Tónlistarveisla framundan í Skálholti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. júní 2024 13:05 Sumartónleikarnir verða í Skálholtskirkju dagana 6. til 14.júlí næstkomandi. Aðsend Einn besti fiðluleikari heims er á leið til landsins til að taka þátt í Sumartónleikum í Skálholti sem standa yfir dagana 6. til 14. júlí. Hátíðin er einn stærsti menningarviðburður sem fram fer á Suðurlandi yfir sumartímann. Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Sumartónleikar í Skálholti hafa verið starfandi frá árinu 1975 og staðið fyrir tónleikahaldi í Skálholtskirkju en markmið tónleikana er að stuðla að nýsköpun íslenskrar tónlistar. Tónverkin sem frumflutt hafa verið á hátíðinni nálgast 200, og hafa flest helstu tónskáld Íslands komið þar við sögu. Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi sumartónleikanna. „Fertugustu og níunda sumarhátíðin, Sumartónleikar í Skálholti er að hefjast 6. júlí og mun verða til 14. júlí með tónleikum á hverjum einasta degi og um helgar verða fleiri en einn viðburður, mikið fyrir börnin, guðþjónustur og frábærir tónleikar,” segir Benedikt og bætir við. „Svo eru þetta náttúrulega unnendur klassískrar tónlistar, sem eru aðalmarkhópurinn myndi ég segja og þá kannski sérstaklega annað hvort mjög nýrri klassískri tónlist eða mjög ævafornri tónlist frá Barokktímabilinu.” Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi Sumartónleikanna í Skálholti.Aðsend Og eitthvað verður um erlenda tónlistarmenn, sem munu koma fram á hátíðinni eða hvað? „Ég myndi segja að helgarnar væru aðalnúmerin. Það er Bára Gísladóttir, sem verður staðartónskáld á þessu ári, sem semur ný verk og þau verða flutt sjötta og sjöunda júlí og svo á seinni helginni kemur einn fremsti fiðluleikari í heimi í dag, Sergey Malov og spilar bæði einn og líka með okkar færasta strengjakvartett, Kordó kvartettinum, sem eru allt meðlimir úr Sinfóníunni einmitt og það verður mikil sýning,” segir Benedikt Kristjánsson, listrænn stjórnandi sumartónleikanna í Skálholti um leið og hann tekur fram að ókeypis er inn á alla tónleikana en alla dagskrá hátíðarinnar er að finna á heimasíðunni sumartonleikar.is og á Facebook síðu tónleikanna. Heimasíða tónleikanna Kordó kvartettinn og Sergey Malov, einn besti fiðluleikari heims koma fram á tónleikunum laugardagskvöldið 13. júlí klukkan 19:30.Aðsend
Bláskógabyggð Þjóðkirkjan Tónlist Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira