Allt í keng: Varð brátt í brók í vorveiðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júní 2024 07:01 Heizi hyggst fara yfir víðan völl þegar það kemur að veiðinni í hinum nýju þáttum. Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, er umsjónarmaður nýrra veiðiþátta á Vísi. Þeir bera heitið Allt í keng en í fyrsta þætti er hinni oft umdeildu vorveiði gefinn sérstakur gaumur. Farið er í veiði í Eldvatn í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þáttastjórnanda varð brátt í brók. „Vorveiðin er áhugavert konsept. Hún er svolítið umdeild. Á að vera að tosa í þessi grey á vorin?“ spyr Heizi meðal annars í þættinum. Hann fær álit þó nokkurra veiðimanna en sitt sýnist hverjum þó álit flestra sé að hún gangi svo framarlega sem hún fari fram með ábyrgum hætti. Þá lenti Heizi í einhverju við Eldvatn í þættinum sem hann hefur ekki lent í í mörg ár. „Við grilluðum okkur pizzur áðan í kaffinu en svo var mér bara brátt í brók,“ segir Heizi í þættinum. Þá voru góð ráð dýr. Hyggst koma víða við Í samtali við Vísi segir Heizi að komið verði víða við í þáttunum sem verða alls fjórir talsins. Sjálfur segist Heizi fyrst og fremst mikill áhugamaður um veiði en hann byrjaði sjálfur að eigin sögn seint að veiða og fór þá með föður sínum Atla Bergmann, sem er reynsubolti þegar kemur að veiðum. „Þetta lá vel fyrir mér strax, en í þriðja kasti veiði ég geggjaða kuðungableikju á Þingvöllum. Ég fann bara að það brotnaði eitthvað inni í mér og eftir þetta var ekki aftur snúið,“ segir Heizi. Hann segir ekkert líkt og veiði. „Það eru tengslin við náttúruna og það er ekkert sem hleður mann meira en þau. Að vera úti, vera með tilgang. Fara á stað sem þú hefur aldrei farið á og myndir aldrei fara á, þar sem þú sérð allskonar fossa og gljúfur og miklu meira. Veiðin er ekki bara bassabox og bjór, það er líka þessi andlega vegferð, að vera úti í náttúrunni.“ Allt í keng Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira
„Vorveiðin er áhugavert konsept. Hún er svolítið umdeild. Á að vera að tosa í þessi grey á vorin?“ spyr Heizi meðal annars í þættinum. Hann fær álit þó nokkurra veiðimanna en sitt sýnist hverjum þó álit flestra sé að hún gangi svo framarlega sem hún fari fram með ábyrgum hætti. Þá lenti Heizi í einhverju við Eldvatn í þættinum sem hann hefur ekki lent í í mörg ár. „Við grilluðum okkur pizzur áðan í kaffinu en svo var mér bara brátt í brók,“ segir Heizi í þættinum. Þá voru góð ráð dýr. Hyggst koma víða við Í samtali við Vísi segir Heizi að komið verði víða við í þáttunum sem verða alls fjórir talsins. Sjálfur segist Heizi fyrst og fremst mikill áhugamaður um veiði en hann byrjaði sjálfur að eigin sögn seint að veiða og fór þá með föður sínum Atla Bergmann, sem er reynsubolti þegar kemur að veiðum. „Þetta lá vel fyrir mér strax, en í þriðja kasti veiði ég geggjaða kuðungableikju á Þingvöllum. Ég fann bara að það brotnaði eitthvað inni í mér og eftir þetta var ekki aftur snúið,“ segir Heizi. Hann segir ekkert líkt og veiði. „Það eru tengslin við náttúruna og það er ekkert sem hleður mann meira en þau. Að vera úti, vera með tilgang. Fara á stað sem þú hefur aldrei farið á og myndir aldrei fara á, þar sem þú sérð allskonar fossa og gljúfur og miklu meira. Veiðin er ekki bara bassabox og bjór, það er líka þessi andlega vegferð, að vera úti í náttúrunni.“
Allt í keng Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Sjá meira