Allt í keng: Varð brátt í brók í vorveiðinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 29. júní 2024 07:01 Heizi hyggst fara yfir víðan völl þegar það kemur að veiðinni í hinum nýju þáttum. Heiðar Valur Bergmann, betur þekktur sem Heizi, er umsjónarmaður nýrra veiðiþátta á Vísi. Þeir bera heitið Allt í keng en í fyrsta þætti er hinni oft umdeildu vorveiði gefinn sérstakur gaumur. Farið er í veiði í Eldvatn í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þáttastjórnanda varð brátt í brók. „Vorveiðin er áhugavert konsept. Hún er svolítið umdeild. Á að vera að tosa í þessi grey á vorin?“ spyr Heizi meðal annars í þættinum. Hann fær álit þó nokkurra veiðimanna en sitt sýnist hverjum þó álit flestra sé að hún gangi svo framarlega sem hún fari fram með ábyrgum hætti. Þá lenti Heizi í einhverju við Eldvatn í þættinum sem hann hefur ekki lent í í mörg ár. „Við grilluðum okkur pizzur áðan í kaffinu en svo var mér bara brátt í brók,“ segir Heizi í þættinum. Þá voru góð ráð dýr. Hyggst koma víða við Í samtali við Vísi segir Heizi að komið verði víða við í þáttunum sem verða alls fjórir talsins. Sjálfur segist Heizi fyrst og fremst mikill áhugamaður um veiði en hann byrjaði sjálfur að eigin sögn seint að veiða og fór þá með föður sínum Atla Bergmann, sem er reynsubolti þegar kemur að veiðum. „Þetta lá vel fyrir mér strax, en í þriðja kasti veiði ég geggjaða kuðungableikju á Þingvöllum. Ég fann bara að það brotnaði eitthvað inni í mér og eftir þetta var ekki aftur snúið,“ segir Heizi. Hann segir ekkert líkt og veiði. „Það eru tengslin við náttúruna og það er ekkert sem hleður mann meira en þau. Að vera úti, vera með tilgang. Fara á stað sem þú hefur aldrei farið á og myndir aldrei fara á, þar sem þú sérð allskonar fossa og gljúfur og miklu meira. Veiðin er ekki bara bassabox og bjór, það er líka þessi andlega vegferð, að vera úti í náttúrunni.“ Allt í keng Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
„Vorveiðin er áhugavert konsept. Hún er svolítið umdeild. Á að vera að tosa í þessi grey á vorin?“ spyr Heizi meðal annars í þættinum. Hann fær álit þó nokkurra veiðimanna en sitt sýnist hverjum þó álit flestra sé að hún gangi svo framarlega sem hún fari fram með ábyrgum hætti. Þá lenti Heizi í einhverju við Eldvatn í þættinum sem hann hefur ekki lent í í mörg ár. „Við grilluðum okkur pizzur áðan í kaffinu en svo var mér bara brátt í brók,“ segir Heizi í þættinum. Þá voru góð ráð dýr. Hyggst koma víða við Í samtali við Vísi segir Heizi að komið verði víða við í þáttunum sem verða alls fjórir talsins. Sjálfur segist Heizi fyrst og fremst mikill áhugamaður um veiði en hann byrjaði sjálfur að eigin sögn seint að veiða og fór þá með föður sínum Atla Bergmann, sem er reynsubolti þegar kemur að veiðum. „Þetta lá vel fyrir mér strax, en í þriðja kasti veiði ég geggjaða kuðungableikju á Þingvöllum. Ég fann bara að það brotnaði eitthvað inni í mér og eftir þetta var ekki aftur snúið,“ segir Heizi. Hann segir ekkert líkt og veiði. „Það eru tengslin við náttúruna og það er ekkert sem hleður mann meira en þau. Að vera úti, vera með tilgang. Fara á stað sem þú hefur aldrei farið á og myndir aldrei fara á, þar sem þú sérð allskonar fossa og gljúfur og miklu meira. Veiðin er ekki bara bassabox og bjór, það er líka þessi andlega vegferð, að vera úti í náttúrunni.“
Allt í keng Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira