavík. HMS Húsnæðis- og mannvirkjastofnun telur ólíklegt að íbúðaþörf ársins verði uppfyllt. Talið er að fullbúnar nýjar íbúðir verði 3.020 í lok árs 2024, en sveitarfélögin áætla að þörf verði fyrir að meðaltali 4.700 íbúðir á ári næstu fimm ár. Þetta kemur fram á vef HMS. Húsnæðisáætlanir hjá 62 af 64 sveitarfélögum landsins hafa verið endurskoðar og staðfestar fyrir árið 2024. Húsnæðisáætlun Grindavíkur var ekki endurskoðuð vegna aðstæðna í bænum og Tálknafjörður hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag birta nýja áætlun fyrir árið 2025. Íbúum fjölgi um tíu prósent á fimm ára fresti Á myndinni hér að neðan má sjá mannfjöldaspá allra sveitarfélaga til ársins 2033. Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna mun íbúum landsins fjölga um 10,8 prósent næstu fimm ár og 21,7 prósent næstu tíu ár. Til samanburðar þá hefur íbúum landsins fjölgað um 9,9 prósent síðastliðin fimm ár. HMS Fjörutíu og fimmþúsund íbúðir vanti á næstu tíu árum Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna er áætlað að fjölga þurfi íbúðum um 15,1 prósent á næstu fimm árum, sem gera um 4.700 íbúðir á ári. Frá 2029 til 2033 er talið að þörf verði fyrir að meðaltali 4.300 íbúðir á ári, færri en næstu fimm ár. Það skýrist af mati sveitarfélaganna á óuppfylltri íbúðaþörf sem þarf að vinna upp á næstu árum. Áætluð íbúðaþörf næstu tíu árin Í heildina er því áætluð þörf fyrir um 45.000 íbúðir á næstu tíu árum. Mest vantar af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf er á um 15.600 íbúðum næstu fimm árin. Utan höfuðborgarsvæðisins vantar flestar íbúðir á Suðurlandi þar sem þörf er á um 2.700 íbúðum á næstu fimm árum. Sveitarfélögin áætla að úthluta lóðum fyrir 8.902 íbúðir árið 2024 þar sem 6.473 íbúðir eru í fjölbýlum, 1.423 í einbýlum og 1.423 í par- eða raðhúsum. Um 46 prósent af þessum 8.902 voru nú þegar á lóðum sem eru byggingarhæfar, 2,5 prósent á byggingarhæfum lóðum í biðstöðu, 25 prósent á lóðum með samþykkt deiliskipulag og 27 prósent á þróunar- og framtíðarsvæðum. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Þetta kemur fram á vef HMS. Húsnæðisáætlanir hjá 62 af 64 sveitarfélögum landsins hafa verið endurskoðar og staðfestar fyrir árið 2024. Húsnæðisáætlun Grindavíkur var ekki endurskoðuð vegna aðstæðna í bænum og Tálknafjörður hefur nú sameinast Vesturbyggð og mun sameinað sveitarfélag birta nýja áætlun fyrir árið 2025. Íbúum fjölgi um tíu prósent á fimm ára fresti Á myndinni hér að neðan má sjá mannfjöldaspá allra sveitarfélaga til ársins 2033. Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna mun íbúum landsins fjölga um 10,8 prósent næstu fimm ár og 21,7 prósent næstu tíu ár. Til samanburðar þá hefur íbúum landsins fjölgað um 9,9 prósent síðastliðin fimm ár. HMS Fjörutíu og fimmþúsund íbúðir vanti á næstu tíu árum Samkvæmt miðspá sveitarfélaganna er áætlað að fjölga þurfi íbúðum um 15,1 prósent á næstu fimm árum, sem gera um 4.700 íbúðir á ári. Frá 2029 til 2033 er talið að þörf verði fyrir að meðaltali 4.300 íbúðir á ári, færri en næstu fimm ár. Það skýrist af mati sveitarfélaganna á óuppfylltri íbúðaþörf sem þarf að vinna upp á næstu árum. Áætluð íbúðaþörf næstu tíu árin Í heildina er því áætluð þörf fyrir um 45.000 íbúðir á næstu tíu árum. Mest vantar af íbúðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem þörf er á um 15.600 íbúðum næstu fimm árin. Utan höfuðborgarsvæðisins vantar flestar íbúðir á Suðurlandi þar sem þörf er á um 2.700 íbúðum á næstu fimm árum. Sveitarfélögin áætla að úthluta lóðum fyrir 8.902 íbúðir árið 2024 þar sem 6.473 íbúðir eru í fjölbýlum, 1.423 í einbýlum og 1.423 í par- eða raðhúsum. Um 46 prósent af þessum 8.902 voru nú þegar á lóðum sem eru byggingarhæfar, 2,5 prósent á byggingarhæfum lóðum í biðstöðu, 25 prósent á lóðum með samþykkt deiliskipulag og 27 prósent á þróunar- og framtíðarsvæðum.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira