Það mikilvægasta og það auðveldasta til að gera í garðinum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. júní 2024 14:30 Hjörleifur fer meðal annars yfir breytingarnar á garðinum í Gerðunum. Hjörleifur Björnsson framkvæmdastjóri Garðaþjónustu Reykjavíkur segir ekki of seint að ráðast í að gera garðinn huggulegan þetta árið. Mikilvægt sé að huga að garðinum til að viðhalda virði eignarinnar. Hjörleifur er með ráð undir rifi hverju um hvað sé mikilvægast að gera og hvað sé auðveldast. Garðaþjónustan tók nýverið allt í gegn í garði í Gerðunum í Reykjavík. Sindri Sindrason kíkti í garðinn og fór yfir málin með Hjörleifi í Íslandi í dag. Hjörleifur segir ótrúlega margt sem huga þurfi að í garðinum og segir ótrúlega algengt að fólk endurnýi garðana sína, það hafi færst í vöxt að fólk átti sig á mikilvægi þess. Eitt, tvö og þrjú þegar farið er af stað „Númer eitt tvö og þrjú er auðvitað að þetta sé stílhreint, að þetta sé einfalt og fallegt. Mér finnst persónulega less is more vera reglan í þessu. Eins og þið sjáið í þessum garði, þetta eru mjög einföld útfærsluatriði, en þau eru mjög falleg og stílhrein. Standast vel tímans tönn og svoleiðis,“ segir Hjörleifur við Sindra. Mikilvægast sé að garðurinn hafi gott notagildi. Á sama tíma sé hann með raunhæfu viðhaldi, þannig að ekki þurfi að ráðast í risastór verkefni á hverju ári. Þá sé eigandinn í toppmálum. Þannig það sem ég myndi segja að væri mikilvægast í þessu fyrir húseigendur væri að búa sér til garð sem hefur gott notagildi og er með raunhæfu viðhaldi og eftirfylgni fyrir þau eða hvern sem sér um viðhaldið og þá ertu bara í toppmálum. Beð með lítið viðhald möguleiki „Það sem ég ráðlegg fólki þegar það er að reyna að búa til viðhaldslítil beð er að hugsa þá bara um jarðveginn og hvernig það ætlar að hylja jarðveginn. Hvort það vill gera það með jarðvegsdúk eða viðarspæni eða beðarsandi eða einhverju svoleiðis, af því að ef þú ert með ber moldarbeð þá þýðir það bara mjög mikið viðhald.“ Hjörleifur segir að þegar það kemur að blómum sé ekkert til sem heiti að hugsa ekkert um. Á móti sé hinsvegar hægt að fara í allskonar fjölæran gróður sem vaxi þá bara villtur, líkt og skriðlægur gróður. Hann segir Garðaþjónustuna mest fá verkefni þar sem görðum sé breytt, með það í huga að lágmarka viðhald. Það geti verið dýrt en um sé að ræða fjárfestingu. „En þetta er náttúrulega andlit eignarinnar og það sem við höfum séð í okkar fagi er að það sem er dýrast í þessu er auðvitað að leyfa þessu að drabbast niður.“ Hús og heimili Garðyrkja Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Garðaþjónustan tók nýverið allt í gegn í garði í Gerðunum í Reykjavík. Sindri Sindrason kíkti í garðinn og fór yfir málin með Hjörleifi í Íslandi í dag. Hjörleifur segir ótrúlega margt sem huga þurfi að í garðinum og segir ótrúlega algengt að fólk endurnýi garðana sína, það hafi færst í vöxt að fólk átti sig á mikilvægi þess. Eitt, tvö og þrjú þegar farið er af stað „Númer eitt tvö og þrjú er auðvitað að þetta sé stílhreint, að þetta sé einfalt og fallegt. Mér finnst persónulega less is more vera reglan í þessu. Eins og þið sjáið í þessum garði, þetta eru mjög einföld útfærsluatriði, en þau eru mjög falleg og stílhrein. Standast vel tímans tönn og svoleiðis,“ segir Hjörleifur við Sindra. Mikilvægast sé að garðurinn hafi gott notagildi. Á sama tíma sé hann með raunhæfu viðhaldi, þannig að ekki þurfi að ráðast í risastór verkefni á hverju ári. Þá sé eigandinn í toppmálum. Þannig það sem ég myndi segja að væri mikilvægast í þessu fyrir húseigendur væri að búa sér til garð sem hefur gott notagildi og er með raunhæfu viðhaldi og eftirfylgni fyrir þau eða hvern sem sér um viðhaldið og þá ertu bara í toppmálum. Beð með lítið viðhald möguleiki „Það sem ég ráðlegg fólki þegar það er að reyna að búa til viðhaldslítil beð er að hugsa þá bara um jarðveginn og hvernig það ætlar að hylja jarðveginn. Hvort það vill gera það með jarðvegsdúk eða viðarspæni eða beðarsandi eða einhverju svoleiðis, af því að ef þú ert með ber moldarbeð þá þýðir það bara mjög mikið viðhald.“ Hjörleifur segir að þegar það kemur að blómum sé ekkert til sem heiti að hugsa ekkert um. Á móti sé hinsvegar hægt að fara í allskonar fjölæran gróður sem vaxi þá bara villtur, líkt og skriðlægur gróður. Hann segir Garðaþjónustuna mest fá verkefni þar sem görðum sé breytt, með það í huga að lágmarka viðhald. Það geti verið dýrt en um sé að ræða fjárfestingu. „En þetta er náttúrulega andlit eignarinnar og það sem við höfum séð í okkar fagi er að það sem er dýrast í þessu er auðvitað að leyfa þessu að drabbast niður.“
Hús og heimili Garðyrkja Ísland í dag Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira