Blendnar tilfinningar í Borgarnesi: „Það hefur nær ekkert samráð verið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. júlí 2024 10:28 Fyrirhuguð er töluverð uppbygging á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Meðal annars stendur til að breyta þessu plani þar sem nú eru körfuboltakörfur og hjólarampar í bílastæði. Vísir/Bjarni Sveitarstjórn Borgarbyggðar er sökuð um skort á samráði við ákvörðun um uppbyggingu á íþróttasvæðinu í Borgarnesi. Áformin vekja blendnar tilfinningar meðal íbúa og íþróttahreyfingar, sem fagna uppbyggingu en telja forgangsröðun furðulega. Töluverð uppbygging íþróttamannvirkja er fyrirhuguð í Borgarnesi en nýtt deiliskipulag þess efnis var samþykkt á fundi byggðaráðs í liðinni viku að sögn Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð. „Það eru áform um að byggja fjölnota íþróttahús, eða knatthús, og í framhaldi af því munum við fara í endurbætur og stækkun á íþróttahúsinu okkar, það er að segja að bæta við parkethúsi,“ segir Guðveig. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að sextán metra háu, 8500 fermetra stóru knattspyrnuhúsi á landfyllingu við enda íþróttavallarins sem fyrir er á svæðinu. Þá verði 4500 fermetrar byggðir við núverandi íþróttahús. En það eru ekki allir sammála um útfærsluna. „Það eru blendnar tilfinningar. Við höfum náttúrlega beðið eftir uppbyggingu mannvirkja töluvert en við erum hugsi yfir staðsetningu, forgangsröðun og umhverfisþáttum,“ segir Sigríður Bjarnadóttir sem er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Við fögnum auðvitað allri uppbyggingu og við viljum alls ekki tefja neitt eða ekki sjá hlutina gerast. En samtalið hefði mátt vera betra við íbúa varðandi staðsetningu og svo forgangsröðunin sem var náttúrlega bara ekki í sátt við heildina heyrir maður,“ segir Sigríður. Sigríður Bjarnadóttir er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Vísir/Bjarni Verulega hafi einnig skort á samráð við íþróttahreyfinguna. „Það hefur nær ekkert samráð verið. Það hafa að sjálfsögðu verið samtöl við íþróttahreyfinguna, við ákveðna aðila, en ekki í heild sinni,“ segir Sigríður. „Á síðasta kjörtímabili var í gangi hópur sem var að skoða einmitt forgangsröðun og hann komst að þeirri niðurstöðu að íþróttahús, eða parkethús, væri þar sem mesta þörfin væri. Við gagnrýndum ýmislegt þá, við gagnrýndum lítið samráð við íþróttahreyfinguna og gerum það í rauninni ennþá.“ Það er ekki aðeins íþróttahreyfingin sem hefur gert athugasemdir en fjöldi íbúa sendi einnig inn athugasemdir um málið í skipulagsgátt. Þar er meðal annars sett út á forgangsröðun, staðsetningu og skort á samráði. Kallað er meðal annars eftir því að fyrst verði ráðist í byggingu parkethúss, áður en lagt sé af stað í byggingu knatthúss. Þar að auki eru gerðar athugasemdir við að knatthúsið muni spilla útsýni á annars fallegu stæði vallarins svo fátt eitt sé nefnt. Íbúafundur var boðaður um málið en hann er sagður hafa verið illa auglýstur og ekki duga til að eiga almennilegt samráð. Guðveig Lind Eyglóardóttir er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð.Vísir/Bjarni Innt eftir viðbrögðum segir Guðveig bæði eðlilegt og mannlegt að skiptar skoðanir séu uppi um málið. „Fólk hefur skiptar skoðanir á forgangsröðun verkefna og á hverju á að byrja. En þetta bara er niðurstaðan sem við erum sammála um að fara í,“ segir Guðveig. „Þetta hefur líka bara að gera með það að við erum með dreifðar byggðir hérna, við erum að taka á móti börnum í tómstundir hérna upp úr sveitum. Við erum að reyna að byggja upp aðstöðu sem leiðir til þess að krakkarnir geti, alla veganna yngstu krakkarnir, klárað sínar tómstundir fyrir klukkan fjögur á daginn. Og með byggingu á fjölnotahúsi og knatthúsi erum við að mæta þeirri þörf líka og létta á íþróttahúsinu okkar. En það verður bara þannig að þegar að við erum komin af stað og búin að klára það verkefni, þá verður bara farið strax af stað í parkethús,“ segir Guðveig. Til standi fyrir rest að „keyra hvoru tveggja í gang.“ Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Skipulag Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Töluverð uppbygging íþróttamannvirkja er fyrirhuguð í Borgarnesi en nýtt deiliskipulag þess efnis var samþykkt á fundi byggðaráðs í liðinni viku að sögn Guðveigar Lindar Eyglóardóttur, forseta sveitarstjórnar í Borgarbyggð. „Það eru áform um að byggja fjölnota íþróttahús, eða knatthús, og í framhaldi af því munum við fara í endurbætur og stækkun á íþróttahúsinu okkar, það er að segja að bæta við parkethúsi,“ segir Guðveig. Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir allt að sextán metra háu, 8500 fermetra stóru knattspyrnuhúsi á landfyllingu við enda íþróttavallarins sem fyrir er á svæðinu. Þá verði 4500 fermetrar byggðir við núverandi íþróttahús. En það eru ekki allir sammála um útfærsluna. „Það eru blendnar tilfinningar. Við höfum náttúrlega beðið eftir uppbyggingu mannvirkja töluvert en við erum hugsi yfir staðsetningu, forgangsröðun og umhverfisþáttum,“ segir Sigríður Bjarnadóttir sem er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Við fögnum auðvitað allri uppbyggingu og við viljum alls ekki tefja neitt eða ekki sjá hlutina gerast. En samtalið hefði mátt vera betra við íbúa varðandi staðsetningu og svo forgangsröðunin sem var náttúrlega bara ekki í sátt við heildina heyrir maður,“ segir Sigríður. Sigríður Bjarnadóttir er formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms.Vísir/Bjarni Verulega hafi einnig skort á samráð við íþróttahreyfinguna. „Það hefur nær ekkert samráð verið. Það hafa að sjálfsögðu verið samtöl við íþróttahreyfinguna, við ákveðna aðila, en ekki í heild sinni,“ segir Sigríður. „Á síðasta kjörtímabili var í gangi hópur sem var að skoða einmitt forgangsröðun og hann komst að þeirri niðurstöðu að íþróttahús, eða parkethús, væri þar sem mesta þörfin væri. Við gagnrýndum ýmislegt þá, við gagnrýndum lítið samráð við íþróttahreyfinguna og gerum það í rauninni ennþá.“ Það er ekki aðeins íþróttahreyfingin sem hefur gert athugasemdir en fjöldi íbúa sendi einnig inn athugasemdir um málið í skipulagsgátt. Þar er meðal annars sett út á forgangsröðun, staðsetningu og skort á samráði. Kallað er meðal annars eftir því að fyrst verði ráðist í byggingu parkethúss, áður en lagt sé af stað í byggingu knatthúss. Þar að auki eru gerðar athugasemdir við að knatthúsið muni spilla útsýni á annars fallegu stæði vallarins svo fátt eitt sé nefnt. Íbúafundur var boðaður um málið en hann er sagður hafa verið illa auglýstur og ekki duga til að eiga almennilegt samráð. Guðveig Lind Eyglóardóttir er forseti sveitarstjórnar í Borgarbyggð.Vísir/Bjarni Innt eftir viðbrögðum segir Guðveig bæði eðlilegt og mannlegt að skiptar skoðanir séu uppi um málið. „Fólk hefur skiptar skoðanir á forgangsröðun verkefna og á hverju á að byrja. En þetta bara er niðurstaðan sem við erum sammála um að fara í,“ segir Guðveig. „Þetta hefur líka bara að gera með það að við erum með dreifðar byggðir hérna, við erum að taka á móti börnum í tómstundir hérna upp úr sveitum. Við erum að reyna að byggja upp aðstöðu sem leiðir til þess að krakkarnir geti, alla veganna yngstu krakkarnir, klárað sínar tómstundir fyrir klukkan fjögur á daginn. Og með byggingu á fjölnotahúsi og knatthúsi erum við að mæta þeirri þörf líka og létta á íþróttahúsinu okkar. En það verður bara þannig að þegar að við erum komin af stað og búin að klára það verkefni, þá verður bara farið strax af stað í parkethús,“ segir Guðveig. Til standi fyrir rest að „keyra hvoru tveggja í gang.“
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Íþróttir barna Skipulag Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent