Börn verði tekin framyfir gæluverkefni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 20. júní 2024 14:00 Sylvía er komin með nóg af stöðu mála. Vísir. Sylvía Briem Friðjóns þriggja barna móðir sem komin er með nóg af dagvistunarvandræðum foreldra segir að hjarta sitt brotni vegna allra þeirra frásagna sem hún hefur fengið frá foreldrum í vandræðum. Hún segir dæmi um að fólk hafi valið að fara í þungunarrof vegna dagvistunarvandans og hvetur stjórnmálamenn til að láta af gæluverkefnum og leysa vanda foreldra í eitt skiptið fyrir öll. „Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál. Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
„Ég nenni ekki pólitík, ég er ekki þarna, mig langar bara að allir flokkar setjist saman og setji þetta í forgang. Mig langar að sveitarstjórn og sveitarstjórnarfélögin og stjórnvöld komi með einhvern vinkil á þetta þannig að þetta bara virki. Að börn geti fæðst á Íslandi og fái öll sömu tækifæri,“ segir Sylvía en Sindri Sindrason tók hana tali um málið í Íslandi í dag. Sögur um gjaldþrot og skuldasúpur Sylvía Briem gerði dagvistunarvandann að umfjöllunarefni sínu á samfélagsmiðlum í síðustu viku svo athygli vakti. Þar beinir hún sjónum að því 6-8 mánaða-bili sem foreldrar þurfi að brúa áður en barn fær almennt pláss á leikskóla. Hún segir kerfið halda konum niðri, þar sem þær taki almennt þungann af fæðingarorlofinu. Í Íslandi í dag segir Sylvía að sögur foreldra hafi hrúgast upp síðan hún birti færsluna. Einstæðir foreldrar, fólk í námi, verktakar, í endurhæfingu, standi margir hverjir frammi fyrir gjaldþroti vegna greiðslna og vandræða með dagvistun fyrir börn þeirra. „Fólk er að senda mér sögur um gjaldþrot og skuldasúpur sem það er í mörg ár að fletta ofan af og það er bara ekki í boði að það sé svona erfitt fyrir fólk að fara í fæðingarorlof. Svo er rosalega mikið af sögum af fólki sem er bara að fara í þungunarrof, vegna þess að það getur ekki hugsað sér....“ Af því að það er of hrætt við að ráðast í þetta verkefni, ekki af því að það vill ekki barnið? „Nei, það vill barnið. Eins og ein sendi sögu á mig og sagði bara: „Ég fór í þungunarrof og gat ekki hugsað mér. Svo lendi ég í því að fá sjúkdóm og legið tekið, hún sagði ég mun aldrei eignast börn. Sem er ótrúlega sorglegt og það er bara ótrúlega mikið af svona sögum.“ Sylvía segist gera sér grein fyrir því að enginn sé að leika sér að því að hafa kerfið svona gallað. Forgangsröðunin sé þó röng, tími sé kominn til að hætta gæluverkefnum sem virðast vera um allt og leggja peninginn í þessi mál.
Heilsa Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Ísland í dag Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira