Sláandi og óhugnanlegar staðreyndir á strimlum Aþenu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. júní 2024 10:31 Aþena sótti innblástur í störf föður síns á meðferðarheimilinu í Krýsuvík. Vísir Útskriftarverkefni grafíska hönnuðarins Aþenu Elíasdóttur í Listaháskóla Íslands hefur vakið mikla athygli. Þar setur hún fram á flottan hátt sláandi og óhugnanlegar staðreyndir og tölur sem tengjast fíknivandanum sem ríkir hér á landi og algjöru úrræðaleysi og fjársvelti. Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“ Ísland í dag Fíkn Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira
Vala Matt skoðaði þetta magnaða lokaverkefni í Íslandi í dag. Þar fékk Aþena meðal annars nokkrar tölur og staðreyndir frá föður sínum sem er framkvæmdastjóri á meðferðarheimilinu Krýsuvík. Aþena sýnir á auðskiljanlegan hátt þann mikla samfélagslega og fjárhagslega ábata sem fæst með því að aðstoða fólk í fíknivanda með viðeigandi meðferð. Þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands Í Íslandi í dag segist Aþena þekkja nokkuð vel til málaflokksins þó hún hafi sjálf ekki reynslu af fíknivanda. Faðir Aþenu, Elías Guðmundsson er búinn að lyfta grettistaki á meðferðarheimilinu Krýsuvík þar sem hann er framkvæmdastjóri en þar er samt enn gríðarleg þörf á fjármagni eins og allsstaðar á meðferðarheimilum landsins. Allt of margir eru á biðlista til að komast þar inn. Á einum strimli í verkefni Aþenu má sjá að tap samfélagsins vegna úrræðaleysis í meðferðarmálum kostar samfélagið 67,4 milljarða á ári. „Þetta eru þrjú prósent af landsframleiðslu Íslands, sem er alveg svakaleg tala og þessi peningur gæti verið nýttur í allskonar aðra hluti,“ segir Aþena. Þá er tap ríkisins að meðaltali 15,4 milljónir á ári á hvern einstakling sem fær ekki hjálp. „Ég var búin að reyna rosa mikið af leiðum til að miðla þessum mikilvægu upplýsingum og mér fannst ekkert beint vera að virka fyrr en ég setti þetta upp á strimil,“ útskýrir Aþena. Hún segir það líka táknrænt enda fúlsi flestir við strimlinum út í búð, eða taki við honum, krumpi hann og hendi. „Sem er ekki ólíkt samfélagsframkomu gagnvart fólki í fíknivanda, það er afþakkað, hundsað eða því hent þar sem það sést ekki lengur,“ segir Aþena sem notar pennastrik á strimlinum líka til þess að opna augu fólks gagnvart umræðunni gagnvart fólki í fíknivanda. „Búðin“ heitir „Fíklar“ og ég krota yfir það og leiðrétti í „Fólk í fíknivanda,“ af því að það er svo neikvæð orðræða í kringum víknivanda og fíkill er neikvætt og niðrandi orð. Þá er ekki skrítið að fólk sé ekki að fá aðstoð ef það er verið að nota neikvæð lýsingarorð yfir það.“
Ísland í dag Fíkn Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Sjá meira