Er ósigrandi á sviði og sækir orkuna niður í jörð Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. júní 2024 07:01 Agnes Björt Andradóttir ræddi við blaðamann um tónlistina, kraftinn frá jörðinni, æskuna, listræna þróun, sjálfsvinnu og margt fleira. Vísir/Arnar „Ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði en að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn,“ segir tónlistarkonan Agnes Björt Andradóttir sem flestir þekkja úr hljómsveitinni Sykur. Blaðamaður ræddi við Agnesi um listina, lífið, æskuna, uppbyggingu og fleira en hún fagnar sömuleiðis 33 ára afmæli sínu í dag. Varð heilluð af óperu í leikskóla Það mætti segja að Agnes Björt sé ein kraftmesta tónlistarkona landsins en orkan hennar er engri lík og segist hún sækja hana frá jörðinni. Hún hefur komið fram á tónleikum víða um heiminn og líður hvergi betur en á sviði. Agnes Björt er alin upp af listafólki, móðir hennar er leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir og faðir hennar Andri Örn Clausen var mikill tónlistarmaður en hann lést þegar Agnes var einungis ellefu ára gömul. Ástríðan fyrir tónlist kviknaði snemma hjá Agnesi sem byrjaði snemma að syngja, svo eftir því var tekið. „Strax þegar ég er að byrja í leikskóla taka foreldrar mínir eftir því að ég hef mikinn áhuga á þessu. Ég byrjaði á að vera alltaf að syngja óperu og fékk hana smá á heilann en svo varð reyndar ekkert úr því,“ segir Agnes brosandi. Síðar byrjar Agnes í öflugum barnakór sem tókst á við krefjandi og flott tónverk og ferðast um. „Þá er ég um 14 ára gömul og var með vægast sagt frábæran kórstjóra sem kenndi mér svo margt, hana Þórunni Björnsdóttur. Þar fór maður strax að nálgast tónlistina tilfinningalega, með stórar og litlar áherslur og lærði á spennuna í þögninni. Ég uppgötvaði hvernig tónlistin og flutningurinn getur haft kröftug áhrif bæði á flytjandann og á áhorfendur.“ Agnes Björt er söngkona hljómsveitarinnar Sykur og hefur alltaf heillast að tónlist.Vísir/Arnar „Þarna sá hún pabba minn svo mikið í mér“ Hún segir sömuleiðis að uppeldið og foreldrar hennar hafi verið mjög mótandi í hennar listsköpun. „Pabbi minn var stórkostlegur söngvari, hann gaf út plötur og var sí-syngjandi. Hann er enn í dag uppáhalds söngvari minn allra tíma. Það hefur án efa haft áhrif á hver ég er í dag. Hann féll frá þegar ég var ellefu ára og ég á sterkar og góðar minningar af honum sem ótrúlegum listamanni. Ég tengi tónlistina klárlega við þær minningar sem ég á af pabba mínum. Ég man svo vel eftir fyrsta skiptinu sem mamma kom að sjá mig spila á stórum tónleikum. Þetta var á Iceland Airwaves á Nasa og mamma kemur til mín beint eftir giggið með gæsahúð og segir: „Þetta var bara pabbi þinn á sviðinu.“ Þarna sá hún pabba minn svo mikið í mér, henni fannst það mjög áhrifamikið og skiljanlega var hún meyr.“ Agnes segist því alltaf hafa vitað að hún vildi syngja. Þegar hún byrjaði í menntaskóla var hún dugleg að spila bæði á gítar og píanó heima fyrir og átti góð vinkona hennar eftir að hafa töluverð áhrif á feril hennar. „Vinkona mín Tatíana Hallgrímsdóttir var gjarnan heima hjá mér á þessum tíma og heyrði mig oft syngja og spila. Hún sá auglýsingu í blaðinu þar sem íslensk tónlistarkona, Myrrra Rós, var að auglýsa eftir ungum tónlistarkonum sem voru að semja og spila eigin tónlist. Tatí hringdi bara í Myrru og ég vissi ekkert af því fyrr en ég fæ símtal frá Myrru um verkefni sem hét Trúbatrix. Hún hóaði saman sex eða sjö stelpum, við ferðuðumst út um allt land og komum fram með stutt sett hver og ein. Tónlistarkonur á borð við Soffíu Björg og Nönnu úr Of Monsters And Men hafa tekið þátt í þessu og þetta var svo ótrúlega flott verkefni þar sem ungar íslenskar tónlistarkonur komu saman, voru að valdefla hver aðra og vekja athygli á tónlistinni sinni.“ Á menntaskólaaldri byrjaði Agnes Björt að ferðast um landið með öðrum tónlistarkonum og koma tónlist sinni á framfæri. Má segja að það hafi verið upphafið á hennar ferli en hún er með þekktari tónlistarkonum landsins í dag.Halldór Eldjárn Sækir orkuna upp úr jörðinni Í gegnum lífið hefur tónlistin og framkoman verið órjúfanlegur hluti af tilverunni hjá Agnesi. „Tónlist er bara rosalega heilandi, þú notar list til þess að heila þig og koma taugakerfinu og heilanum á stað þar sem þú veit að þú er örugg. Hjá mér kemur orkan upp úr jörðinni og maður verður eins og millistykki sem leiðir orku upp. Þú notar list til þess að koma taugakerfinu og heilanum á stað þar sem þú veist að þú ert örugg. Það er huggun í tónlistinni og hún getur hjálpað manni að finna tilfinningar sem maður áttaði sig ekki á að voru einu sinni til staðar. Hjá mér kemur orkan upp úr jörðinni og maður verður eins og millistykki sem leiðir orku upp og í gegnum einhverskonar hringrásarkerfi. Ég sæki þetta úr jörðinni, þetta fer í gegnum mig og út. Ég myndi segja að ég sé rosalega góð í því að fanga eitthvað og færa það í gegnum mig. Þú losar um margt sem er erfitt að gera annars staðar. Líkaminn þarf líka að vera í góðu standi til þess að þetta geti átt sér stað, þess vegna er mikilvægt að huga að heilsunni svo flæðið verði sem ákjósanlegast án hökta eða hnúta.“ Agnes sækir orkuna úr jörðinni og segir hana flæða í gegnum sig.Brynjar Snær Lag sem varð til á djamminu Á menntaskólaárunum fer Agnes að koma fram á litlum stöðum á borð við gamla Hemma og Valda, halda litla tónleika og er bæði að semja sjálf og með vinkonu sinni. Eftir örlagaríkt djamm verður Agnes svo meðlimur sveitarinnar Sykur. „Ég bý á Ásvallagötu og Halldór Eldjárn býr í húsinu við hliðina á mér. Við höfðum verið saman í Hagaskóla og þekktumst aðeins. Eitt kvöldið lendum við á einhverju skralli og ákveðum á þessu djammi að prófa að fara heim og gera lag saman. Þá varð til lag sem er á plötunni Mesópótamía og heitir Battlestar. Ég syng helminginn af því lagi þegar ég er sautján ára og hinn helmingurinn er ég tvítug. Ég hef einmitt reynt að fá vini mína til að fatta hvar í laginu þú heyrir það en það heyrir það enginn, það er bara ég sem tek eftir þessu,“ segir Agnes kímin. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra Sykur flytja lagið Battlestar: „Þannig að þarna er ég búin að kynnast Halldóri en flyt svo tímabundið til Miami. Þegar ég kem heim biður Sykur mig að spila með þeim á busaballi MH. Ég hafði aldrei verið jafn stressuð á ævi minni, ég var svo stressuð. Við vorum nýbúin að semja Reykjavík og ég var baksviðs að reyna að leggja öll orðin á minnið. Rakel Mjöll var á þeim tíma líka að syngja með Sykur og hún var ótrúlega góð við mig og svo mikið að peppa mig. Svo fór ég á svið og það gerðist eitthvað, þetta bara small. Ég fann bara vá, ég vil gera þetta aftur. Svo fór ég að vinna meira með Sykur.“ Agnes, Stefán Finnbogason og Kristján Eldjárn á æfingu fyrir Sykur.Halldór Eldjárn Spegiltaugafrumur órjúfanlegur hluti af listinni og framkomu Agnes segist óendanlega þakklát að vera hluti Sykur. „Þetta er ein mín mesta blessun í lífinu, að fá að taka þátt í svona verkefni þar sem ég get verið hundrað prósent ég sjálf og leyft fólki sem horfir á mig að vera hundrað prósent það sjálft. Það er eitt sem mér finnst mikilvægt að koma inn á þegar kemur að listinni minni og framkomu, spegiltaugafrumur. Þegar ég beiti mér og opna mig upp á gátt þá hvetur það áhorfandann að gera það líka, þau spegla mitt taugakerfi. Þegar ég er í flæði og líður vel á sviðinu þá lætur það áhorfendum líða vel líka og það finnur að það hefur frelsi til að vera nákvæmlega eins og það er á þeirri stundu. Mögulega er þetta einhver tegund af núvitund sem er okkur öllum holl. Svona móment sem gerast á tónleikum milli flytjanda og áhorfanda er geggjuð vörn gegn þeirri heilsuvá sem að að okkur steðjar að æ meiri krafti, stressi og streitu.“ Agnes segist einfaldlega aldrei hafa séð sig öðruvísi en sem listamann. „Ég hef alltaf hlustað á innsæið og gert það sem mér fannst innra með mér vera rétt. Þaðan kemur galdurinn, að eltast ekki við neitt nema það sem líkaminn segir manni að gera. Ég á auðvitað líka erfiða tíma þar sem ég velti fyrir mér hver er ég eða hvað er ég að gera, öðruvísi held ég að maður myndi ekki vaxa.“ Agnes segist að sjáfsögðu fara í gegnum erfið tímabil og þar vaxi hún sem listamaður. Á sviðinu finnur hún alltaf fyrir mikilli jarðtengingu.Pjetur Már Sviðsorkan ekki neitt til baka Agnes hefur sjálf upplifað kvíða en hefur unnið í sér í langan tíma. „Auðvitað erum við sem manneskjur alls konar og tökum tímabil þar sem okkur líður ekki eins vel og áður. Það er lífslöng vegferð að horfast í augu við sjálfan sig og áhrif þess sem maður hefur gengið í gegnum. Það hafa alveg komið tímar þar sem mér finnst flæðið mitt á sviði ekki jafn gott, en ég held að með professionalisma lærir maður að miðla því og vinna með það í augnablikinu. Ég reyni samt alltaf að vera einlæg og þá kemur þessi kjarnaorka sem brýst bara út með látum og er bara alls ekki neitt til baka.“ Agnes segist þó rólegri í daglegu lífi en hún er á sviði. „Ég er ekkert alltaf að vinna á þessari orku sem ég tala um. Ég er yfirleitt frekar róleg og einbeiti mér að því að sjá vel um sjálfa mig. Nýlega hef ég verið mjög áhugasöm um stress og streitu og hef verið að lesa mig til í bókum um líkamsmiðaða sálfræði, taugavísindi og sveigjanleika heilans. Þarna trúi ég að liggi lausnir fyrir okkur til að vinna gegn lífsstílsvandanum. Listin getur líka haft svo mikið að segja hvað þetta varðar og hvernig við getum sigrast á þessu endalausa stressi.“ Agnes Björt segir listina öfluga leið til þess að vinna gegn streitu.Vísir/Arnar Einlægnin er lykillinn Einlægni og kraftur Agnesar á sviði fer ekki fram hjá neinum í salnum. Það er blaðamanni minnisstætt að hafa séð Agnesi á sviði á Airwaves fyrir nokkrum árum þar sem hún segir frá lagi sem samið er um fyrrverandi kærasta Agnesar. Að laginu loknu segir hún svo í míkrafóninn að fyrrverandi kærastinn sé í salnum. „Ég held að þetta sé mjög gott dæmi því ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði, segir Agnes hlæjandi og bætir við: En að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn.“ Í dag stefnir Agnes að því að lifa afslöppuðu lífi og leggur upp úr því að hugsa vandlega um orku sína og umhverfi. „Ég er meðvituð um þetta og legg upp úr því að eyða góðum tíma með vinum, að hugleiða og í hreyfingu, það er svolítið mín vegferð núna. Ég er svo líka að vinna hjá Reykjavíkurborg við að heimsækja alls konar fólk sem þarf á aðstoð að halda. Þetta er öll flóran af fólki, alls konar týpur og virkilega gefandi starf sem er sömuleiðis gefandi fyrir listina mína. Fyrsta sem ég geri á morgnana er ekki að skoða símann. Ég er að reyna að koma mér niður á jörðina því ég er svolítið týpa sem á auðvelt með að gleyma mér í endalausum hugsunum og rugli. Markmiðið er að geta verið sem oftast á staðnum andlega og það gengur alltaf betur með hverjum deginum. Ég er líka að þessu til að efla mig sem listamann, það er mér afar mikilvægt. Hvernig get ég orðið betri manneskja og haft betri áhrif á heiminn. Ég held tvímælalaust að það sé í gegnum listina hjá mér.“ Agnes Björt er í stöðugri þróun sem listamaður og einstök orka einkennir sviðsframkomu hennar.Aðsend Organísk sigling Sykurs Agnes segir að hljómsveitin Sykur sé stöðugt á mjúkri siglingu. „Smá eins og sjálfhreinsandi kaffivél. Það er alltaf líf en það er organískt, það kemur og fer en við erum alltaf með eitthvað í pottinum. Við vorum að gera nýtt lag og það er aldrei að vita hvað kemur næst. Ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir eftirspurnina, það er alltaf eftirspurn og líka hjá yngra fólki sem mér finnst alveg frábært í ljósi þess að það var rosa mikið að gera og um að vera fyrir rúmum áratugi. Við gáfum náttúrulega út plötu 2019 sem spilar inn í þetta og þú þarft auðvitað að fylgja þessu sem listamaður, með því til dæmis að halda tónleika. Ég er auðmjúkt þakklát fyrir það að fólk tengi við þetta og finni það sem við finnum.“ Aðspurð hvort hún staldri við og sé stolt af sér svarar Agnes: „Já ég er ótrúlega stolt af mér og minni vegferð. Maður verður líka stundum að minna sig á það, það gengur allt betur ef maður nær að þakka sér fyrir það sem maður gerir vel.“ Agnes segist þakklát fyrir Sykur og þar fái hún algjörlega að vera hún sjálf sem og áhorfendur sveitarinnar.Halldór Eldjárn Mikil sjálfsvinna síðastliðin ár Aðspurð út í ástarlífið segist Agnes nýbyrjuð að deita eftir langt hlé. „Ég var að vaxa hratt á stuttum tíma, átta mig á hlutum sem höfðu verið í felum undir teppinu, áföllum og fleira, skilja hegðunarmynstrin mín og vinna úr gömlu stöffu með fagfólki eins og allir þurfa að gera. Með því að skoða ástand taugakerfisins og komast þannig nær sér er auðveldara að vera rólegri í aðstæðum og mikið auðveldara að elska og vera elskaður.“ Hún segist upplifa mikla hugarfarsbreytingu og vitundarvakningu þegar það kemur að andlegum málefnum. „Eins og maður bölvar samfélagsmiðlum eru þeir rosa góðir fyrir til dæmis tilfinningaúrvinnslu og að opna á alls kyns umræðu. Unga fólkið er svo duglegt að vekja athygli á því að við þurfum að taka til í sálarlífinu okkar. Það er ótrúlega valdeflandi að sjá þessa krakka, þessi vitundarvakning. Ég var rosa góð í að ýta öllu frá mér eins og er algengt. Svo sest þetta bara í líkamann og poppar upp seinna meir. Ég var ekki nógu dugleg að vinna úr mínum áföllum sem barn og umhverfið var allt annað, það var ekki sama vitundin, svona var lífið og svo átti það að halda áfram. Það er jafn erfitt og það er gefandi að vinna í sér.“ Agnes rétt áður en hún er að stíga á svið.Aðsend Óhrædd við nýjar stefnur Hún segist án efa sjá sig fyrir sér í tónlistinni alla tíð. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef ég færi að prófa mig áfram í öðrum tónlistarstefnum. Ég er búin að vera að spila meira á gítar núna en vanalega. Ég fór í geymsluna og náði í gítarana mína, ég á semsagt þrjá kassagítara,“ segir Agnes hlæjandi. „Ég náði í þá alla og er búin að vera að spila á þá alla og sömuleiðis á rafmagnsgítar. Rokkið er í mér algjörlega þó allir viti það nú ekki, eða kannski skín það bara mjög vel í gegn.“ Menningarlífið er í stöðugri þróun og segist Agnes ótrúlega spennt fyrir því tónlistarumhverfi sem nærist hérlendis. „Ég er ótrúlega spennt fyrir því sem er að gerast í grasrótinni núna, það eru margar flottar nýjar hljómsveitir að koma upp. Það er líka svo gaman að sjá stelpur að vera groddarar, ég tengi svo mikið og það er svo skemmtilegt að sjá pönk-orkuna og rokk-orkuna koma upp. Ég upplifi það sem svo einlægt og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur núna sem heild. Við verðum að fara að vinna í átt að því að vera við sjálf og fokk jú að segja mér að fara inn í eitthvað box,“ segir Agnes brosandi. „Mér finnst svo gott að umkringja mig fólki á öllum aldri og mér finnst yngra fólkið meira opið fyrir því en áður að vinna með og kynnast eldra fólki. Þau pæla meira í hvernig andrúmsloftið er í kringum persónuna en eitthvað annað. Það er jákvæð þróun.“ Að lokum vill Agnes koma eftirfarandi á framfæri: „Mig langar líka að segja að þó að þú sért sextug kona einhvers staðar að vinna á skrifstofu en þú vilt verða bassaleikari, gerðu það! Kýldu á það. Það er alltaf fólk sem vill vinna með þér ef þú hefur eitthvað að segja. Ef þú ert með þessa orku þá skiptir hulstrið ekki máli. Ég vil nýta þetta tækifæri og hvetja fólk til þess að taka af skarið ef það er í einhverjum pælingum.“ Tónlist Tíska og hönnun Geðheilbrigði Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Varð heilluð af óperu í leikskóla Það mætti segja að Agnes Björt sé ein kraftmesta tónlistarkona landsins en orkan hennar er engri lík og segist hún sækja hana frá jörðinni. Hún hefur komið fram á tónleikum víða um heiminn og líður hvergi betur en á sviði. Agnes Björt er alin upp af listafólki, móðir hennar er leikkonan Elva Ósk Ólafsdóttir og faðir hennar Andri Örn Clausen var mikill tónlistarmaður en hann lést þegar Agnes var einungis ellefu ára gömul. Ástríðan fyrir tónlist kviknaði snemma hjá Agnesi sem byrjaði snemma að syngja, svo eftir því var tekið. „Strax þegar ég er að byrja í leikskóla taka foreldrar mínir eftir því að ég hef mikinn áhuga á þessu. Ég byrjaði á að vera alltaf að syngja óperu og fékk hana smá á heilann en svo varð reyndar ekkert úr því,“ segir Agnes brosandi. Síðar byrjar Agnes í öflugum barnakór sem tókst á við krefjandi og flott tónverk og ferðast um. „Þá er ég um 14 ára gömul og var með vægast sagt frábæran kórstjóra sem kenndi mér svo margt, hana Þórunni Björnsdóttur. Þar fór maður strax að nálgast tónlistina tilfinningalega, með stórar og litlar áherslur og lærði á spennuna í þögninni. Ég uppgötvaði hvernig tónlistin og flutningurinn getur haft kröftug áhrif bæði á flytjandann og á áhorfendur.“ Agnes Björt er söngkona hljómsveitarinnar Sykur og hefur alltaf heillast að tónlist.Vísir/Arnar „Þarna sá hún pabba minn svo mikið í mér“ Hún segir sömuleiðis að uppeldið og foreldrar hennar hafi verið mjög mótandi í hennar listsköpun. „Pabbi minn var stórkostlegur söngvari, hann gaf út plötur og var sí-syngjandi. Hann er enn í dag uppáhalds söngvari minn allra tíma. Það hefur án efa haft áhrif á hver ég er í dag. Hann féll frá þegar ég var ellefu ára og ég á sterkar og góðar minningar af honum sem ótrúlegum listamanni. Ég tengi tónlistina klárlega við þær minningar sem ég á af pabba mínum. Ég man svo vel eftir fyrsta skiptinu sem mamma kom að sjá mig spila á stórum tónleikum. Þetta var á Iceland Airwaves á Nasa og mamma kemur til mín beint eftir giggið með gæsahúð og segir: „Þetta var bara pabbi þinn á sviðinu.“ Þarna sá hún pabba minn svo mikið í mér, henni fannst það mjög áhrifamikið og skiljanlega var hún meyr.“ Agnes segist því alltaf hafa vitað að hún vildi syngja. Þegar hún byrjaði í menntaskóla var hún dugleg að spila bæði á gítar og píanó heima fyrir og átti góð vinkona hennar eftir að hafa töluverð áhrif á feril hennar. „Vinkona mín Tatíana Hallgrímsdóttir var gjarnan heima hjá mér á þessum tíma og heyrði mig oft syngja og spila. Hún sá auglýsingu í blaðinu þar sem íslensk tónlistarkona, Myrrra Rós, var að auglýsa eftir ungum tónlistarkonum sem voru að semja og spila eigin tónlist. Tatí hringdi bara í Myrru og ég vissi ekkert af því fyrr en ég fæ símtal frá Myrru um verkefni sem hét Trúbatrix. Hún hóaði saman sex eða sjö stelpum, við ferðuðumst út um allt land og komum fram með stutt sett hver og ein. Tónlistarkonur á borð við Soffíu Björg og Nönnu úr Of Monsters And Men hafa tekið þátt í þessu og þetta var svo ótrúlega flott verkefni þar sem ungar íslenskar tónlistarkonur komu saman, voru að valdefla hver aðra og vekja athygli á tónlistinni sinni.“ Á menntaskólaaldri byrjaði Agnes Björt að ferðast um landið með öðrum tónlistarkonum og koma tónlist sinni á framfæri. Má segja að það hafi verið upphafið á hennar ferli en hún er með þekktari tónlistarkonum landsins í dag.Halldór Eldjárn Sækir orkuna upp úr jörðinni Í gegnum lífið hefur tónlistin og framkoman verið órjúfanlegur hluti af tilverunni hjá Agnesi. „Tónlist er bara rosalega heilandi, þú notar list til þess að heila þig og koma taugakerfinu og heilanum á stað þar sem þú veit að þú er örugg. Hjá mér kemur orkan upp úr jörðinni og maður verður eins og millistykki sem leiðir orku upp. Þú notar list til þess að koma taugakerfinu og heilanum á stað þar sem þú veist að þú ert örugg. Það er huggun í tónlistinni og hún getur hjálpað manni að finna tilfinningar sem maður áttaði sig ekki á að voru einu sinni til staðar. Hjá mér kemur orkan upp úr jörðinni og maður verður eins og millistykki sem leiðir orku upp og í gegnum einhverskonar hringrásarkerfi. Ég sæki þetta úr jörðinni, þetta fer í gegnum mig og út. Ég myndi segja að ég sé rosalega góð í því að fanga eitthvað og færa það í gegnum mig. Þú losar um margt sem er erfitt að gera annars staðar. Líkaminn þarf líka að vera í góðu standi til þess að þetta geti átt sér stað, þess vegna er mikilvægt að huga að heilsunni svo flæðið verði sem ákjósanlegast án hökta eða hnúta.“ Agnes sækir orkuna úr jörðinni og segir hana flæða í gegnum sig.Brynjar Snær Lag sem varð til á djamminu Á menntaskólaárunum fer Agnes að koma fram á litlum stöðum á borð við gamla Hemma og Valda, halda litla tónleika og er bæði að semja sjálf og með vinkonu sinni. Eftir örlagaríkt djamm verður Agnes svo meðlimur sveitarinnar Sykur. „Ég bý á Ásvallagötu og Halldór Eldjárn býr í húsinu við hliðina á mér. Við höfðum verið saman í Hagaskóla og þekktumst aðeins. Eitt kvöldið lendum við á einhverju skralli og ákveðum á þessu djammi að prófa að fara heim og gera lag saman. Þá varð til lag sem er á plötunni Mesópótamía og heitir Battlestar. Ég syng helminginn af því lagi þegar ég er sautján ára og hinn helmingurinn er ég tvítug. Ég hef einmitt reynt að fá vini mína til að fatta hvar í laginu þú heyrir það en það heyrir það enginn, það er bara ég sem tek eftir þessu,“ segir Agnes kímin. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra Sykur flytja lagið Battlestar: „Þannig að þarna er ég búin að kynnast Halldóri en flyt svo tímabundið til Miami. Þegar ég kem heim biður Sykur mig að spila með þeim á busaballi MH. Ég hafði aldrei verið jafn stressuð á ævi minni, ég var svo stressuð. Við vorum nýbúin að semja Reykjavík og ég var baksviðs að reyna að leggja öll orðin á minnið. Rakel Mjöll var á þeim tíma líka að syngja með Sykur og hún var ótrúlega góð við mig og svo mikið að peppa mig. Svo fór ég á svið og það gerðist eitthvað, þetta bara small. Ég fann bara vá, ég vil gera þetta aftur. Svo fór ég að vinna meira með Sykur.“ Agnes, Stefán Finnbogason og Kristján Eldjárn á æfingu fyrir Sykur.Halldór Eldjárn Spegiltaugafrumur órjúfanlegur hluti af listinni og framkomu Agnes segist óendanlega þakklát að vera hluti Sykur. „Þetta er ein mín mesta blessun í lífinu, að fá að taka þátt í svona verkefni þar sem ég get verið hundrað prósent ég sjálf og leyft fólki sem horfir á mig að vera hundrað prósent það sjálft. Það er eitt sem mér finnst mikilvægt að koma inn á þegar kemur að listinni minni og framkomu, spegiltaugafrumur. Þegar ég beiti mér og opna mig upp á gátt þá hvetur það áhorfandann að gera það líka, þau spegla mitt taugakerfi. Þegar ég er í flæði og líður vel á sviðinu þá lætur það áhorfendum líða vel líka og það finnur að það hefur frelsi til að vera nákvæmlega eins og það er á þeirri stundu. Mögulega er þetta einhver tegund af núvitund sem er okkur öllum holl. Svona móment sem gerast á tónleikum milli flytjanda og áhorfanda er geggjuð vörn gegn þeirri heilsuvá sem að að okkur steðjar að æ meiri krafti, stressi og streitu.“ Agnes segist einfaldlega aldrei hafa séð sig öðruvísi en sem listamann. „Ég hef alltaf hlustað á innsæið og gert það sem mér fannst innra með mér vera rétt. Þaðan kemur galdurinn, að eltast ekki við neitt nema það sem líkaminn segir manni að gera. Ég á auðvitað líka erfiða tíma þar sem ég velti fyrir mér hver er ég eða hvað er ég að gera, öðruvísi held ég að maður myndi ekki vaxa.“ Agnes segist að sjáfsögðu fara í gegnum erfið tímabil og þar vaxi hún sem listamaður. Á sviðinu finnur hún alltaf fyrir mikilli jarðtengingu.Pjetur Már Sviðsorkan ekki neitt til baka Agnes hefur sjálf upplifað kvíða en hefur unnið í sér í langan tíma. „Auðvitað erum við sem manneskjur alls konar og tökum tímabil þar sem okkur líður ekki eins vel og áður. Það er lífslöng vegferð að horfast í augu við sjálfan sig og áhrif þess sem maður hefur gengið í gegnum. Það hafa alveg komið tímar þar sem mér finnst flæðið mitt á sviði ekki jafn gott, en ég held að með professionalisma lærir maður að miðla því og vinna með það í augnablikinu. Ég reyni samt alltaf að vera einlæg og þá kemur þessi kjarnaorka sem brýst bara út með látum og er bara alls ekki neitt til baka.“ Agnes segist þó rólegri í daglegu lífi en hún er á sviði. „Ég er ekkert alltaf að vinna á þessari orku sem ég tala um. Ég er yfirleitt frekar róleg og einbeiti mér að því að sjá vel um sjálfa mig. Nýlega hef ég verið mjög áhugasöm um stress og streitu og hef verið að lesa mig til í bókum um líkamsmiðaða sálfræði, taugavísindi og sveigjanleika heilans. Þarna trúi ég að liggi lausnir fyrir okkur til að vinna gegn lífsstílsvandanum. Listin getur líka haft svo mikið að segja hvað þetta varðar og hvernig við getum sigrast á þessu endalausa stressi.“ Agnes Björt segir listina öfluga leið til þess að vinna gegn streitu.Vísir/Arnar Einlægnin er lykillinn Einlægni og kraftur Agnesar á sviði fer ekki fram hjá neinum í salnum. Það er blaðamanni minnisstætt að hafa séð Agnesi á sviði á Airwaves fyrir nokkrum árum þar sem hún segir frá lagi sem samið er um fyrrverandi kærasta Agnesar. Að laginu loknu segir hún svo í míkrafóninn að fyrrverandi kærastinn sé í salnum. „Ég held að þetta sé mjög gott dæmi því ég er smá filterslaus á sviði. Þegar þessi orka kemur inn þá er ekki neitt til þess að fela sig á bak við. Það hefur kannski líka komið mér í vandræði, segir Agnes hlæjandi og bætir við: En að mestu leyti er það rosalega jákvætt því einlægnin er lykilinn.“ Í dag stefnir Agnes að því að lifa afslöppuðu lífi og leggur upp úr því að hugsa vandlega um orku sína og umhverfi. „Ég er meðvituð um þetta og legg upp úr því að eyða góðum tíma með vinum, að hugleiða og í hreyfingu, það er svolítið mín vegferð núna. Ég er svo líka að vinna hjá Reykjavíkurborg við að heimsækja alls konar fólk sem þarf á aðstoð að halda. Þetta er öll flóran af fólki, alls konar týpur og virkilega gefandi starf sem er sömuleiðis gefandi fyrir listina mína. Fyrsta sem ég geri á morgnana er ekki að skoða símann. Ég er að reyna að koma mér niður á jörðina því ég er svolítið týpa sem á auðvelt með að gleyma mér í endalausum hugsunum og rugli. Markmiðið er að geta verið sem oftast á staðnum andlega og það gengur alltaf betur með hverjum deginum. Ég er líka að þessu til að efla mig sem listamann, það er mér afar mikilvægt. Hvernig get ég orðið betri manneskja og haft betri áhrif á heiminn. Ég held tvímælalaust að það sé í gegnum listina hjá mér.“ Agnes Björt er í stöðugri þróun sem listamaður og einstök orka einkennir sviðsframkomu hennar.Aðsend Organísk sigling Sykurs Agnes segir að hljómsveitin Sykur sé stöðugt á mjúkri siglingu. „Smá eins og sjálfhreinsandi kaffivél. Það er alltaf líf en það er organískt, það kemur og fer en við erum alltaf með eitthvað í pottinum. Við vorum að gera nýtt lag og það er aldrei að vita hvað kemur næst. Ég er alveg ótrúlega þakklát fyrir eftirspurnina, það er alltaf eftirspurn og líka hjá yngra fólki sem mér finnst alveg frábært í ljósi þess að það var rosa mikið að gera og um að vera fyrir rúmum áratugi. Við gáfum náttúrulega út plötu 2019 sem spilar inn í þetta og þú þarft auðvitað að fylgja þessu sem listamaður, með því til dæmis að halda tónleika. Ég er auðmjúkt þakklát fyrir það að fólk tengi við þetta og finni það sem við finnum.“ Aðspurð hvort hún staldri við og sé stolt af sér svarar Agnes: „Já ég er ótrúlega stolt af mér og minni vegferð. Maður verður líka stundum að minna sig á það, það gengur allt betur ef maður nær að þakka sér fyrir það sem maður gerir vel.“ Agnes segist þakklát fyrir Sykur og þar fái hún algjörlega að vera hún sjálf sem og áhorfendur sveitarinnar.Halldór Eldjárn Mikil sjálfsvinna síðastliðin ár Aðspurð út í ástarlífið segist Agnes nýbyrjuð að deita eftir langt hlé. „Ég var að vaxa hratt á stuttum tíma, átta mig á hlutum sem höfðu verið í felum undir teppinu, áföllum og fleira, skilja hegðunarmynstrin mín og vinna úr gömlu stöffu með fagfólki eins og allir þurfa að gera. Með því að skoða ástand taugakerfisins og komast þannig nær sér er auðveldara að vera rólegri í aðstæðum og mikið auðveldara að elska og vera elskaður.“ Hún segist upplifa mikla hugarfarsbreytingu og vitundarvakningu þegar það kemur að andlegum málefnum. „Eins og maður bölvar samfélagsmiðlum eru þeir rosa góðir fyrir til dæmis tilfinningaúrvinnslu og að opna á alls kyns umræðu. Unga fólkið er svo duglegt að vekja athygli á því að við þurfum að taka til í sálarlífinu okkar. Það er ótrúlega valdeflandi að sjá þessa krakka, þessi vitundarvakning. Ég var rosa góð í að ýta öllu frá mér eins og er algengt. Svo sest þetta bara í líkamann og poppar upp seinna meir. Ég var ekki nógu dugleg að vinna úr mínum áföllum sem barn og umhverfið var allt annað, það var ekki sama vitundin, svona var lífið og svo átti það að halda áfram. Það er jafn erfitt og það er gefandi að vinna í sér.“ Agnes rétt áður en hún er að stíga á svið.Aðsend Óhrædd við nýjar stefnur Hún segist án efa sjá sig fyrir sér í tónlistinni alla tíð. „Það kæmi mér ekkert á óvart ef ég færi að prófa mig áfram í öðrum tónlistarstefnum. Ég er búin að vera að spila meira á gítar núna en vanalega. Ég fór í geymsluna og náði í gítarana mína, ég á semsagt þrjá kassagítara,“ segir Agnes hlæjandi. „Ég náði í þá alla og er búin að vera að spila á þá alla og sömuleiðis á rafmagnsgítar. Rokkið er í mér algjörlega þó allir viti það nú ekki, eða kannski skín það bara mjög vel í gegn.“ Menningarlífið er í stöðugri þróun og segist Agnes ótrúlega spennt fyrir því tónlistarumhverfi sem nærist hérlendis. „Ég er ótrúlega spennt fyrir því sem er að gerast í grasrótinni núna, það eru margar flottar nýjar hljómsveitir að koma upp. Það er líka svo gaman að sjá stelpur að vera groddarar, ég tengi svo mikið og það er svo skemmtilegt að sjá pönk-orkuna og rokk-orkuna koma upp. Ég upplifi það sem svo einlægt og ég held að það sé mjög gott fyrir okkur núna sem heild. Við verðum að fara að vinna í átt að því að vera við sjálf og fokk jú að segja mér að fara inn í eitthvað box,“ segir Agnes brosandi. „Mér finnst svo gott að umkringja mig fólki á öllum aldri og mér finnst yngra fólkið meira opið fyrir því en áður að vinna með og kynnast eldra fólki. Þau pæla meira í hvernig andrúmsloftið er í kringum persónuna en eitthvað annað. Það er jákvæð þróun.“ Að lokum vill Agnes koma eftirfarandi á framfæri: „Mig langar líka að segja að þó að þú sért sextug kona einhvers staðar að vinna á skrifstofu en þú vilt verða bassaleikari, gerðu það! Kýldu á það. Það er alltaf fólk sem vill vinna með þér ef þú hefur eitthvað að segja. Ef þú ert með þessa orku þá skiptir hulstrið ekki máli. Ég vil nýta þetta tækifæri og hvetja fólk til þess að taka af skarið ef það er í einhverjum pælingum.“
Tónlist Tíska og hönnun Geðheilbrigði Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira