Andrés Magnússon hefur komið víða við á tæplega fjörutíu ára ferli í blaðamennsku, en hann hóf störf sem blaðamaður hjá Morgunblaðinu árið 1986. Síðar hélt hann til Pressunnar, Eintaks og DV. Hann fékk snemma áhuga á tölvu-og tæknihlið útgáfustarfsemi, en hann tók m.a. þátt í undirbúningi og uppsetningu fréttavefjar Morgunblaðsins, mbl.is. Hann var ráðinn fulltrúi ritstjóra Morgunblaðsins árið 2020.
Margrét Júlíana hefur sinnt hinum ýmsu störfum um ævina, en fyrir tveimur árum síðan stýrði hún vöruþróun og markaðssetningu Netskrafsl á erlendum mörkuðum. Þá er hún stofnandi Mussila og fyrrverandi framkvæmdastjóri þess, en fyrirtækið framleiði margverðlaunuð öpp fyrir tónlistarkennslu.
Hjónin birtu myndband á Instagram í dag, þar sem sýnt var frá deginum.